Frá skólastjóra Dalvíkurskóla; beiðni um viðauka vegna veikindalauna

Málsnúmer 201910155

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 927. fundur - 21.11.2019

Þórhalla vék af fundi kl. 14:30 vegna annarra starfa.

Tekið fyrir erindi frá skólastjóra Dalvíkurskóla, beiðni um viðauka til að mæta langtímaveikindum við skólann.
Óskað er eftir viðauka að fjárhæð 2.220.420 kr við deild 04210 og er óskað eftir að mæta honum með lækkun á handbæru fé.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreindan viðauka nr. 33/2019 að upphæð kr. 2.220.420 við deild 04210 og að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

Sveitarstjórn - 318. fundur - 29.11.2019

Á 927. fundi byggðaráðs þann 21. nóvember 2019 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá skólastjóra Dalvíkurskóla, beiðni um viðauka til að mæta langtímaveikindum við skólann.
Óskað er eftir viðauka að fjárhæð 2.220.420 kr við deild 04210 og er óskað eftir að mæta honum með lækkun á handbæru fé.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreindan viðauka nr. 33/2019 að upphæð kr. 2.220.420 við deild 04210 og að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreindan viðauka nr. 33/2019.