Teknar til umræðu gjaldskrár sveitarfélagsins vegna ársins 2020 í heild sinni.
Gjaldskrár Fræðslu- og menningarsviðs:
Gjaldskrá TÁT
Gjaldskrár málaflokks 04
Gjaldskrár málaflokks 05
Gjaldskrár málaflokks 06
Lagt er til að gjaldskrár sviðsins hækki um 2,5% á milli ára að undanskildri gjaldskrá skólamatar sem fylgir skv. samningi neysluvísitölu frá 1. ágúst ár hvert. Hvað varðar gjaldskrár málaflokks 06 þá er í grunninn miðað við 2,5% hækkun.
Gjaldskrár Félagsmálasviðs:
Gjaldskrár um heimilisþjónustu
Gjaldskrá um lengda viðveru
Gjaldskrá um niðurgreiðslu dagmóðurgjalda
Gjaldskrá um akstursþjónustu
Lagt er til að allar gjaldskrár félagsmálasviðs hækki um 2,5% á milli ára.
Gjaldskrár Umhverfis- og tæknisviðs:
Lagt er til að allar gjaldskrár Umhverfis- og tæknisviðs hækki um 2,5% nema gjaldskrá fyrir kattahald sem lagt er til að haldist óbreytt og gjaldskrá sorphirðu sem taki mið af nýrri gjaldskrár Norðurár bs vegna urðunarkostnaðar í Stekkjarvík sem tekur gildi um næstu áramót.
Gjaldskrár Veitu- og hafnasviðs:
Gjaldskrá og reglur um útleigu verbúða - lagt er til að gjaldskráin hækki um 2,5% á milli ára.
Gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar - lagt er til að gjaldskráin hækki um 2,5% á milli ára.
Gjaldskrá Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar - lagt er til að felldar verði á brott sjálfvirkar hækkanir tekjutengdra gjaldskrárliða skv. vísitölu, að öðru leyti standi gjaldskráin óbreytt.
Gjaldskrá Fráveitu Dalvíkurbyggðar - lagt er til að felldar verði á brott sjálfvirkar hækkanir gjaldskrárliða skv. vísitölu, að öðru leyti standi gjaldskráin óbreytt.
Til umræðu ofangreint.