Sveitarstjórn

315. fundur 18. júní 2019 kl. 16:15 - 17:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson forseti
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Jón Ingi Sveinsson aðalmaður
  • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
  • Þórunn Andrésdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Engar athugasemdir komu fram um fundarboðun og fundarboð.

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 907, frá 16.05.2019

Málsnúmer 1905009FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
2. liður a)
2. liður b)
3. liður
6. liður.
7. liður.
8. liður.
12. liður.
  • Sveitarstjóri fór yfir og kynnti fjárhagslegt stöðumat fyrir janúar-mars 2019. Það er staða bókhalds fyrir tímabilið samanborið við fjárhagsáætlun 2019 með viðaukum. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 907 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • a) Farið yfir tillögu að tímaaramma vegna starfs-og fjárhagsáætlunar 2020-(2023). Samkvæmt tímaramma hefst vinnan í maí og lýkur með síðari umræðu í sveitarstjórn 18.nóvember 2019.
    b) Lögð fram tillaga að auglýsingu vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2020 þar sem auglýst er eftir erindum, umsóknum, tillögum og ábendingum íbúa, félagasamtaka og fyrirtækja í Dalvíkurbyggð um mál sem varða gerð fjárhagsáætlunar. Skv.tillögunni er gert ráð fyrir að skrifleg erindi berist í síðasta lagi mánudaginn 2.september 2019.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 907 a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum framlagðan tímaramma að starfs-og fjárhagsáætlun 2020-(2023).

    b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu að auglýsingu vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2020 og að auglýsingin verði birt á heimasíðu Dalvíkurbyggðar.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs hvað varðar tímaramma að starfs- og fjárhagsáætlun.
    b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs hvað varðar tillögu að auglýsingu vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2020.
  • Jón Ingi Sveinsson vék af fundi kl. 13:33 vegna vanhæfis um umfjöllun þessa liðar.

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi samantekt sviðsstjóra fjármála-og stjórnsýslusviðs yfir helstu birgja ársins 2018.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 907 Byggðaráð samþykkir með 2 atkvæðum að listi yfir stærstu birgja ársins 2018 verði lagður fram til upplýsinga með ársreikningi 2018 og birtur á heimasíðu sveitarfélagsins. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tók:
    Jón Ingi Sveinsson, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað varðar þennan lið og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:20.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs hvað varðar birtingu lista yfir stærstu birgja ársins 2018, Jón Ingi Sveinsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.
  • Jón Ingi Sveinsson kom inn á fundinn að nýju kl. 13:38.

    Sveitarstjóri fór yfir þær tillögur frá vinnuhópum byggðaráðs sem vísað var til umfjöllunar í byggðaráði.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 907 Lagt fram til kynningar og áframhaldandi vinnslu, m.a. við gerð fjárhagsáætlunar 2020. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Jón Ingi Sveinsson kom inn á fundinn að nýju kl. 16:21.

    Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir upplýsingapóstur til sveitarfélaga frá Fjármála-og efnahagsráðuneytinu þar sem vakin er athygli á nokkrum atriðum varðandi opinber innkaup skv. lögum nr. 120/2016 sem opinberum aðilum eins og sveitarfélögum ber að fara eftir en þann 31. maí taka gildi nýjar viðmiðunarfjárhæðir skv. 1. mgr. 23. gr.laganna. Þá lækka verulega viðmiðunarfjárhæðir sem kveða á um útboðsskyldu.

    Sveitarstjóri greindi frá fjarfundarnámskeiði um opinber innkaup sem Samband íslenskra sveitarfélaga hélt til kynningar laganna sem hann, sviðsstjóri fjármála-og stjórnsýslusviðs og leikskólastjóri Krílakots sátu. Þar var m.a. farið yfir samstarf sveitarfélaga og Ríkiskaupa og hvernig hægt er að þróa það samstarf til hagsbóta fyrir alla aðila.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 907 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sett verði á laggirnar innkauparáð sem hefði eftirfylgni með innkaupum sveitarfélagsins með það að markmiði að innkaup verði markviss, hagstæð og gerð samkvæmt lögum. Byggðaráð felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að koma með drög að hlutverki innkauparáðsins fyrir næsta fund. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 906.fundi byggðaráðs þann 9.maí samþykkti byggðaráð að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að ganga frá drögum að samningi við Dag Óskarsson á grundvelli tilboðs til áframhaldandi leigu á gæsluvallarhúsi við Svarfaðarbraut til eins árs og leggja fyrir byggðaráð.

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að nýjum leigusamningi skv. ofangreindu.

    Þá var lögð fram á fundinum ósk frá sviðsstjóra umhverfis-og tæknisviðs um heimild til að gefa eftir eins mánaðar leigu þar sem húsnæðið nýttist ekki leigutaka til þeirrar starfsemi sem hann stundar í húsinu vegna rafmagnsleysis í mánaðartíma í vor.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 907 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi drög að leigusamningi og felur sviðsstjóra umhverfis-og tæknisviðs að ganga frá málinu.

    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum heimild til sviðsstjóra umhverfis-og tæknisviðs að fella niður leigu eins mánaðar skv. erindinu.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs hvað varðar leigusamning um leigu á gæsluvallarhúsi við Svarfaðarbraut.
    Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs hvað varðar heimild til að fella niður leigu eins mánaðar.
  • Á 906. fundi byggðaráðs þann 9. maí 2019 samþykkti byggðaráð drög að leigusamningi við Gísla, Eirík og Helga ehf. um Ungó til eins árs og vísaði honum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

    Á 314.fundi sveitarstjórnar þann 14.maí 2019 var samþykkt samhljóða tillaga sveitarstjóra um að vísa samningnum til baka til byggðaráðs til fullnaðarafgreiðslu.
    Ástæðan var að upp hafði komið ágreiningur um setustofu í hliðarrými þar sem Leikfélag Dalvíkur hefur geymt viðkvæman tæknibúnað sem þarf að vera í frostfríu rými s.s. stjórnborð, kastara, magnara o.fl. Í auglýsingu um útleigu hússins hafði rýmið ekki verið undanskilið til útleigu.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 907 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að setustofa í hliðarrými verði undanskilið í leigusamningi við Gísla, Eirík og Helga ehf. og verði nýtt sem geymsla fyrir tæknibúnað leikfélagsins. Sveitarstjóra falið að ganga frá leigusamningi við Gísla, Eirík og Helga ehf. eins og hann liggur fyrir. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og drög að fyrirliggjandi leigusamningi við Gísla, Eirík og Helga ehf um leigu á Ungó.
  • Á 905. fundi byggðaráðs þann 2. maí var samþykkt að óska eftir að þjónustu- og upplýsingafulltrúi gerði drög að auglýsingu um útleigu á Sundskála Svarfdæla.
    Fyrir lá áskorun frá Ungmennafélaginu Þorsteini Svörfuði um að Sundskálanum verði fundið hlutverk til framtíðar. Einnig hafði vinnuhópur um Gamla skóla ályktað í sömu veru á 1. fundi hópsins.

    Á fundinum upplýstu sveitarstjóri og varaformaður byggðaráðs að á 2. fundi vinnuhópsins hefði málið verið rætt áfram í vinnuhópnum m.a. í tengslum við upplýsingar frá aðalfundi Hollvinasamtaka Sundskála Svarfdæla.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 907 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum drög að auglýsingu með þeim breytingum sem voru gerðar á fundinum og felur þjónustu-og upplýsingafulltrúa að birta auglýsinguna á heimasíðu sveitarfélagsins. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs hvað varðar auglýsingu um Sundskála Svarfdæla.
  • Sveitarstjóri fór yfir og kynnti stöðu mála hvað varðar eigna-og framkvæmdadeild. Búið er að framlengja frest starfsmanna í niðurlögðum störfum til að sækjast eftir mati í hin nýju störf og hefur það verið kynnt viðkomandi starfsmönnum, sviðsstjórum, viðkomandi stjórnendum og stéttarfélaginu. Starfsmenn töldu að þeir þyrftu lengri frest og var hann framlengdur til loka maí þar sem það er samþykkt sveitarstjórnar að þeir geti óskað eftir mati. Nýja deildin tekur formlega til starfa þegar búið er að ráða í öll störfin þrjú og verður þá nýtt verklag kynnt starfsfólki Dalvíkurbyggðar með formlegum hætti. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 907 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 1.10 201905086 Trúnaðarmál
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 907 Bókað í trúnaðarmálabók.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá AFE dags 8.maí 2019 þar sem leitað er eftir áhuga sveitarfélagsins á að leggja upplýsingar um iðnaðarlóðir ásamt innviðagreiningu í gagnabanka hjá AFE yfir vænlegar staðsetningar undir orkufreka starfsemi í Eyjafirði en líklegt er að aukin raforka komi inn á Eyjafjarðarsvæðið árið 2022. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 907 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra umhverfis-og tæknisviðs og sviðsstjóra veitu-og hafnasviðs að taka saman lista yfir iðnaðarlóðir í sveitarfélaginu ásamt innviðagreiningu og leggja fyrir byggðaráð á næsta fundi. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Árið 2017 og í byrjun árs 2018 var unnið að fjölmenningarstefnu fyrir Dalvíkurbyggð undir stjórn vinnuhóps um málefnið. Snemma árs 2018 var ákveðið að bíða með frekari vinnu þar til málstefna Dalvíkurbyggðar hefði litið dagsins ljós. Hún hefur nú verið samþykkt og því er nauðsynlegt að halda áfram vinnu við að móta fjölmenningarstefnuna. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 907 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vinnu við Fjölmenningarstefnu Dalvíkurbyggðar verði haldið áfram og að vinnuhópurinn verði áfram skipaður Gunnþóri Eyfjörð Gunnþórssyni, forstöðumanni safna og þjónustu-og upplýsingafulltrúa. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs hvað varðar vinnuhóp um Fjölmenningarstefnu Dalvíkurbyggðar.

    Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar. Þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 908, frá 23.05.2019

Málsnúmer 1905014FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
1. liður a)
3. liður sér liður á dagskrá.
9. liður.
11. liður.
12. liður.
15. liður.
16. liður.
  • Á 907. fundi byggðaráðs þann 16. maí s.l. var eftirfarandi bókað meðal annars:
    "Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sett verði á laggirnar innkauparáð sem hefði eftirfylgni með innkaupum sveitarfélagsins með það að markmiði að innkaup verði markviss, hagstæð og gerð samkvæmt lögum. Byggðaráð felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að koma með drög að hlutverki innkauparáðsins fyrir næsta fund. "

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi drög sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að innkaupareglum Dalvíkurbyggðar ásamt tillögu að innkauparáði. Drögin byggja á fyrirmynd af vef Sambands íslenskra sveitarfélaga. Lagt er til að framkvæmdastjórn (sveitarstjóri og sviðsstjórar) skipi innkauparáðið og fjalli um innkaupamál á reglulegum fundum sínum sem eru að jafnaði einu sinnu í viku á mánudagsmorgnum.

    Til umræðu ofangreint.


