Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 907, frá 16.05.2019

Málsnúmer 1905009F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 315. fundur - 18.06.2019

Til afgreiðslu:
2. liður a)
2. liður b)
3. liður
6. liður.
7. liður.
8. liður.
12. liður.
  • Sveitarstjóri fór yfir og kynnti fjárhagslegt stöðumat fyrir janúar-mars 2019. Það er staða bókhalds fyrir tímabilið samanborið við fjárhagsáætlun 2019 með viðaukum. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 907 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • a) Farið yfir tillögu að tímaaramma vegna starfs-og fjárhagsáætlunar 2020-(2023). Samkvæmt tímaramma hefst vinnan í maí og lýkur með síðari umræðu í sveitarstjórn 18.nóvember 2019.
    b) Lögð fram tillaga að auglýsingu vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2020 þar sem auglýst er eftir erindum, umsóknum, tillögum og ábendingum íbúa, félagasamtaka og fyrirtækja í Dalvíkurbyggð um mál sem varða gerð fjárhagsáætlunar. Skv.tillögunni er gert ráð fyrir að skrifleg erindi berist í síðasta lagi mánudaginn 2.september 2019.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 907 a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum framlagðan tímaramma að starfs-og fjárhagsáætlun 2020-(2023).

    b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu að auglýsingu vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2020 og að auglýsingin verði birt á heimasíðu Dalvíkurbyggðar.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs hvað varðar tímaramma að starfs- og fjárhagsáætlun.
    b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs hvað varðar tillögu að auglýsingu vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2020.
  • Jón Ingi Sveinsson vék af fundi kl. 13:33 vegna vanhæfis um umfjöllun þessa liðar.

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi samantekt sviðsstjóra fjármála-og stjórnsýslusviðs yfir helstu birgja ársins 2018.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 907 Byggðaráð samþykkir með 2 atkvæðum að listi yfir stærstu birgja ársins 2018 verði lagður fram til upplýsinga með ársreikningi 2018 og birtur á heimasíðu sveitarfélagsins. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tók:
    Jón Ingi Sveinsson, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað varðar þennan lið og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:20.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs hvað varðar birtingu lista yfir stærstu birgja ársins 2018, Jón Ingi Sveinsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.
  • Jón Ingi Sveinsson kom inn á fundinn að nýju kl. 13:38.

    Sveitarstjóri fór yfir þær tillögur frá vinnuhópum byggðaráðs sem vísað var til umfjöllunar í byggðaráði.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 907 Lagt fram til kynningar og áframhaldandi vinnslu, m.a. við gerð fjárhagsáætlunar 2020. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Jón Ingi Sveinsson kom inn á fundinn að nýju kl. 16:21.

    Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir upplýsingapóstur til sveitarfélaga frá Fjármála-og efnahagsráðuneytinu þar sem vakin er athygli á nokkrum atriðum varðandi opinber innkaup skv. lögum nr. 120/2016 sem opinberum aðilum eins og sveitarfélögum ber að fara eftir en þann 31. maí taka gildi nýjar viðmiðunarfjárhæðir skv. 1. mgr. 23. gr.laganna. Þá lækka verulega viðmiðunarfjárhæðir sem kveða á um útboðsskyldu.

    Sveitarstjóri greindi frá fjarfundarnámskeiði um opinber innkaup sem Samband íslenskra sveitarfélaga hélt til kynningar laganna sem hann, sviðsstjóri fjármála-og stjórnsýslusviðs og leikskólastjóri Krílakots sátu. Þar var m.a. farið yfir samstarf sveitarfélaga og Ríkiskaupa og hvernig hægt er að þróa það samstarf til hagsbóta fyrir alla aðila.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 907 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sett verði á laggirnar innkauparáð sem hefði eftirfylgni með innkaupum sveitarfélagsins með það að markmiði að innkaup verði markviss, hagstæð og gerð samkvæmt lögum. Byggðaráð felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að koma með drög að hlutverki innkauparáðsins fyrir næsta fund. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 906.fundi byggðaráðs þann 9.maí samþykkti byggðaráð að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að ganga frá drögum að samningi við Dag Óskarsson á grundvelli tilboðs til áframhaldandi leigu á gæsluvallarhúsi við Svarfaðarbraut til eins árs og leggja fyrir byggðaráð.

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að nýjum leigusamningi skv. ofangreindu.

    Þá var lögð fram á fundinum ósk frá sviðsstjóra umhverfis-og tæknisviðs um heimild til að gefa eftir eins mánaðar leigu þar sem húsnæðið nýttist ekki leigutaka til þeirrar starfsemi sem hann stundar í húsinu vegna rafmagnsleysis í mánaðartíma í vor.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 907 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi drög að leigusamningi og felur sviðsstjóra umhverfis-og tæknisviðs að ganga frá málinu.

