Menningarráð - 74, frá 06.06.2019

Málsnúmer 1906002F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 315. fundur - 18.06.2019

Til afgreiðslu:
5. liður.
  • .1 201901038 Trúnaðarmál
    Menningarráð - 74 Bókað í trúnaðarmálabók Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi dags. 29. apríl 2019 frá Árna Daníel Júlíussyni, styrkumsókn um fornleifagröft í Svarfaðardal og Hörgárdal. Verkefnið er á vegum Hugvísindadeildar Háskóla Íslands. Verkefnið ber nafnið - Tveir dalir ? Svarfaðardalur og Hörgárdalur. Að verkefninu koma auk Árna Daníels Sögufélag Svarfdælinga og sérfræðingar við
    Fornleifafræðistofnun Íslands. Sótt er um 950.000 kr. í styrk.
    Menningarráð - 74 Menningarráð vísar erindinu til Byggðaráðs Dalvíkurbyggðar á grundvelli þess að umsóknin fellur ekki undir úthlutunarreglur menningar - og viðurkenningarsjóðs. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Lagt fram til kynningar rekstrarreikningur fyrir málaflokk 05 - menningarmál janúar - maí 2019. Menningarráð - 74 Lagt fram til kynningar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Breytingar á reglum um fjármál sveitarfélaga. Menningarráð - 74 Tekið fyrir erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsett þann 23. apríl 2019, þar sem kynnt er frumkvæðisathugun ráðuneytisins frá því í janúar 2018 á grundvelli XI. kafla sveitarstjórnarlaga á því hvort og þá hvernig staðið hefði verið að breytingum á fjárhagsáætlunum þeirra sveitarfélaga þar misræmi á innsendum fjárhagsáætlunum sveitarfélaga fyrir árið 2016 og ársreikningum þeirra fyrir sama ár nam 5% eða meira. Það voru 26 sveitarfélög og var óskað eftir upplýsingum og skýringum frá hverju þeirra. Athugun ráðuneytisins hefur leitt i ljós að á umræddu ári var töluverður misbrestur á því að leitað væri heimildar sveitarstjórnar fyrir auknum útgjöldum og fjárfestingum áður en til þeirra var stofnað. Þessar niðurstöður leiða í ljós að framkvæmd fjárhagsáætlunar ársins 2016 var ekki í fullu samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga hjá a.m.k. þriðjungi sveitarfélaga landsins. Þeim sveitarfélögum sem tekin voru til skoðunar hefur þegar verið tilkynnt um niðurstöður athugarinnar. Ráðuneytið telur á hinn bóginn einnig mikilvægt að kynna öðrum sveitarfélögum þessa niðurstöðu og hvetja þau til að gæta þess að fjármálastjórn sé ávallt í fullu samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga og reglugerðar um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga nr. 1212/2015. Að síðustu skal það upplýst að ráðuneytið hyggst haustið 2020 gera að nýju könnun á framkvæmd sveitarfélaga að þessu leyti, nú vegna fjárhagsáætlana og ársreikninga 2019. Til umræðu ofangreint.

    Lagt fram til kynningar
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Upplýsingar til Menningarráðs. Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs upplýsti ráðið um fyrri afgreiðslu Byggðaráðs frá 8. september 2017. "Byggðaráð tekur jákvætt í að sýningargluggi verði gerður eins og gert er grein fyrir í erindinu með fyrirvara um tilskilin leyfi byggingarfulltrúa en framkvæmdin yrði á kostnað Gísla, Eiríks og Helga ehf."

    Áður samþykktri umsókn í menningar- og viðurkenningarsjóð er því hafnað.
    Menningarráð - 74 Menningarráð er mjög hlynnt hugmyndinni og vonast eftir því að hún komi til framkvæmda.



    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu menningarráðs hvað varðar breytingu á afgreiðslu menningarráðs um styrkveitingu - áður samþykktri umsókn í menningar- og viðurkenningarsjóð frá Gísla, Eiríki, og Helga ehf. er hafnað.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðsu byggðaráðs. Þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.