    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 908 a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum þá tillögu að framkvæmdastjórn verði innkauparáð Dalvíkurbyggðar.
    b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa fyrirliggjandi drögum að innkaupareglum til framkvæmdastjórnar til skoðunar.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um innkauparáð.
  • Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti:
    a) Stöðu bókhalds í samanburði við áætlun, janúar - apríl 2019, með þeim viðaukum sem samþykktir hafa verið það sem af er árs.
    b) Útsvarsgreiðslur janúar - apríl 2019 í samanburði við sama tímabil árið 2018. Hækkun útsvars hjá Dalvíkurbyggð er 3,97% á milli ára, á verðlagi hvors árs fyrir sig, en meðaltals hækkun hjá sveitarfélögum á landinum er 5,53% miðað við útreikninga byggða á upplýsingum af vef Sambands íslenskra sveitarfélaga.
    c) Farið var yfir stöðugildisheimildir janúar - apríl 2019 og launakostnað í samanburði við launaáætlun janúar - apríl 2019.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 908 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá skólastjóra Árskógarskóla, dagsett þann 14. maí 2019, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2019 að upphæð kr. 3.014.258 vegna veikindalauna, deild 04240. Um er að ræða kostnað vegna tímabundinnar ráðningar, 100% starf, frá júní og til loka árs 2019. Lagt er til að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
    Heildarviðaukinn vegna annarra breytinga á launum samkvæmt kjarasamningum er kr. 3.563.277, með vísan í skýringar frá launafulltrúa.

    Til umræðu ofangreint.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 908 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun deildar 04240 vegna 2019, viðauka nr. 10 /2019, að upphæð kr. 3.563.277 og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
  • Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra félagsmálasviðs, dagsett þann 14. maí 2019, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2019:
    a) Óskað er eftir viðauka við lykil 02180-9161, húsaleigubætur 15-17 ára, þannig að heimildin verði kr. 4.087.000 en er kr. 0 á þessum lykli. Bókfærð staða er kr. 1.362.800. Heimild vegna húsaleigubóta er nú kr. 1.500.000 og bókað kr. vegna húsleigubóta 15-17 ára og sérstakra húsaleigubóta kr. 1.773.981.
    b) Óskað er eftir viðauka við laun félagsmálaráðs. Við gerð fjárhagsáætlunar 2019 voru laun vegna formanns félagsmálaráðs ekki rétt skilgreind í þarfagreiningu. Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 127.815 til að leiðrétta áætlunina.


    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 908 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu og fá frá sviðsstjóra félagsmálasviðs rýni á málaflokkinn í heild og hvort hægt sé að mæta þessum viðaukum með því að lækka aðrar deildir innan málaflokksins á móti. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 907. fundi byggðaráðs þann 16. maí s.l. var til umfjöllunar tímarammi og auglýsing vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2019 og þriggja ára áætlun 2020-2023. Samkvæmt tímarammanum á byggðaráð að fjalla um verkefni, framkvæmdir, áherslur, stefnu, verklag og markmið á tímabilinu 16.05.2019 - 12.09.2019.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 908 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 2.6 201903080 Trúnaðarmál
    Bókað í trúnaðarmálabók. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 908
  • Á 906. fundi byggðaráðs þann 9. maí 2019 var eftirfarandi bókað:
    "Tekinn fyrir rafpóstur frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsettur þann 30. apríl 2019, þar sem vakin er athygli á því að Grænbók um stefnu ríkisins í málefnum sveitarfélaga hefur verið lögð fram í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Þær umræður og ábendingar sem fram koma í tengslum við umræðuskjalið verða nýttar til að fullvinna drög að tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga. Hlekkur á grænbók í samráðsgátt stjórnvalda: https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=1375 Frétt um málið: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/04/30/Graenbok-um-stefnu-i-malefnum-sveitarfelaga-birt-i-samradsgatt/?fbclid=IwAR1QShn0V5eSkpA5nVpDogORNc691Nn88xFizfC8f-tSX8ZPQ13Gvu3v4Lw Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að rýna Grænbókina og leggja fyrir byggðaráð drög að umsögn Dalvíkurbyggðar. "

    Með fundarboði fylgdi umræðupunktar og spurningar (vinnugögn innanhúss) varðandi umfjöllun um ofangreint.


    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 908 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir umsögn frá íbúum sveitarfélagsins um Grænbókina með auglýsingu á vefmiðlum sveitarfélagsins. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Með fundarboði byggðaráðs fylgdi stefnumótandi byggðaráætlun ríksstjórnar fyrir árin 2018-2024 með aðgerðaráætlun.

    Til umfjöllunar ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 908 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 21. maí 2019, þar sem boðað er til stofnfundar samstarfsvettvangs sveitarfélaga fyrir heimsmarkmiðin og loftlagsmál. Stofnfundurinn verður 19. júní n.k. kl. 13:00 til 14:30 í Reykjavík. Dagskrá fundarins verður ásamt fundarstað kynnt síðar. Fundarþátttaka á skype verður í boði fyrir þá sem vilja. Þau sveitarfélög sem vilja gerast aðilar tilnefna 1-2 tengiliði. Skráningarfrestur fyrir tengiliði og á stofnfundinn er til og með 14. júní n.k.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 908 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Dalvíkurbyggð verði aðili og að sveitarstjóri verði tengiliður Dalvíkurbyggðar. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tók:
    Katrín Sigurjónsdóttir.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um aðild að samstarfsvettvangi sveitarfélaganna fyrir heimsmarkmiðin og loftlagsmál.
  • Tekin fyrir skýrsla sem var unnin fyrir Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, samanber rafpóstur dagsettur þann 14. maí 2019, þar sem fram kemur að framkvæmd sóknaráætlana landshluta hefur almennt tekist vel frá árinu 2015. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 908 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 907. fundi byggðaráðs þann 16. maí 2019 var eftirfarandi bókað:
    "Tekinn fyrir rafpóstur frá AFE dags 8.maí 2019 þar sem leitað er eftir áhuga sveitarfélagsins á að leggja upplýsingar um iðnaðarlóðir ásamt innviðagreiningu í gagnabanka hjá AFE yfir vænlegar staðsetningar undir orkufreka starfsemi í Eyjafirði en líklegt er að aukin raforka komi inn á Eyjafjarðarsvæðið árið 2022. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra umhverfis-og tæknisviðs og sviðsstjóra veitu-og hafnasviðs að taka saman lista yfir iðnaðarlóðir í sveitarfélaginu ásamt innviðagreiningu og leggja fyrir byggðaráð á næsta fundi. "

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga sviðsstjóranna, dagsett þann 21. maí 2019, hvað varðar kortlagningu iðnaðarlóða í Dalvíkurbyggð samkvæmt gildandi Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar. Þrjú svæði koma til greina að þeirra mati; Svæði 649 - I; iðnaðarsvæði á Hrísamóum við Dalvík, svæði 805 - I; svæði ofan Árskógssands; svæði 755-Íb; svæði norðan Hauganess.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 908 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda samantekt og leggur til að skýringarmyndir fylgi með til upplýsingar. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tóku:
    Katrín Sigurjónsdóttir.
    Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um samantekt iðnaðarlóða í Dalvíkurbyggð.
  • Tekið fyrir erindi frá Ríkiskaupum, rafbréf dagsett þann 17. maí 2019, þar sem fram kemur að Ríkiskaup eru að undirbúa útboð á raforkukaupum. Að þessu sinni vilja Ríkiskaup bjóða þeim sveitarfélögum sem þess óska og eru aðilar að rammasamningakerfi Ríkiskaupa að taka þátt í útboðinu.Við gerð útboðsins verður tekið tillit til núverandi samninga sveitarfélaga og ákvæða vegna uppsagnarfresta ef til mögulegra aðilaskipta kemur. Þátttaka í útboðinu er núverandi rammasamningsaðilum að kostnaðarlausu. Óski sveitarfélagið eftir að taka þátt í ofangreindu útboði þá er óskað eftir svörum sem fyrst eða fyrir 31. maí.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 908 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Dalvíkurbyggð taki þátt í ofangreindu útboði. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs hvað varðar aðild að útboði Ríkiskaupa á raforkukaupum.
  • Tekið fyrir erindi frá Jóhannesi Jóni Þórarinssyni, dagsett þann 20. maí 2019, þar sem tilkynnt er að brúin yfir Holá sem liggur að Holárkotsafrétt skemmdist í krapaflóði þann 30. nóvember 2018. Brúin fór af í heilu lagi og flaut um 100 metra með flóðinu. Óskað er eftir fjármagni til að koma brúnni í gagnið aftur, en gera má ráð fyrir að kostnaður sé allt að kr. 340.000 með vinnu og efni. Brúin hefur verið í notkun um síðast liðin 100 ár og þjónar ferðamönnum sem leið eiga að Steinboganum í Skíðadal og eins yfir fjallveg niður í Hörgárdal sem og fjáreigendum í dalnum.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 908 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til skoðunar sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá slökkviliðsstjóra Dalvíkurbyggðar, dagsett þann 21. maí 2019, þar sem fram kemur að í gildandi brunavarnaráætlun fyrir Dalvíkurbyggð fyrir árin 2016-2020 er fyrirhugað að endurnýja 64-132 Ford slökkviliðsbifreið liðsins árið 2018, en bifreiðin er 27 ára. Óskað er eftir að í fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 verði gert ráð fyrir fjármagni til endurnýjunar á slökkvibíl, ekki liggur fyrir endanlegur kostnaður en kostnaður liggur á verðbilinu 35 -55 m.kr. án vsk.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 908 Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2020-2023. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá Atvinnuþróunar Eyjafjarðar, dagsettur þann 20. maí 2019, þar sem boðað er til aðalfundar fimmtudaginn 6. júní n.k. kl. 15:00 á Siglufirði.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 908 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sveitarstjóri sæki fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar og fari með umboð sveitarfélagsins á fundinum. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
  • Tekið fyrir aðalfundarboð frá Menningarfélaginu Bergi ses, dagsett þann 13. maí 2019, þar sem boðað er til aðalfundar 21. maí n.k. k1. 14:00 í Menningarhúsinu Bergi.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 908 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að sækja fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar og fara með umboð sveitarfélagsins á fundinum. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
  • Tekinn fyrir rafpóstur dagsettur þann 20. maí 2019 frá nefndasviði Alþingis þar sem Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um matvæli (sýklalyfjanotkun), 753. mál.
    Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 3. júní nk.

    Til umræðu.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 908 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis þar sem Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007 (hækkun lífeyris), 844. mál.- Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 3. júní nk.

    Til umræðu.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 908 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur, dagsettur þann 17. maí 2019, frá nefndasviði Alþingis þar sem Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um stöðu barna 10 árum eftir hrun, 256. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 3. júní nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is

    Til umræðu.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 908 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Lagðar fram til kynningar fundargerð stjórnar nr. 219 frá 9. apríl 2019, fundargerð aukaaðalfunar frá 9. apríl 2019 ásamt skýrslu stjórnar. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 908 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar. Þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn. Liður 3 er sér liður á dagskrá.

3.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 909, frá 06.06.2019

Málsnúmer 1906004FVakta málsnúmer

1. liður a) og b) er sér liður á dagskrá.
5. liður.
7. liður.
9. liður.
10. liður.
11. liður.
13. liður.
15. liður.
  • Á 908. fundi byggðaráðs þann 23.maí 2019 var eftirfarandi bókað:
    "Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra félagsmálasviðs, dagsett þann 14. maí 2019, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2019: a) Óskað er eftir viðauka við lykil 02180-9161, húsaleigubætur 15-17 ára, þannig að heimildin verði kr. 4.087.000 en er kr. 0 á þessum lykli. Bókfærð staða er kr. 1.362.800. Heimild vegna húsaleigubóta er nú kr. 1.500.000 og bókað kr. vegna húsleigubóta 15-17 ára og sérstakra húsaleigubóta kr. 1.773.981. b) Óskað er eftir viðauka við laun félagsmálaráðs. Við gerð fjárhagsáætlunar 2019 voru laun vegna formanns félagsmálaráðs ekki rétt skilgreind í þarfagreiningu. Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 127.815 til að leiðrétta áætlunina. Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu og fá frá sviðsstjóra félagsmálasviðs rýni á málaflokkinn í heild og hvort hægt sé að mæta þessum viðaukum með því að lækka aðrar deildir innan málaflokksins á móti."