    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum heimild til sviðsstjóra umhverfis-og tæknisviðs að fella niður leigu eins mánaðar skv. erindinu.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs hvað varðar leigusamning um leigu á gæsluvallarhúsi við Svarfaðarbraut.
    Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs hvað varðar heimild til að fella niður leigu eins mánaðar.
  • Á 906. fundi byggðaráðs þann 9. maí 2019 samþykkti byggðaráð drög að leigusamningi við Gísla, Eirík og Helga ehf. um Ungó til eins árs og vísaði honum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

    Á 314.fundi sveitarstjórnar þann 14.maí 2019 var samþykkt samhljóða tillaga sveitarstjóra um að vísa samningnum til baka til byggðaráðs til fullnaðarafgreiðslu.
    Ástæðan var að upp hafði komið ágreiningur um setustofu í hliðarrými þar sem Leikfélag Dalvíkur hefur geymt viðkvæman tæknibúnað sem þarf að vera í frostfríu rými s.s. stjórnborð, kastara, magnara o.fl. Í auglýsingu um útleigu hússins hafði rýmið ekki verið undanskilið til útleigu.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 907 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að setustofa í hliðarrými verði undanskilið í leigusamningi við Gísla, Eirík og Helga ehf. og verði nýtt sem geymsla fyrir tæknibúnað leikfélagsins. Sveitarstjóra falið að ganga frá leigusamningi við Gísla, Eirík og Helga ehf. eins og hann liggur fyrir. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og drög að fyrirliggjandi leigusamningi við Gísla, Eirík og Helga ehf um leigu á Ungó.
  • Á 905. fundi byggðaráðs þann 2. maí var samþykkt að óska eftir að þjónustu- og upplýsingafulltrúi gerði drög að auglýsingu um útleigu á Sundskála Svarfdæla.
    Fyrir lá áskorun frá Ungmennafélaginu Þorsteini Svörfuði um að Sundskálanum verði fundið hlutverk til framtíðar. Einnig hafði vinnuhópur um Gamla skóla ályktað í sömu veru á 1. fundi hópsins.

    Á fundinum upplýstu sveitarstjóri og varaformaður byggðaráðs að á 2. fundi vinnuhópsins hefði málið verið rætt áfram í vinnuhópnum m.a. í tengslum við upplýsingar frá aðalfundi Hollvinasamtaka Sundskála Svarfdæla.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 907 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum drög að auglýsingu með þeim breytingum sem voru gerðar á fundinum og felur þjónustu-og upplýsingafulltrúa að birta auglýsinguna á heimasíðu sveitarfélagsins. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs hvað varðar auglýsingu um Sundskála Svarfdæla.
  • Sveitarstjóri fór yfir og kynnti stöðu mála hvað varðar eigna-og framkvæmdadeild. Búið er að framlengja frest starfsmanna í niðurlögðum störfum til að sækjast eftir mati í hin nýju störf og hefur það verið kynnt viðkomandi starfsmönnum, sviðsstjórum, viðkomandi stjórnendum og stéttarfélaginu. Starfsmenn töldu að þeir þyrftu lengri frest og var hann framlengdur til loka maí þar sem það er samþykkt sveitarstjórnar að þeir geti óskað eftir mati. Nýja deildin tekur formlega til starfa þegar búið er að ráða í öll störfin þrjú og verður þá nýtt verklag kynnt starfsfólki Dalvíkurbyggðar með formlegum hætti. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 907 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • .10 201905086 Trúnaðarmál
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 907 Bókað í trúnaðarmálabók.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá AFE dags 8.maí 2019 þar sem leitað er eftir áhuga sveitarfélagsins á að leggja upplýsingar um iðnaðarlóðir ásamt innviðagreiningu í gagnabanka hjá AFE yfir vænlegar staðsetningar undir orkufreka starfsemi í Eyjafirði en líklegt er að aukin raforka komi inn á Eyjafjarðarsvæðið árið 2022. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 907 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra umhverfis-og tæknisviðs og sviðsstjóra veitu-og hafnasviðs að taka saman lista yfir iðnaðarlóðir í sveitarfélaginu ásamt innviðagreiningu og leggja fyrir byggðaráð á næsta fundi. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Árið 2017 og í byrjun árs 2018 var unnið að fjölmenningarstefnu fyrir Dalvíkurbyggð undir stjórn vinnuhóps um málefnið. Snemma árs 2018 var ákveðið að bíða með frekari vinnu þar til málstefna Dalvíkurbyggðar hefði litið dagsins ljós. Hún hefur nú verið samþykkt og því er nauðsynlegt að halda áfram vinnu við að móta fjölmenningarstefnuna. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 907 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vinnu við Fjölmenningarstefnu Dalvíkurbyggðar verði haldið áfram og að vinnuhópurinn verði áfram skipaður Gunnþóri Eyfjörð Gunnþórssyni, forstöðumanni safna og þjónustu-og upplýsingafulltrúa. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs hvað varðar vinnuhóp um Fjölmenningarstefnu Dalvíkurbyggðar.

    Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar. Þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.