Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 90

Málsnúmer 1910019F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 318. fundur - 29.11.2019

Liðir 1, 2, 3, 4, 9 og 10 eru afgreiddir í sér liðum á dagskrá.
  • Tekið fyrir erindisbréf veitu- og hafnasviðs. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 90 Veitu- og hafnaráð gerir ekki athugasemdir við erindisbréfið að undanskyldu því að lagt er til að 4. málsgrein 5. greinar erindisbréfsins falli út og nokkrar aðrar minniháttar breytingar á orðalagi. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar. Er afgreitt í sér lið á dagskrá.
  • Sviðsstjóri kynnti starfsáætlun veitu- og hafnasviðs fyrir árið 2020 og drög framkvæmdalista 2020 - 2023 fyrir Hafnasjóð, Vatnsveitu, Hitaveitu og Fráveitu. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 90 Veitu- og hafnaráð samþykkir með fimm samhljóðs atkvæðum starfsáætlun veitu- og hafnasviðs fyrir árið 2020 og framkvæmdalista veitu - og hafnasviðs fyrir árin 2020 - 2023. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar. Er afgreitt í sér lið á dagskrá.
  • Á 87. fundi veitu- og hafnaráðs var eftirfarandi samþykkt:

    „Fyrirliggja upplýsingar frá byggðarráði er varða forsendur fjárhagsáætlunar 2020, þar er m.a. vísað til kjarasamkomulags Sambands íslenskra Sveitarfélaga þess efnis að almennar gjaldskrárhækkanir fari ekki yfir 2,5% og sjálfvirkar vísitöluhækkanir gjaldskráa verði felldar brott úr þeim.
    Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum eftirfarandi bókun að gjaldskrá og reglur um útleigu verbúða hækki um 2,5%.“

    Fyrir fundinum liggur framangreind gjaldskrá með áorðnum breytingum.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 90 Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum framlagða gjaldskrá. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar. Er afgreitt í sér lið á dagskrá.
  • Á 87. fundi veitu- og hafnaráðs var eftirfarandi samþykkt:

    „Fyrirliggja upplýsingar frá byggðarráði er varða forsendur fjárhagsáætlunar 2020, þar er m.a. vísað til kjarasamkomulags Sambands íslenskra sveitarfélaga þess efnis að almennar gjaldskráhækkanir fari ekki yfir 2,5% og sjálfvirkar vísitöluhækkanir gjaldskáa verði feldar brott úr þeim.
    Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum eftirfarandi bókun að gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar hækki um 2,5%.“
    Launatengdir gjaldskrárliðir taka breytingu launavísitölu.
    Fyrir fundinum liggur framangreind gjaldskrá með áorðnum breytingum.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 90 Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum framlagða gjaldskrá. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar. Er afgreitt í sér lið á dagskrá.
  • Frá Siglingaráði hafa borist eftirtaldar fundargerðir: 17. fundur Siglingaráðs frá 20. júní 2019 og 18. fundur Siglingaráðs frá 5. september 2019. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 90 Lagðar fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Fundargerð 415. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands.
    Fimmtudaginn 26.09.2019, kl.17:00 kom stjórn Hafnasambands Íslands saman til fundar í Allsherjarbúð, Borgartúni 30 í Reykjavík.


    Fundargerð 416. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands.
    Föstudaginn 18.10.2019,kl.13:30 kom stjórn Hafnasambands Íslands saman til fundar í Finnsbúð í Þorlákshöfn

    Með fundargerðinni fylgdu til kynningar:
    - Samantekt af 2. fundi samstarfsnefndar Fiskistofu og Hafnasambands Íslands.

    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 90 Lagðar fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á hafnafundi í Þorlákshöfn var umræddur þjónustusamningur kynntur, en markmið hans er, eins og segir í 2. tl. "að nota stafræna tækni til að auðvelda umsýslu, greiningu og miðlun umhverfisupplýsinga frá skipum á samræmdan hátt hjá höfnum á Íslandi" Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 90 Veitu- og hafnaráð samþykkir samljóða með fimm atkvæðum að bíða með að undirrita samninginn að svo stöddu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á þessum fundi er tekin fyrir eftirtalin fundargerð:
    Verkfundur nr. 8 sem var haldinn 13.09.2019 og var sú fundargerð staðfest 11.10.2019.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 90 Lögð fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á fundinum var kynnt breyting á gjaldská Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar sem eingöngu sneri að því að fella á brott sjálfvirkar hækkanir tekjutengdra gjaldskrárliða samkvæmt vísitölu. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 90 Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum framlagða gjaldskrá Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar. Er afgreitt í sér lið á dagskrá.
  • Á fundinum voru kynntar breytingar á gjaldskrá Fráveitu Dalvíkurbyggðar sem eingöngu sneri að því að fella á brott sjálfvirkar hækkanir tekjutengdra gjaldskrárliða samkvæmt vísitölu. Einnig var bætt í gjaldskránna grein þar sem hverning heimlagnagjaldi fráveitu er háttað, en það er hluti gatnagerðagjalda. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 90 Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum framlagða gjaldskrá Fráveitu Dalvíkurbyggðar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar. Er afgreitt í sér lið á dagskrá.
  • Framkvæmdum við gerð Austurgarðs er að ljúka að því tilefni þykir veitu- og hafnaráði upplagt að gefa íbúum sveitarfélagsins tækifæri til að kynna sér mannvirkið. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 90 Veitu- og hafnaráð felur sviðsstjóra að undirbúa athöfnina í samvinnu við Samherja hf. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu. Þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.