    Lögð fram samantekt sviðsstjóra félagsmálasviðs á stöðu málaflokksins í heild ásamt viðaukabeiðnum skv.liðum a) og b) hér að ofan.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 909 a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun deildar 02180 lykil 9161 vegna 2019, viðauka nr. 11/2019, að upphæð kr. 2.724.200 og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé. Bókfærð staða er við umsókn um viðauka kr. 1.362.800 og sú fjárhæð er því dregin frá ofangreindri beiðni um viðauka þar sem ekki er heimilt að leiðrétta áætlun fyrir þeim kostnaði sem fallinn er til. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

    b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun deildar 02020 lykil 1030 vegna 2019, viðauka nr. 12/2019, að upphæð kr. 127.815 og að honum sé mætt með lækkun á lið 02010-4311, lögfræðiþjónusta. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
  • 3.2 201903080 Trúnaðarmál
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 909 Bókað í trúnaðarmálabók
  • 3.3 201905146 Trúnaðarmál
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 909 Bókað í trúnaðarmálabók.
  • 3.4 201901070 Trúnaðarmál
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 909 Bókað í trúnaðarmálabók.
  • Jón Ingi Sveinsson vék af fundi undir þessum lið kl. 08:17.

    Með fundarboði fylgdu upplýsingar um samskipti sveitarstjóra, fyrir hönd Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses, við Íbúðalánasjóð, Lánasjóð sveitarfélaga vegna fjármögnunar framkvæmda Leiguíbúðanna.
    Fyrir liggur að Lánasjóður sveitarfélaga lánar ekki til hses félaga. Einnig liggur fyrir að vegna stofnframlags frá Ríkinu er ekki hægt að taka félagið úr rekstrarforminu hses nema endurgreiða stofnframlagið.
    Þá lagði sveitarstjóri fram mat KPMG á lántöku fyrir félagið.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 909 Byggðaráð samþykkir með 2 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála-og stjórnsýslusviðs að óska eftir láni hjá Lánasjóði sveitarfélaga fyrir aðalsjóð sem nemur lánsþörf Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses. Á móti yrði gerð krafa á Leiguíbúðir Dalvíkurbyggðar hses í reikningum sveitarfélagsins.

    Jón Ingi Sveinsson greiðir ekki atkvæði vegna vanhæfis.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tók:

    Jón Ingi Sveinsson, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:30.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um lántöku vegna Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses, Jón Ingi Sveinsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.
  • Tekið fyrir erindi til sveitarstjórnar dags 31.05.2019 frá Hjalta Þórarinssyni Markaðsstofu Norðurlands f.h. Flugklasans Air 66N. Markmið klasans er að koma á beinu millilandaflugi um Akureyrarflugvöll allt árið um kring til framtíðar. Klasinn var stofnaður árið 2011 og síðan þá hefur mikið starf verið unnið til þess að búa í haginn og byggja upp svæðið til þess að taka á móti flugi beint til Norðurlands.
    Óskað er eftir framlagi til Flugklasans frá sveitarfélaginu sem nemur 300 kr á hvern íbúa á ári í 3 ár (2020-2023).
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 909 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa erindinu til Atvinnumála-og kynningarráðs. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Jón Ingi Sveinsson kom inn á fundinn að nýju kl. 16:31.

    Lagt fram til kynningar.
  • Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kom inn á fundinn undir þessum lið kl. 08:30

    Meðfylgjandi fundarboði var minnisblað frá íþrótta-og æskulýðsfulltrúa vegna launa nemenda í vinnuskóla ásamt launaútreikningi 2019.
    Í minnisblaðinu kemur fram að gerður hefur verið samanburður við nágrannasveitarfélögin og leggur íþrótta-og æskulýðsfulltrúi til hækkun á launatöxtum í vinnuskóla til að jafna þann samanburð. Hægt er að mæta hækkuninni innan fjárhagsliðsins þar sem færri nemendur sóttu um í vinnuskólanum en reiknað hafði verið með við gerð fjárhagsáætlunar. Þá væri í framhaldinu hægt, í kjölfar nýrra kjarasamninga, að setja nýjar reglur um uppreikning launa ár hvert.

    Eftirfarandi er lagt til fyrir árið 2019 hvað varðar launataxta per klst:
    8. bekkur 650 kr.
    9. bekkur 750 kr.
    10. bekkur 1.050 kr.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 909 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hækka laun í vinnuskóla fyrir sumarið 2019 í samræmi við ofangreint og umræður á fundinum. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs hvað varðar laun vinnuskóla 2019 þannig:
    Laun per klst: 8. bekkur 650 kr. 9. bekkur 750 kr. 10. bekkur 1.050 kr.
  • Tekinn fyrir rafpóstur dags. 1.júní 2019 frá Slysavarnadeildinni á Dalvík hvar kynntar eru niðurstöður umferðaþings sem deildin hélt í samvinnu við nemendur Dalvíkurskóla föstudaginn 25.apríl 2019. Umferðaþingið er afrakstur heimsráðstefnu í slysavörnum sem var haldin í Tailandi í nóvember 2018 en tveir fulltrúar slysavarnardeildarinnar sóttu ráðstefnuna. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 909 Byggðaráð lýsir ánægju sinni með þessa vinnu og vísar niðurstöðum umferðarþingsins til Umhverfisráðs. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 908.fundi byggðaráðs þann 23.maí 2019 var tekið fyrir erindi frá Jóhannesi Jóni Þórarinssyni, dagsett þann 20. maí 2019, þar sem tilkynnt var að brúin yfir Holá sem liggur að Holárkotsafrétt skemmdist í krapaflóði þann 30. nóvember 2018. Óskað var eftir fjármagni til að koma brúnni í gagnið aftur, en gera má ráð fyrir að kostnaður sé allt að kr. 340.000 með vinnu og efni.
    Byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til skoðunar sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs.

    Sveitarstjóri lagði fram frekari upplýsingar frá sviðsstjóra umhverfis-og tæknisviðs og frá Jóhannesi Jóni Þórarinssyni.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 909 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu sviðsstjóra umhverfis-og tæknisviðs að kostnaður vegna ofangreinds tjóns allt að kr. 340.000 verði færður á deild 13210 með því skilyrði að það rúmist innan fjárhagsáætlunar 2019. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs hvað varðar kostnað við brú yfir Holá.
  • 3.10 201905136 Veiðileyfi 2019
    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi úthlutun veiðileyfa til Dalvíkurbyggðar, dagsett þann 11. apríl 2019, frá Stangveiðifélagi Akureyrar vegna Svarfaðardalsár - svæði 1. Um er að ræða 19 stangir á tímabilinu 9. júlí 2019 til og með 8. september 2019.
    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 909 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að ofangreind leyfi Dalvíkurbyggðar verði auglýst laus til umsóknar fyrir íbúa Dalvíkurbyggðar 67 ára og eldri og fyrir ungmenni 18 og yngri.
    Þjónustu-og upplýsingafulltrúa falið að auglýsa veiðileyfin laus til umsóknar á heimasíðunni og dregið verði úr umsóknum fyrir hvern veiðidag. Umsóknarfrestur er til og með 30. júní n.k.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs hvað varðar veiðileyfi og úthlutn þeirra.
  • Tekið fyrir erindi dags. 24. maí 2019 frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra þar sem óskað er umsagnar um tækifærisleyfi í Höfða samkomuhúsi fyrir Eydísi Ósk Jónsdóttur kt. 121082-5359 vegna sumarballs/dansleiks fyrir 16 ára og eldri þann 15. júní 2019. Fyrir liggja umsagnir byggingarfulltrúa og umsögn eldvarnareftirlits án athugasemda. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 909 Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við að umrætt tækifærisleyfi sé veitt. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs hvað varðar tækifærisleyfi vegna Höfða.
  • Tekinn fyrir rafpóstur dags. 13.05.2019 frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra þar sem staðfestist að Þór Ingvason kt. 180662-4649 Bakka Svarfaðardal, hefur sagt upp rekstrarleyfi nr. LG-REK-009965 frá 26. apríl 2019 vegna Bakka í Svarfaðardal. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 909 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 3.13 201905161 Aðalfundarboð 2019
    Boðað er til aðalfundar BHS ehf. sem verður haldinn fimmtudaginn 6. júní 2019 kl: 20.00 að Fossbrún 2 Árskógsströnd. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 909 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að formaður byggðaráðs, Jón Ingi Sveinsson, fari með umboð Dalvíkurbyggðar á aðalfundinum. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
  • Boðað er til aðalfundar Landskerfis bókasafna hf. 2019 þann 29. maí kl. 14:00 að Katrínartúni 2, 105 Reykjavík. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 909 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir bréf dags. 13.maí 2019 frá Mr. Bartosz Romowicz, bæjarstjóra Ustrzyki Dolne Town í Póllandi þar sem óskað er eftir samstarfi á milli Dalvíkurbyggðar og Ustrzyki Dolne Commune. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 909 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna erindinu þar sem sveitarfélagið er nú þegar í formlegu vinabæjarsamstarfi. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að hafna vinabæjarsamstarfi við Ustrzyki Dolne Town í Póllandi .
  • Tekið fyrir bréf dags. 27. maí 2019 frá Gerard Pokruszynski, sendiherra Póllands á Íslandi þar sem óskað er eftir því að kennd verði pólska í skólum sveitarfélagsins sem annað mál, eða sem valgrein fyrir tvítyngda nemendur. Einnig er óskað eftir að tengsl landanna og samfélaganna í efnahagsmálum og menningarmálum verði efld. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 909 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa erindinu til Fræðsluráðs. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 3.17 201905134 Frá UNICEF á Íslandi
    Tekinn fyrir rafpóstur dags. 20.maí 2019 frá UNICEF á Íslandi þar sem öll sveitarfélög á Íslandi eru hvött til að setja sér heildstætt og samræmt verklag, vegna gruns um ofbeldi og vanrækslu fyrir allar stofnanir sem starfa með börnum. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 909 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa erindinu til Félagsmálaráðs. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Fundargerð 871. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 29. maí 2019 lögð fram til kynningar. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 909 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar. Þeir liðir í fundargerðinni sem ekki þarfnast afgreiðslu eru lagðir fram til kynningar, 1. liður a) og 1. liður b) eru sér liðir á dagskrá.

4.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 910, frá 13.06.2019

Málsnúmer 1906007FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
6. liður.
  • Tekið fyrir erindi frá Skíðafélagi Dalvíkur, bréf dagsett þann 11.júní 2019. Erindið er í þremur liðum og er óskað eftir umfjöllun um þá:

    Liður A: Rekstrarvandinn í dag og lausn hans.
    Liður B: Nýr samningur
    Liður C: Viðhald og framkvæmdir í fólkvanginum, á skíðasvæðinu og nærumhverfi Brekkusels.

    Þá eru lögð fram með erindinu fjögur fylgiskjöl með upplýsingum um stöðu mála ásamt aðsóknartölum og framlögum í samanburði við önnur skíðasvæði á landinu af sambærilegri stærð.

    Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi sem hún átti ásamt sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs með Snæþóri Arnþórssyni, Elísu Rún Ingvarsdóttur og Gerði Olofsson frá Skíðafélagi Dalvíkur.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 910 a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa þessum lið til sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs.
    b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa þessum lið til íþrótta- og æskulýðsráðs.
    c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa þessum lið til umhverfis- og tæknisviðs.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Til máls tók:
    Katrín Sigurjónsdóttir.

    Lagt fram til kynningar.
  • 4.2 201710074 Jafnlaunavottun
    Í óformlegum vinnuhópi fyrir jafnlaunavottun eru sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, launafulltrúi og sviðsstjóri félagsmálasviðs. Vinnuhópurinn hefur nú þegar hafið vinnu við að uppfylla kröfur um jafnlaunavottun en þeirri vinnu þarf að ljúka fyrir lok árs 2019.

    Sviðsstjóri fjármála-og stjórnsýslusviðs sagði frá námskeiði um jafnlaunavottun sem hún og launafulltrúi sátu á Akureyri í 17. maí s.l. og stöðu mála.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 910 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir tilboðum í ráðgjöf og aðstoð við gerð jafnlaunavottunar annars vegar og hins vegar í jafnlaunavottun. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 4.3 201903080 Trúnaðarmál
    Bókað í trúnaðarmálabók. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 910
  • Farið yfir flokkun á tillögum vinnuhópa vegna skoðunar á rekstri og starfsemi Dalvíkurbyggðar í tengslum við fjárhagsáætlunarvinnu 2020 - 2023.

    Sveitarstjóri fór yfir stöðu þeirra mála sem eru á ábyrgðasviði hans í tillögunum.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 910 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Samkvæmt tímaramma fjárhagsáætlunar 2020 og þriggja ára áætlun 2021-2023 eiga að vera til umfjöllunar frumdrög að fjárhagsrömmum.

    Með fundarboði fylgdi yfirlit sem sýnir samanburð á málaflokkum með rauntölum áranna 2016 - 2019 í samanburði við fjárhagsáætlanir hvers árs fyrir sig og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir samantektina.

    Með fundarboði fylgdi einnig þjóðhagsspá að sumari 2019, dagsett 10.05.2019.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 910 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 908. fundi byggðaráðs þann 23.maí 2019 samþykkti byggðaráð að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að rýna Grænbókina, sem nú er í samráðsgátt stjórnvalda, og leggja fyrir byggðaráð drög að umsögn Dalvíkurbyggðar. "

    Með fundarboði fylgdu drög að umsögn frá Dalvíkurbyggð um Grænbók. Tekið til umræðu.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 910 Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi drög að umsögn Dalvíkurbyggðar. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tók:
    Katrín Sigurjónsdóttir.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs hvað varðar umsögn um Grænbók um stefnu í málefnum sveitarfélaga.
  • Á 871. fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var miðvikudaginn 29. maí sl., var samþykkt að boða til aukalandsþings til að ræða tillögu að stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga.
    Með fundarboði fylgdi boð til XXXIV. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga og verður það haldið föstudaginn 6. september 2019 á Grand hótel Reykjavík. Landsþingið hefst kl. 10:30 að morgni og stefnt er að því að þingstörfum ljúki um kl. 15:00 sama dag.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 910 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar. Þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

5.Atvinnumála- og kynningarráð - 45. fundur, frá 05.06.2019.

Málsnúmer 1906003FVakta málsnúmer

  • Á 44. fundi Atvinnumála- og kynningarráðs samþykkti ráðið samhljóða með 4 atkvæðum aðild að viðburði í tengslum við opnun á ACW á Degi hafsins í samvinnu við Hafnasjóð Dalvíkurbyggðar. Kostnaði vísað á lið 21500-4915. Norðurstrandarleiðin, Arctic Coast Way verður opnuð við hátíðlega athöfn þann 8. júní nk. Atvinnumála- og kynningarráð - 45. fundur Mikið var rætt um hvort tímasetningin 8. júní henti fyrir viðburð í Dalvíkurbyggð þar sem margt annað á sér stað þessa helgi og því margir uppteknir. Markmiðið var að hreinsa fjörurnar á Dalvík, Árskógssandi og Hauganesi og bjóða uppá lifandi tónlist. Atvinnumála- og kynningaráð fagnar því mjög nýju samstarfsverkefni Fiskidagsins mikla og Arctic Adventures og hvetur til almenningsþátttöku. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 310. fundi sveitarstjórnar þann 19. febrúar 2019 voru reglur Dalvíkurbyggðar um nýsköpunar- og þróunarsjóð staðfestar.
    Á 43. fundi Atvinnumála- og kynningarráðs fól ráðið þjónustu- og upplýsingafulltrúa að auglýsa eftir umsóknum í sjóðinn í samræmi við gildandi reglur.
    Atvinnumála- og kynningarráð - 45. fundur Atvinnumála- og kynningaráð auglýsti opið fyrir umsóknir í Nýsköpunar- og þróunarsjóð Dalvíkurbyggðar þann 30. apríl sl. Umsóknarfrestur var auglýstur í einn mánuð og síðasti dagur til umsóknar því 30. maí.
    Engar umsóknir bárust í sjóðinn að þessu sinni. Auglýst var á heimasíðu og facebook-síðu Dalvíkurbyggðar.
    Niðurstaða lögð fram til kynningar og í framhaldi rætt um möguleikann á að auglýsa sjóðinn á fleiri stöðum á næsta ári.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Atvinnumála- og kynningarráð - 45. fundur Lagt fram til kynningar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 42. fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 6. mars 2019 var eftirfarandi bókað:
    "Á 309. fundi sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar þann 15. janúar 2019 var Atvinnustefna Dalvíkurbyggðar samþykkt samhljóða.

    Á fundinum var til umræðu ofangreind stefna og næstu skref út frá aðgerðaáætlun stefnunnar. Farið var yfir þau verkefni sem tilgreind eru í áætluninni.
    Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir með 5 atkvæðum að fela þjónustu- og upplýsingafulltrúa að vinna drög að upplýsingasíðu fyrir ferðamenn inn á heimasíðu Dalvíkurbyggðar."


    Atvinnumála- og kynningarráð - 45. fundur Þjónustu- og upplýsingafulltrúi lagði fram til kynningar stöðu upplýsingasíðu eins og hún lítur út í dag. Verkefnið er komið vel á veg og lofar góðu.
    Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að fela þjónustu- og upplýsingafulltrúa að klára verkefnið sem fyrst og koma því síðan áleiðis til þeirra sem starfa á ferðamannastöðum í Dalvíkurbyggð og nágrenni. Þá mætti einnig koma upplýsingasíðunni áleiðis til fyrirtækja á borð við Markaðstofu Norðurlands sem Dalvíkurbyggð er aðili að.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar nr. 231 og nr. 232. Atvinnumála- og kynningarráð - 45. fundur Lagt fram til kynningar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar nr. 51 Atvinnumála- og kynningarráð - 45. fundur Lagt fram til kynningar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því allir liðir hennar lagðir fram til kynningar í sveitartjórn.

6.Félagsmálaráð - 229, frá 14.05.2019

Málsnúmer 1905007FVakta málsnúmer

  • 6.1 201905058 Trúnaðarmál
    Trúnaðarmál - 201905058

    Bókað í trúnaðarmálabók.
    Félagsmálaráð - 229
  • 6.2 201905080 Trúnaðarmál
    Trúnaðarmál - 201905080

    Bókað í trúnaðarmálabók.
    Félagsmálaráð - 229
  • 6.3 201905082 Trúnaðarmál
    Trúnaðarmál nr. 201905082

    Bókað í trúnaðarmálabók
    Félagsmálaráð - 229
  • Lagt fram erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu dags. 23. apríl 2019. Þar kemur fram að töluverðar breytingar hafi verið gerðar á reglum um fjármál sveitarfélaga við gildistöku núgildandi sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Snéru þær ekki síst að fjárhagsáætlunum sveitarfélaga, en þær eru grundvöllur allra fjárhagslegra ráðstafana þeirra, bæði hvað varðar tekjustofna og útgjöld. Kveðið er á um með skýrum hætti að fjárhagsáætlun næstkomandi árs sé bindandi um allar fjárhagslegar ráðstafanir af hálfu sveitarfélagsins á því ári og óheimilt sé að víkja frá fjárhagsáætlun nema sveitarstjórn hafi áður samþykkt viðauka við áætlunina. Einnig var kynnt frumkvæðisathugum ráðuneytis frá því í janúar 2018 á því hvort og hvernig fjárhagsáætlun þeirra sveitarfélaga þar sem misræmi á innsendum fjárhagsáætlunum sveitarfélaga fyrir árið 2016 og ársreikningum þeirra fyrir sama ár. Ráðuneytið telur á hinn bóginn einnig mikilvægt að kynna öðrum sveitarfélögum þessa niðurstöðu og hvetja þau til að gæta þess að fjármálastjórn sé ávallt í fullu samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga og reglugerðar um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga nr. 1212/2015.
    Erindi þetta var einnig tekið fyrir á 905. fundi Byggðarráðs þar sem var bókað: Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til upplýsingar og skoðunar í öllum fagráðum sveitarfélagsins og til stjórnenda.
    Félagsmálaráð - 229 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir rafbréf dags 23.apríl 2019 frá Gæða- og eftilitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar (GEF) varðandi ný lög um þjónustu við fatlað fólk og uppfærð lög um félagsþjónustu sveitarfélaga sem setja mun skýrari ramma en áður var um eftirlit með gæðum og öryggi félagsþjónustu. Samkvæmt lögum ber þeim aðilum sem þegar eru í rekstri og veita þjónustu samkvæmt þeim að sækja um starfsleyfi innan 6 mánaða frá gildistöku reglugerðar um starfsleyfi. Félagsmálaráð - 229 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir rafbréf dags. 23.apríl 2019 frá Gæða- og eftilitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar (GEF) þar sem fram kemur að 1. október sl. tóku gildi ný lög nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Lagasetningin var liður í fullgildingu mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Í lögunum er lögð áhersla á að meta einstaklingsbundnar þjónustuþarfir og að hvert tilvik sé metið í samráði við þann sem í hlut á til þess að veitt þjónusta samræmist þörfum og óskum viðkomandi. Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar (GEF) hafa borist nokkrar ábendingar vegna framkvæmdar sveitarfélaga á lögum um málefni fatlaðs fólks með langvarandi stuðningsþarfir. Ábendingarnar hafa beinst að því að á skorti að sveitarfélög fari eftir ákvæðum laganna um málsmeðferð. Félagsmálaráð - 229 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Samgöngu- og sveitárstjórnarráðuneytinu dags. 4.apríl 2019 um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk 2019.
    Um síðastliðin áramót tók í gildi ný reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga nr. 1088/2018. Í 14. gr er fjallað um útgjaldajöfnunarframlög sjóðsins, þar kemur inn nýtt viðmið sem ætlað er að komi til móts við kostnað vegna aktursþjónustu fatlaðs fólks úr dreifbýli.
    Félagsmálaráð - 229 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir rafbréf frá nefndarsviði Alþingis dags. 30.apríl 2019. Velferðarnefnd sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar 2019-2022, 771. mál. Félagsmálaráð - 229 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir rafbréf frá Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar dags. 30.apríl 2019. Erindi þetta er stílað á notendaráð fatlaðs fólks. En þann 14. febrúar 2019 barst Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverdnar umsókn frá NPA miðstöðinni um starfsleyfi til að starfrækja umsýslu með notendastýrðri persónulegri aðstoð,en umsóknin er lögð fram skv. 7.gr. laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Í samræmi við 6.gr. reglugerðar nr. 1033/2018 um starfsleyfi er nú óskað eftir umsögn notendaráðs fatlaðs fólks í þessu umdæmi. Þar sem NPA miðstöðin hyggst bjóða upp á þjónustu á landinu öllu, er beiðni þessi send til allra félagsþjónustuumdæma. Notendaráð skulu skv. 42.gr. laga um félagsþjónustu starfrækt til að tryggja aðkomu hagsmunasamtaka notenda við stefnumörkum og áætlanagerð sveitarfélags í málefnum er varðar meðlimi þeirra. Óskað er eftir umsögn Notendaráðs innan 4ja vikna frá móttöku þessa bréfs og í umsögn komi fram hvort mælt er með veitingu starfsleyfis til NPA miðstöðvar. Félagsmálaráð - 229 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Félagsmálastjóri lagði fram 3 mánaða stöðumat á fjárhagsáætlun félagsmálasviðs fyrir janúar-mars árið 2019. Félagsmálaráð - 229 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi dags. 17. apríl 2019 frá Kvennaathvarfi. Meðfylgjandi bréfinu voru eintök af bæklingum sem Kvennaathvarfið hefur látið útbúa fyrir einstaklinga sem til félagsþjónustunnar leita. Bæklingarnir bera nafnið: Fyrir hverja er kvennaathvarfið, þýddur á 7 tungumál. Börn sem búa við ofbeldi á heimilum, á íslensku og ensku og bæklingur sem ber nafnið Skiptu þér af!.
    Bæklingarnir eru einnig aðgengilegir undir flipanum "fræðsluefni" á heimasíðu athvarfsins: www.kvennaathvarf.is. Mikið er til af fræðsluefni á heimasíðunni svo sem skilgreiningar á heimilisofbeldi, rannsóknir og efni tengt börnum og heimilisofbeldi. Hluti efnisins hefur verið þýddur á arabísku, ensku, pólsku, rússnesku, spænsku og tælensku. Sérstaklega er bent á teiknimyndina "Tölum um ofbeldi" sem Kvennaathvarfið lét gera en markmið hennar er að koma ákveðnum skilaboðum til barna og einnig að gera þann hóp barna sem býr við heimilisofbeldi sýnilegra í samfélaginu.
    Félagsmálaráð - 229 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar. Eru því allir liðir hennar lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

7.Félagsmálaráð - 230, frá 23.05.2019

Málsnúmer 1905013FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
3. liður er sér liður á dagskrá.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar sendi félagsmálaráði Dalvíkurbyggðar erindi dags. 12. febrúar 2019 þar sem ráðinu er boðið til sameiginlegs fundar. Félagsmálaráð Dalvíkurbyggðar tók erindið fyrir á fundi sínum 14. mars og þáði boðið með þökkum.
    Tilgangur fundarins er að ræða sameiginleg verkefni á sviði félagsþjónustu sveitarfélaganna með áherslu á málefni fatlaðs fólks.
    Fundinn sátu auk félagsmálaráðs Dalvíkurbyggðar; Félagsmálanefnd Fjallabyggðar:Ingvar Ágúst Guðmundsson, Díana Lind Arnarsdóttir, Hrafnhildur Ýr Denke Vilbertsdóttir, formaður, og Friðfinnur Hauksson.
    Auk þess sat fundinn Hjörtur Hjartarson, deildarstjóri fjölskyldudeildar Fjallabyggðar
    Félagsmálaráð - 230 Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Félagsmálastjóri Dalvíkurbyggðar, Eyrún Rafnsdóttir og deildarstjóri fjölskyldudeildar Fjallabyggðar, Hjörtur Hjartarson, kynna samstarfssamning sveitarfélaganna um þjónustu við fatlað fólk. Markmið samningsins er að samþætta þjónustu við fötluð börn og fullorðna í Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð, færa þjónustuna nær notendum og auðvelda þannig aðgang að henni. Framkvæmd samningsins er í höndum félagsþjónustum Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar. Fagleg samhæfing er í höndum fagteymis sem skipaður er stjórnendum og starfsmönnum félagsþjónustu sveitarfélaganna. Í samstarfssamningum er einnig fjallað um hvaða þjónustu sveitarfélögin skulu veita, fjármögnun, útgjöld og gildistími samstarfs. Þjónustuteymið er skipað af félagsmálastjórunum og ráðgjöfunum á hvoru svæði fyrir sig. Samningurinn hefur verið í gildi síðan 2016 og eru aðilar sammála um að vel hafi tekist til með framkvæmd samningsins. Félagsmálaráð - 230 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Lögð fram tillaga þjónustuteymis fatlaðra, Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggar um sameiginlegt notendaráð fatlaðs fólks á þjónustusvæði Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar.
    Í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga segir í 2.mgr.42.gr.að í hverju sveitarfélagi eða í sveitarfélögum sem eigi samstarf um þjónustu við fatlað fólk, skuli starfa formlegur samráðsvettvangur er nefnist samráðshópur um málefni fatlaðs fólks þar sem fjallað er um þjónustu við fatlað fólk og framkvæmd og þróun þjónustunnar. Í samráðshópnum skulu að lágmarki sitja þrír fulltrúar kosnir af sveitarstjórn og þrír fulltrúar tilnefndir af hagsmunasamtökum fatlaðs fólks.
    Félagsmálaráð - 230 Fundurinn samþykkir einróma að leggja til við sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar og bæjarstjórn Fjallabyggðar að sveitarfélögin standi sameiginlega að myndun notendaráðs fyrir fatlað fólk á þjónustusvæði sveitarfélaganna, sbr. 2.mgr.42.gr. laga nr. 40/1991. Tillaga fundarins er að hvort sveitarfélag fyrir sig skipi tvo kjörna fulltrúa í ráðið og auglýst verði eftir einstaklingum í setu í notendaráði, tveimur fulltrúum frá hvoru sveitarfélagi. Alls yrðu þá 8 einstaklingar í notendaráðinu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
  • Deildarstjóri félagsmáladeildar Fjallabyggðar, Hjörtur Hjartarson segir frá dagþjónustu við eldri borgara í Fjallabyggð. Félagsmálaráð - 230 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því allir liðir lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

8.Fræðsluráð - 239, frá 12.06.2019

Málsnúmer 1906005FVakta málsnúmer

  • Kynnt var bréf frá Mennamálastofnun þar sem tilkynnt er að Árskógarskóli hafi verið valinn til mats haustið 2019. Markmið með ytra mati Menntamálastofnunar er hvetja til skólaþróunar, styðja við stjórnendur og kennara í umbótum á þeirra eigin starfi. Í matinu er lögð áhersla á þrjá þætti: stjórnun, nám og kennslu og innra mat skólans. Skóli, skólaráð eða sveitastjórn geta svo einnig óskað eftir því að einhver fjórði þáttur verði skoðaður í starfi skólans. Fræðsluráð - 239 Lagt fram til kynningar og sviðsstjóra og skólastjóra falið að kanna að leggja fyrir fjórða þátt fyrir 15.júní. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Friðrik Arnarson, skólastjóri Dalvíkurskóla gerði grein fyrir tveimur styrkjum sem skólinn fékk úthlutað úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla.
    Annars vegar eru það 300.000 kr. í verkefnið eflum Byrjendalæsið framhald og hinsvegar 320.000 kr. í verkefnið Sjálfstraust og sjálfsmynd.
    Fræðsluráð - 239 Lagt fram til kynningar og umræðu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir bréf dags. 27. maí 2019 frá Gerard Pokruszynski, sendiherra Póllands á Íslandi þar sem óskað er eftir því að kennd verði pólska í skólum sveitarfélagsins sem annað mál, eða sem valgrein fyrir tvítyngda nemendur. Fræðsluráð - 239 Fræðsluráð leggur til að sviðsstjóri kanni möguleikann á pólskukennslu fyrir nemendur í Dalvíkurbyggð. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi sem barst í tölvupósti frá Felix Rafn Felixsyni varðandi umferðarfræðslu í grunnskólum sveitarfélagsins og hvort mögulegt sé að taka hana markvisst upp aftur. Fræðsluráð - 239 Fræðsluráð hvetur grunnskólana til þess að skoða hvort mögulegt sé að taka upp markvissa umferðarfræðslu og tryggja þannig að þessum námsþætti sé sinnt. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Stjórnendur leik-og grunnskóla fóru yfir stöðu helstu verkefna sem og það helsta sem framundan er í starfinu. Fræðsluráð - 239 Fræðsluráð þakkar stjórnendum fyrir yfirferðina á þeim verkefnum sem eru í gangi og því sem framundan er. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Friðrik Arnarson, skólastjóri Dalvíkurskóla, gerði grein fyrir innra mati Dalvíkurskóla. Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, skólastjóri Krílakots, gerði grein fyrir innra mati Krílakots. Jónína Garðarsdóttir, skólastjóri Árskógarskóla, gerði grein fyrir innra mati Árskógarskóla. Fræðsluráð - 239 Lagt fram til kynningar og umræðu. Skólastjórum falið að sjá til þess að skýrslurnar fari inn á heimasíður skólanna.
    Fræðsluráð þakkar jafnframt Jónínu Garðarsdóttur fráfarandi skólastjóra Árskógarskóla fyrir vel unnin störf og óskar henni velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Gísli Bjarnason, sviðssjóri fræðslu- og menningarsviðs lagði fram fjárhagslegt stöðumat á málaflokk 04, janúar til og með maí 2019. Fræðsluráð - 239 Lagt fram til kynningar og umræðu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsett þann 23. apríl 2019, þar sem kynnt er frumkvæðisathugun ráðuneytisins frá því í janúar 2018 á grundvelli XI. kafla sveitarstjórnarlaga á því hvort og þá hvernig staðið hefði verið að breytingum á fjárhagsáætlunum þeirra sveitarfélaga þar misræmi á innsendum fjárhagsáætlunum sveitarfélaga fyrir árið 2016 og ársreikningum þeirra fyrir sama ár nam 5% eða meira. Það voru 26 sveitarfélög og var óskað eftir upplýsingum og skýringum frá hverju þeirra. Athugun ráðuneytisins hefur leitt i ljós að á umræddu ári var töluverður misbrestur á því að leitað væri heimildar sveitarstjórnar fyrir auknum útgjöldum og fjárfestingum áður en til þeirra var stofnað. Þessar niðurstöður leiða í ljós að framkvæmd fjárhagsáætlunar ársins 2016 var ekki í fullu samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga hjá a.m.k. þriðjungi sveitarfélaga landsins. Þeim sveitarfélögum sem tekin voru til skoðunar hefur þegar verið tilkynnt um niðurstöður athugarinnar. Ráðuneytið telur á hinn bóginn einnig mikilvægt að kynna öðrum sveitarfélögum þessa niðurstöðu og hvetja þau til að gæta þess að fjármálastjórn sé ávallt í fullu samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga og reglugerðar um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga nr. 1212/2015. Að síðustu skal það upplýst að ráðuneytið hyggst haustið 2020 gera að nýju könnun á framkvæmd sveitarfélaga að þessu leyti, nú vegna fjárhagsáætlana og ársreikninga 2019. Fræðsluráð - 239 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Guðný Sigríður Ólafsdóttir, kennari í Dalvíkurskóla og jafnframt verkefnastjóri í Erasmus verkefninu Robotication kynnti verkefnið fyrir fræðsluráði.
    Verkefnið fór af stað á þessu skólaári og stendur í tvö ár. Í maí var haldinn fyrsti vinnufundurinn þar sem aðilar frá þátttökulöndunum sex hittust til að skipuleggja og stilla saman strengi. Fundurinn fór fram í Póllandi en þegar verkefnið fór af stað í haust var fundur haldinn hér á Dalvík.
    Fræðsluráð - 239 Fræðsluráð þakkar Guðnýju fyrir áhugaverða og greinargóða kynningu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu og menningarsviðs upplýsti fræðsluráð og fór yfir starfsmannamál á sviðinu. Fræðsluráð - 239 Lagt fram til kynningar og umræðu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Kynnt var bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um aðgerðir í menntamálum. Aðgerðirnar snúa að því að fjölga kennurum á leik- og grunnskólastigi m.a. með því að greiða fyrir starfsnám á lokaári í M.Ed. námi, veita námsstyrk til kennaranema á lokaári í M.Ed. námi og styrkja starfandi kennara sem hyggja á nám í starfstengdri leiðsögn. Fræðsluráð - 239 Lagt fram til kynningar og umræðu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því allir liðir hennar lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

9.Menningarráð - 74, frá 06.06.2019

Málsnúmer 1906002FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
5. liður.
  • 9.1 201901038 Trúnaðarmál
    Menningarráð - 74 Bókað í trúnaðarmálabók Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi dags. 29. apríl 2019 frá Árna Daníel Júlíussyni, styrkumsókn um fornleifagröft í Svarfaðardal og Hörgárdal. Verkefnið er á vegum Hugvísindadeildar Háskóla Íslands. Verkefnið ber nafnið - Tveir dalir ? Svarfaðardalur og Hörgárdalur. Að verkefninu koma auk Árna Daníels Sögufélag Svarfdælinga og sérfræðingar við
    Fornleifafræðistofnun Íslands. Sótt er um 950.000 kr. í styrk.
    Menningarráð - 74 Menningarráð vísar erindinu til Byggðaráðs Dalvíkurbyggðar á grundvelli þess að umsóknin fellur ekki undir úthlutunarreglur menningar - og viðurkenningarsjóðs. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Lagt fram til kynningar rekstrarreikningur fyrir málaflokk 05 - menningarmál janúar - maí 2019. Menningarráð - 74 Lagt fram til kynningar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Breytingar á reglum um fjármál sveitarfélaga. Menningarráð - 74 Tekið fyrir erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsett þann 23. apríl 2019, þar sem kynnt er frumkvæðisathugun ráðuneytisins frá því í janúar 2018 á grundvelli XI. kafla sveitarstjórnarlaga á því hvort og þá hvernig staðið hefði verið að breytingum á fjárhagsáætlunum þeirra sveitarfélaga þar misræmi á innsendum fjárhagsáætlunum sveitarfélaga fyrir árið 2016 og ársreikningum þeirra fyrir sama ár nam 5% eða meira. Það voru 26 sveitarfélög og var óskað eftir upplýsingum og skýringum frá hverju þeirra. Athugun ráðuneytisins hefur leitt i ljós að á umræddu ári var töluverður misbrestur á því að leitað væri heimildar sveitarstjórnar fyrir auknum útgjöldum og fjárfestingum áður en til þeirra var stofnað. Þessar niðurstöður leiða í ljós að framkvæmd fjárhagsáætlunar ársins 2016 var ekki í fullu samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga hjá a.m.k. þriðjungi sveitarfélaga landsins. Þeim sveitarfélögum sem tekin voru til skoðunar hefur þegar verið tilkynnt um niðurstöður athugarinnar. Ráðuneytið telur á hinn bóginn einnig mikilvægt að kynna öðrum sveitarfélögum þessa niðurstöðu og hvetja þau til að gæta þess að fjármálastjórn sé ávallt í fullu samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga og reglugerðar um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga nr. 1212/2015. Að síðustu skal það upplýst að ráðuneytið hyggst haustið 2020 gera að nýju könnun á framkvæmd sveitarfélaga að þessu leyti, nú vegna fjárhagsáætlana og ársreikninga 2019. Til umræðu ofangreint.

    Lagt fram til kynningar
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Upplýsingar til Menningarráðs. Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs upplýsti ráðið um fyrri afgreiðslu Byggðaráðs frá 8. september 2017. "Byggðaráð tekur jákvætt í að sýningargluggi verði gerður eins og gert er grein fyrir í erindinu með fyrirvara um tilskilin leyfi byggingarfulltrúa en framkvæmdin yrði á kostnað Gísla, Eiríks og Helga ehf."

    Áður samþykktri umsókn í menningar- og viðurkenningarsjóð er því hafnað.
    Menningarráð - 74 Menningarráð er mjög hlynnt hugmyndinni og vonast eftir því að hún komi til framkvæmda.



    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu menningarráðs hvað varðar breytingu á afgreiðslu menningarráðs um styrkveitingu - áður samþykktri umsókn í menningar- og viðurkenningarsjóð frá Gísla, Eiríki, og Helga ehf. er hafnað.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðsu byggðaráðs. Þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

10.Umhverfisráð - 322, frá 31.05.2019

Málsnúmer 1905016FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
2. liður.
4. liður sér liður á dagskrá.
5. liður sér liður á dagskrá.
13. liður.
  • 10.1 201904129 Fiskidagurinn 2019
    Til umræðu framkvæmd Fiskidagsins mikla 2019, undir þessum lið kemur Júlíus Júlíusson framkvæmdastjóri Fiskidagsins Mikla og Tryggvi Dalmann Ólason starfsmaður á umhverfisdeild kl. 08:16. Umhverfisráð - 322 Umhverfisráð þakkar þeim Júlíusi og Tryggva fyrir umræðuna þar sem fjallað var um löggæslumál,umferðarmál, umhverfismál og öryggismál í tengslumn við Fiskidaginn mikla 2019.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá framkvæmdastjóra Fiskidagsins mikla Júlíusi Júlíussyni dags. 15.12.2016 þar sem óskað er eftir aðkomu Dalvíkurbyggðar við að búa til stalla eða sæti í brekkuna neðan við kaupfélagið. Einnig var tekið fyrir erindi frá stjórn Fiskidagsins mikla dags. 13.04.2017 sem fjallar um sama erindi. Einnig var lagt fram bréf frá Gesti Geirssyni fyrir hönd Samherja sem gefur leyfi fyrir þessari framkvæmd en samþykkið felur ekki í sér neinar fjárhagsskuldbindingar af hálfu Samherja.
    Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til umræðu og frekari útfærslu hjá umhverfissráði."
    Umhverfisráð - 322 Júlíus og Tryggvi viku af fundi kl. 09:10
    Farið yfir erindið frá Júlíusi frá 2016 og ákveðið að ekki verði hægt að verða við þessari beiðni þar sem ekki er gert ráð fyrir fjármagni í þetta verkefni.


    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tók:
    Guðmundur St. Jónsson, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi vð umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:40.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs varðandi ósk frá Fiskideginum mikla frá árunum 2016 og 2017 um að Dalvíkurbyggð komi að því að búa til stalla eða sæti í brekkunni neðan við Kaupfélagið, Guðmundur St. Jónsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.
  • Tekið fyrir erindi dags. 06. maí 2019 frá sóknarnefnd Dalvíkursóknar þar sem lýst er áhyggjum nefndarinnar á fyrihuguðum lóðum norðan Hringtúns.
    Undir þessum lið kom inn á fundinn Gunnsteinn Þorgilsson formaður sóknarnefndar kl. 09.14
    Umhverfisráð - 322 Gunnsteinn vék af fundi kl. 09:44

    Ráðið þakkar Gunnsteini fyrir yfirferðina og leggur til að breytingar verði gerðar á fyrirliggjandi gögnum samkvæmt afgreiðslu liða 4 og 5.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Guðmundur St. Jónsson kom inn á fundinn að nýju kl. 16:42.


    Lagt fram til kynningar.
  • Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020, vegna Hóla- og Túnahverfis. Breytingin felur í sér stækkun á reit 312-Íb til norðurs yfir óbyggt svæði. Stækkunin nemur einni þriggja íbúða raðhúsalóð. Drög að breytingunni voru kynnt á opnum íbúafundi þann 11.apríl 2019. Umhverfisráð - 322 Eftir fund með formanni sóknarnefndar Dalvíkurprestakalls leggur umhverfisráð til að stækkun á reit Íb-312 til norðurs verði minnkuð til vesturs.
    Sviðsstjóra falið að óska eftir breytingum á skipulagsuppdrætti.

    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
  • Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi íbúðarbyggðar í Hóla- og Túnahverfi á Dalvík ásamt greinagerð. Umhverfisráð - 322 Umhverfisráð leggur til að eftirfarandi breytingar verði gerðar á fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu.
    Lóð 18-22 við Hringtún verði breytt úr R1 í P1 (raðhúsalóð í parhúsalóð).
    Lóðir við Skógarhóla verði sameinaðar í eina R1 lóð (raðhúsalóð).
    Ráðið felur sviðsstjóra að leggja uppfærð gögn fyrir næsta fund ráðsins.

    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
  • 10.6 201901044 Deiliskipulag Hauganesi
    Lögð fram til kynningar tillaga að nýju deiliskipulagi Hauganess samkvæmt gögnum frá Ágústi Hafsteinssyni Arkitekt. Umhverfisráð - 322 Samþykkt var að fela skipulagshöfundi að gera breytingar á tillögunni á svæðum í kringum höfnina, tjaldsvæði, tengingu frá íbúðabyggð að hafnarsvæði og afmörkun verbúðalóða og dælustöðvar.
    Lagt til að tillagan verði tekin fyrir að nýju á næsta fundi ráðsins.

    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Lögð fram til kynningar fundargerð Svæðisskipulagsnefndar frá 7. maí 2019. Umhverfisráð - 322 Lagt fram til kynningar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Lögð fram til kynningar drög að skipulags- og umhverfisskýrslu Svæðisskipulag Eyjafjarðar 2012-2024 ásamt fylgigögnum Umhverfisráð - 322 Lagt fram til kynningar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsett þann 23. apríl 2019, þar sem kynnt er frumkvæðisathugun ráðuneytisins frá því í janúar 2018 á grundvelli XI. kafla sveitarstjórnarlaga á því hvort og þá hvernig staðið hefði verið að breytingum á fjárhagsáætlunum þeirra sveitarfélaga þar misræmi á innsendum fjárhagsáætlunum sveitarfélaga fyrir árið 2016 og ársreikningum þeirra fyrir sama ár nam 5% eða meira. Það voru 26 sveitarfélög og var óskað eftir upplýsingum og skýringum frá hverju þeirra. Athugun ráðuneytisins hefur leitt i ljós að á umræddu ári var töluverður misbrestur á því að leitað væri heimildar sveitarstjórnar fyrir auknum útgjöldum og fjárfestingum áður en til þeirra var stofnað. Þessar niðurstöður leiða í ljós að framkvæmd fjárhagsáætlunar ársins 2016 var ekki í fullu samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga hjá a.m.k. þriðjungi sveitarfélaga landsins. Þeim sveitarfélögum sem tekin voru til skoðunar hefur þegar verið tilkynnt um niðurstöður athugarinnar. Ráðuneytið telur á hinn bóginn einnig mikilvægt að kynna öðrum sveitarfélögum þessa niðurstöðu og hvetja þau til að gæta þess að fjármálastjórn sé ávallt í fullu samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga og reglugerðar um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga nr. 1212/2015. Að síðustu skal það upplýst að ráðuneytið hyggst haustið 2020 gera að nýju könnun á framkvæmd sveitarfélaga að þessu leyti, nú vegna fjárhagsáætlana og ársreikninga 2019. Til umræðu ofangreint. Umhverfisráð - 322 Lagt fram til kynningar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Lagður fram til kynningar ársreikningur og skýrsla stjórnar Björgunarsveitarinnar Dalvík fyrir árið 2018.
    Undir þessum lið vék af fundi Haukur Arnar Gunnarsson formaður kl. 11:17
    Umhverfisráð - 322 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við framlagðan ársreikning og skýrslu stjórnar og fagnar því góða starfi sem unnið er innan Björgunarsveitarinnar Dalvík. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 10.11 201903047 Brunavarnir í Eyjafirði
    Haukur Arnar kom aftur inn á fundinn kl. 11:20
    Til umræðu fundur um brunavarnir í Eyjafirði þann 7. mars s.l. þar sem slökkviliðsstjórinn á Akureyri kynnti fyrir sveitarstjórum sína sýn um mögulegt samstarf um neyðarþjónustu slökkviliðanna við Eyjafjörð og hvort sjá mætti kosti við samrekstur brunavarna í sveitarfélögunum annað hvort í formi samstarfssamnings eða byggðasamlags. Fram kom að reglugerð um starfssemi slökkviliða frá 2018 skyldar slökkviliðin á svæðinu til samstarfs. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi samtarfssamningur allra slökkviliða við Eyjafjörð frá 2011 og Brunavarnaráætlun Dalvíkurbyggðar, sem er aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins.
    Umhverfisráð - 322 Umhverfisráð frestar þessum lið og óskar eftir að fá slökkviliðsstjóra á næsta fund ráðsins. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Með innsendu erindi dags. 09. maí 2019 óskar Pawel Pieczynski eigandi íbúðar 0302 við Lokastíg 1, Dalvík eftir leyfi fyrir gervihnattadisk á svölum íbúðarinnar. Umhverfisráð - 322 Ráðið frestar afgreiðslu til næsta fundar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 10.13 201905160 Umsókn um byggingarleyfi
    Með innsendu erindi dags. 28. maí 2019 óskar Kristján E Hjartarsson fyrir hönd eiganda að Karlsbraut 16, Dalvík eftir byggingarleyfi.
    Um er að ræða leyfi vegna endurbyggingar á viðbyggingu samkvæmt meðfylgjandi gögnum.

    Umhverfisráð - 322 Umhverfisráð felur sviðsstjóra að grenndarkynna umsóknina fyrir næstu nágrönnum sem eru:
    Karlsbraut 12 og Karlsbraut 18.
    Geri nágrannar ekki athugasemdir felur ráðið sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um byggingaleyfi með fyrirvara um grenndarkynningu.

    Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn. Líðir 4 og 5 eru sér liðir á dagskrá.

11.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 86, frá 05.06.2019

Málsnúmer 1906001FVakta málsnúmer

´Til afgreiðslu:
5. liður.
  • Erindi frá 905. fundi byggðarráðis sem haldinn var 02.05.2019, niðurstaða fundarins var:
    "Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til upplýsingar og skoðunar í öllum fagráðum sveitarfélagsins og til stjórnenda."
    Tekið fyrir erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsett þann 23. apríl 2019, þar sem kynnt er frumkvæðisathugun ráðuneytisins frá því í janúar 2018 á grundvelli XI. kafla sveitarstjórnarlaga á því hvort og þá hvernig staðið hefði verið að breytingum á fjárhagsáætlunum þeirra sveitarfélaga þar misræmi á innsendum fjárhagsáætlunum sveitarfélaga fyrir árið 2016 og ársreikningum þeirra fyrir sama ár nam 5% eða meira. Það voru 26 sveitarfélög og var óskað eftir upplýsingum og skýringum frá hverju þeirra. Athugun ráðuneytisins hefur leitt i ljós að á umræddu ári var töluverður misbrestur á því að leitað væri heimildar sveitarstjórnar fyrir auknum útgjöldum og fjárfestingum áður en til þeirra var stofnað. Þessar niðurstöður leiða í ljós að framkvæmd fjárhagsáætlunar ársins 2016 var ekki í fullu samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga hjá a.m.k. þriðjungi sveitarfélaga landsins. Þeim sveitarfélögum sem tekin voru til skoðunar hefur þegar verið tilkynnt um niðurstöður athugarinnar. Ráðuneytið telur á hinn bóginn einnig mikilvægt að kynna öðrum sveitarfélögum þessa niðurstöðu og hvetja þau til að gæta þess að fjármálastjórn sé ávallt í fullu samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga og reglugerðar um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga nr. 1212/2015. Að síðustu skal það upplýst að ráðuneytið hyggst haustið 2020 gera að nýju könnun á framkvæmd sveitarfélaga að þessu leyti, nú vegna fjárhagsáætlana og ársreikninga 2019. Til umræðu ofangreint.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 86 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Fyrir fundinum lá fundargerð 413. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem haldinn var föstudaginn 15. maí 2019 kl. 17:00. Fundurinn var haldinn á Fosshótel, Patreksfirði.
    Í 5. dagskrárlið fundargerðarinnar er fjallað um skýrslu um aðgerðaráætlun um orkuskipti í íslenskum höfnum - 1703001HA. Hún var send með fundargerðinni og er hér fylgiskjal undir þessum dagskrárlið.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 86 Lögð fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Með rafpósti, sem dagsettur er 15.04.2019, bárust eftirtaldar fundargerðir: 10. fundur Siglingaráðs frá 8. nóvember 2018, 11. fundur Siglingaráðs frá 13. desember 2018, 12. fundur Siglingaráðs frá 10. janúar 2019, 13. fundur Siglingaráðs frá 7. febrúar 2019 og 14. fundur Siglingaráðs frá 7. mars 2019.

    Á 411. fundi stjórnar Hafnasambands Íslands var ákeðið að senda fundargerðir Siglingaráðs á allar aðildarhafnir til kynningar.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 86 Lagðar fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Með bréfi, sem dagsett er 6.05.2019, frá Vegagerð ríkisins er vakin athygli á því að hafinn er undirbúningur að næstu fimm ára samgönguáætlun þ.e. 2020 - 2024.Óskað er eftir umsóknum um öll þau verkefni sem til greina koma að ráðast í að mati stjórnar Hafnasjóðs.

    Við gerð áætlunar verður endurskoðuð núverandi samgönguáætlun fyrir árin 2019 - 2023 og bætt við hana áætlun sem framkvæma skal á árinu 2024.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 86 Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum að hafnastjóri og sviðsstjóri ræði við Vegagerðina vegna endurskoðunar á núverandi samgönguáætlun og þeirri breytingu sem mun verða á henni. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Háskólanum á Akureyri, dagsett þann 3. maí 2019, þar sem óskað er eftir styrk frá Hafnasjóði Dalvíkurbyggðar að upphæð kr. 250.000 vegna Sjávarútvegsskólans sem starfræktur verði í sumar á Dalvík. Fram kemur að Hafnasjóður styrkti skólann í fyrra.

    Meðfylgjandi er kynningarbréf á Sjávarútvegsskólanum, dagsett þann 8. apríl 2019.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 86 Veitu- og hafnaráð tekur undir bókun byggðarráðs en þar segir. "Byggðaráð bendir Háskólanum á Akureyri á að senda þarf inn erindi fyrir tilskilinn auglýstan frest í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar Dalvíkurbyggðar hverju sinni og fer þess á leit að framvegis verði sá háttur hafður á ef óska á eftir framlagi frá sveitarfélaginu."

    Veitu- og hafnaráð vill benda á að á heimasíðu Dalvíkurbyggðar er vakin athygli á umsóknarfresti um styrki til Dalvíkurbyggðar fyrir fjárhagsárið 2020 - 2023.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs um að hafna styrk til Háskólans á Akureyri vegna Sjávarútvegsskólans.
  • Á þessum fundi eru teknar fyrir tvær fundargerðir:
    Fundur meðbjóðenda var haldinn 23.05.2019 og var fundargerð þess fundar staðfest 9.05.2019.
    Verkfundur var haldinn 9.05.2019 og var sú fundargerð staðfest 23.05.2019.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 86 Lagðar fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 11.7 201903096 Framkvæmdir 2019.
    Sviðsstjóri gerði grein fyrir stöðu framkvæmda á veitu- og hafnasviði á yfirstandandi fjárhagsári. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 86 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 11.8 201906008 Fjárhagsáætlun 2020
    Sviðsstjóri kynnti fyrir ráðsmönnum tímaramma vegna starfs- og fjárhagsáætlunar 2020. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 86 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Með rafpósti, sem dagsettur er 04.06.2019, óskar Freyr Antonsson f.h. Arctic Adventures að fyrirtækið fái öll viðleguplássin sem eru við flotbryggjuna. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 86 Veitu- og hafnaráð felur yfirhafnaverði að leysa málið í samvinnu við bréfritara. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Með rafpósti, sem dagsettur er 27.05.2019, kom eftirfarandi fram: "Sambandið er að undirbúa samantekt og ritun greinargerðar um fjárhagsstöðu hafna fyrir Hafnasamband Íslands með sama hætti og mörg undanfarin ár. Verður gerð grein fyrir niðurstöðum á hafnafundi í september nk. Meðfylgjandi er excel-skjal sem við biðjum ykkur að fylla út. Um er að ræða yfirlit yfir helstu stærðir úr ársreikningi 2018, fjárhagsáætlun 2019 og 2020 skv. 3ja ára áætlun. Loks er beðið um upplýsingar um fyrirhugaðar framkvæmdir 2019-2022 og nokkrar almennar upplýsingar um starfsemi hafnarsjóðs."
    Erindinu var svarað 28.05.2019, með umbeðnum upplýsingum.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 86 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar. Þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

12.Reglugerð fyrir Hitaveitu Dalvíkur, endurskoðun 2019. Síðari umræða.

Málsnúmer 201902129Vakta málsnúmer

Á 314. fundi sveitarstjórnar þann 14. maí 2019 var eftirfarandi bókað:
"Á 85. fundi veitu- og hafnaráðs þann 8. maí 2019 var eftirfarandi bókað: "Reglugerð fyrir Hitaveitu Dalvíkur var send lögfræðingi sveitarfélagsins til skoðunar. Lagði hann til minniháttar breytingar á þeim drögum sem hafa verið kynnt á fundum ráðsins. Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum að sviðstjóri sendi fyrirliggjandi drög að reglugerð fyrir Hitaveitu Dalvíkur til staðfestingar. " Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa ofangreindri tillögu að reglugerð fyrir Hitaveitu Dalvíkur til síðari umræðu í sveitarstjórn."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að reglugerð Hitaveitu Dalvíkur.

13.Hafnarreglugerð fyrir Hafnasjóð Dalvíkurbyggðar. Síðari umræða.

Málsnúmer 201902137Vakta málsnúmer

Á 314. fundi sveitarstjórnar þann 14. maí 2019 var eftirfarandi bókað:
"Á 85. fundi veitu- og hafnaráðs þann 8. maí 2019 var eftirfarandi bókað: "Reglugerð fyrir Hafnasjóð Dalvíkurbyggðar var send lögfræðingi sveitarfélagsins til skoðunar. Lagði hann til minniháttar breytingar á þeim drögum sem hafa verið kynnt á fundum ráðsins. Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum að sviðstjóri sendi fyrirliggjandi drög að reglugerð fyrir Hafnasjóð Dalvíkurbyggðar til staðfestingar." Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa ofangreindri tillögu að reglugerð fyrir Hafnasjóð Dalvíkurbyggðar til síðari umræðu í sveitarstjórn. "

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að reglugerð fyrir Hafnasjóð Dalvíkurbyggðar.

14.Frá 908. fundi byggðaráðs þann 23.05.2019; Beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2019 frá Árskógarskóla

Málsnúmer 201905112Vakta málsnúmer

Á 908. fundi byggðaráðs þann 23. maí 2019 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá skólastjóra Árskógarskóla, dagsett þann 14. maí 2019, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2019 að upphæð kr. 3.014.258 vegna veikindalauna, deild 04240. Um er að ræða kostnað vegna tímabundinnar ráðningar, 100% starf, frá júní og til loka árs 2019. Lagt er til að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Heildarviðaukinn vegna annarra breytinga á launum samkvæmt kjarasamningum er kr. 3.563.277, með vísan í skýringar frá launafulltrúa. Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun deildar 04240 vegna 2019, viðauka nr. 10 /2019, að upphæð kr. 3.563.277 og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar. "

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka við fjárhagsáætlun deildar 04240 vegna 2019, viðauka nr. 10 /2019, að upphæð kr. 3.563.277 og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé.

15.Frá 909. fundi byggðaráðs frá 06.06.2019; Beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2019 frá félagsmálasviði

Málsnúmer 201904051Vakta málsnúmer

Á 909. fundi byggðaráðs þann 6. júní 2019 var eftirfarandi bókað:
"Á 908. fundi byggðaráðs þann 23.maí 2019 var eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra félagsmálasviðs, dagsett þann 14. maí 2019, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2019: a) Óskað er eftir viðauka við lykil 02180-9161, húsaleigubætur 15-17 ára, þannig að heimildin verði kr. 4.087.000 en er kr. 0 á þessum lykli. Bókfærð staða er kr. 1.362.800. Heimild vegna húsaleigubóta er nú kr. 1.500.000 og bókað kr. vegna húsleigubóta 15-17 ára og sérstakra húsaleigubóta kr. 1.773.981. b) Óskað er eftir viðauka við laun félagsmálaráðs. Við gerð fjárhagsáætlunar 2019 voru laun vegna formanns félagsmálaráðs ekki rétt skilgreind í þarfagreiningu. Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 127.815 til að leiðrétta áætlunina. Til umræðu ofangreint. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu og fá frá sviðsstjóra félagsmálasviðs rýni á málaflokkinn í heild og hvort hægt sé að mæta þessum viðaukum með því að lækka aðrar deildir innan málaflokksins á móti." Lögð fram samantekt sviðsstjóra félagsmálasviðs á stöðu málaflokksins í heild ásamt viðaukabeiðnum skv.liðum a) og b) hér að ofan. a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun deildar 02180 lykil 9161 vegna 2019, viðauka nr. 11/2019, að upphæð kr. 2.724.200 og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé. Bókfærð staða er við umsókn um viðauka kr. 1.362.800 og sú fjárhæð er því dregin frá ofangreindri beiðni um viðauka þar sem ekki er heimilt að leiðrétta áætlun fyrir þeim kostnaði sem fallinn er til. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar. b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun deildar 02020 lykil 1030 vegna 2019, viðauka nr. 12/2019, að upphæð kr. 127.815 og að honum sé mætt með lækkun á lið 02010-4311, lögfræðiþjónusta. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar. "

Til máls tók:

Þórhalla Karlsdóttir, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:44.

Fleiri tóku ekki til máls.
a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka við fjárhagsáætlun deildar 02180 lykil 9161 vegna 2019, viðauka nr. 11/2019, að upphæð kr. 2.724.200 og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé. Bókfærð staða er við umsókn um viðauka kr. 1.362.800 og sú fjárhæð er því dregin frá ofangreindri beiðni um viðauka þar sem ekki er heimilt að leiðrétta áætlun fyrir þeim kostnaði sem fallinn er til, Þórhalla Karlsdóttir tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka við fjárhagsáætlun deildar 02020 lykil 1030 vegna 2019, viðauka nr. 12/2019, að upphæð kr. 127.815 og að honum sé mætt með lækkun á lið 02010-4311, lögfræðiþjónusta, Þórhalla Karlsdóttir tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

16.Frá 322. fundi umhverfisráðs frá 31.05.2019; Breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna Hóla- og Túnhverfis

Málsnúmer 201905163Vakta málsnúmer

Þórhalla Karlsdóttir kom inn á fundinn að nýju kl. 16:45.

Á 322. fundi umhverfisráðs frá 31. maí 2019 var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020, vegna Hóla- og Túnahverfis. Breytingin felur í sér stækkun á reit 312-Íb til norðurs yfir óbyggt svæði. Stækkunin nemur einni þriggja íbúða raðhúsalóð. Drög að breytingunni voru kynnt á opnum íbúafundi þann 11.apríl 2019.
Eftir fund með formanni sóknarnefndar Dalvíkurprestakalls leggur umhverfisráð til að stækkun á reit Íb-312 til norðurs verði minnkuð til vesturs. Sviðsstjóra falið að óska eftir breytingum á skipulagsuppdrætti. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs um að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að óska eftir breytingum á skipulagsuppdrætti þannig að stækkun á reit Íb-312 til norðurs verði minnkuð til vesturs.

17.Frá 322. fundi umhverfisráðs þann 31.05.2019; Breytingar á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis

Málsnúmer 201905162Vakta málsnúmer

Á 322. fundi umhverfisráðs þann 31. maí 2019 var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi íbúðarbyggðar í Hóla- og Túnahverfi á Dalvík ásamt greinagerð.
Umhverfisráð leggur til að eftirfarandi breytingar verði gerðar á fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu. Lóð 18-22 við Hringtún verði breytt úr R1 í P1 (raðhúsalóð í parhúsalóð). Lóðir við Skógarhóla verði sameinaðar í eina R1 lóð (raðhúsalóð). Ráðið felur sviðsstjóra að leggja uppfærð gögn fyrir næsta fund ráðsins. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs að leggja til að eftirfarandi breytingar verði gerðar á fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu:Lóð 18-22 við Hringtún verði breytt úr R1 í P1 (raðhúsalóð í parhúsalóð). Lóðir við Skógarhóla verði sameinaðar í eina R1 lóð (raðhúsalóð) og að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að leggja uppfærð gögn fyrir næsta fund ráðsins.

18.Frá 230. fundi félagsmálaráðs þann 23.05.2019; Tillaga að skipan notendaráðs fatlaðs fólks

Málsnúmer 201905123Vakta málsnúmer

Á 230. fundi félagsmálaráðs þann 23. maí 2019 var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram tillaga þjónustuteymis fatlaðra, Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggar um sameiginlegt notendaráð fatlaðs fólks á þjónustusvæði Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar. Í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga segir í 2. mgr. 42. gr. að í hverju sveitarfélagi eða í sveitarfélögum sem eigi samstarf um þjónustu við fatlað fólk, skuli starfa formlegur samráðsvettvangur er nefnist samráðshópur um málefni fatlaðs fólks þar sem fjallað er um þjónustu við fatlað fólk og framkvæmd og þróun þjónustunnar. Í samráðshópnum skulu að lágmarki sitja þrír fulltrúar kosnir af sveitarstjórn og þrír fulltrúar tilnefndir af hagsmunasamtökum fatlaðs fólks.
Fundurinn samþykkir einróma að leggja til við sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar og bæjarstjórn Fjallabyggðar að sveitarfélögin standi sameiginlega að myndun notendaráðs fyrir fatlað fólk á þjónustusvæði sveitarfélaganna, sbr. 2. mgr. 42. gr. laga nr. 40/1991. Tillaga fundarins er að hvort sveitarfélag fyrir sig skipi tvo kjörna fulltrúa í ráðið og auglýst verði eftir einstaklingum í setu í notendaráði, tveimur fulltrúum frá hvoru sveitarfélagi. Alls yrðu þá 8 einstaklingar í notendaráðinu. "

Til máls tók:
Þórhalla Karlsdóttir sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi við umfjöllun kl. 16:47.

Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu og tillögu félagsmálaráðs, Þórhalla Karlsdóttir tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

19.Kosning í nefndir og ráð samkvæmt Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201906043Vakta málsnúmer

Þórhalla Karlsdóttir kom inn á fundinn að nýju kl. 16:49.

Til afgreiðslu:

a) Byggðaráð til eins árs.

Til máls tók Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri, sem leggur fram eftirfarandi tillögu hvað varðar kosningu í byggðaráð til eins árs:
Byggðaráð: Óbreytt á milli ára,

Jón Ingi Sveinsson formaður,
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
Guðmundur St. Jónsson aðalmaður

Varamenn:

Þórhalla Franklín Karlsdóttir
Þórunn Andrésdóttir
Dagbjört Sigurpálsdóttir

Fleiri tóku ekki til máls.

b) Skipan notendaráðs fatlaðs fólks, sbr. 14. liður.

Til máls tók Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri, sem leggur fram eftirfarandi tillögu hvað varðar skipan í notendaráð fatlaðs fólks.
Notendaráð fatlaðs fólks; 2 kjörnir fulltrúar frá Dalvíkurbyggð:
Lilja Guðnadóttir
Magni Þór Óskarsson


Fleiri tóku ekki til máls.
a) Ekki komu fram aðrar tillögur og eru því Jón Ingi, Gunnþór, Guðmundur St., Þórhalla, Dagbjört og Þórunn réttkjörin sem aðalmenn og varamenn í byggðaráði.
b) Ekki komu fram aðrar tillögur og eru því Lilja og Magni réttkjörin i notendaráð fatlaðs fólks.

20.Tillaga um frestun funda sveitarstjórnar 2019

Málsnúmer 201906042Vakta málsnúmer

Til máls tók forseti sveitarstjórnar sem leggur fram eftirfarandi tillögu:
"Með vísan til 8. gr. í Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar samþykkir sveitarstjórn að fresta fundum sínum í júlí og ágúst 2019.

Jafnframt er byggðarráði Dalvíkurbyggðar falin fullnaðarafgreiðsla þeirra mála, sem það telur nauðsynlegt að fái afgreiðslu, sbr. 31. gr. V. kafla Samþykkta um stjórn Dalvíkurbyggðar, frá og með 19. júní 2018 til og með 31. ágúst 2019."

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar um sumarleyfi sveitarstjórnar.

21.Frá stjórn Dalbæjar; fundargerðir stjórnar nr. 11 og nr. 12

Málsnúmer 201902116Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Dalbæjar nr. 11. og nr. 12.

Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir.

Fleiri tóku ekki til máls.
Lagt fram til kynningar.

22.Frá stjórn Menningarfélagsins Berg ses; fundargerðir nr. 85, nr. 86 og frá aðalfundi félagsins

Málsnúmer 201811021Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Menningarfélagsins Bergs ses nr. 85, nr. 86 og fundargerð frá aðalfundi félagsins 2019.

Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

23.Sveitarstjórn - 314, frá 14.05.2019

Málsnúmer 1905008FVakta málsnúmer

Fundargerð sveitarstjórnar nr. 314 frá 14. maí 2019 lögð fram til kynningar.

Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:15.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson forseti
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Jón Ingi Sveinsson aðalmaður
  • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
  • Þórunn Andrésdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs