Veitu- og hafnaráð

86. fundur 05. júní 2019 kl. 08:00 - 09:45 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Valdimar Bragason formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir aðalmaður
  • Kristján Hjartarson aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs
Dagskrá

1.Breytingar á reglum um fjármál sveitarfélaga við gildistöku núverandi sveitarstjórnarlaga

Málsnúmer 201904116Vakta málsnúmer

Erindi frá 905. fundi byggðarráðis sem haldinn var 02.05.2019, niðurstaða fundarins var:
"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til upplýsingar og skoðunar í öllum fagráðum sveitarfélagsins og til stjórnenda."
Tekið fyrir erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsett þann 23. apríl 2019, þar sem kynnt er frumkvæðisathugun ráðuneytisins frá því í janúar 2018 á grundvelli XI. kafla sveitarstjórnarlaga á því hvort og þá hvernig staðið hefði verið að breytingum á fjárhagsáætlunum þeirra sveitarfélaga þar misræmi á innsendum fjárhagsáætlunum sveitarfélaga fyrir árið 2016 og ársreikningum þeirra fyrir sama ár nam 5% eða meira. Það voru 26 sveitarfélög og var óskað eftir upplýsingum og skýringum frá hverju þeirra. Athugun ráðuneytisins hefur leitt i ljós að á umræddu ári var töluverður misbrestur á því að leitað væri heimildar sveitarstjórnar fyrir auknum útgjöldum og fjárfestingum áður en til þeirra var stofnað. Þessar niðurstöður leiða í ljós að framkvæmd fjárhagsáætlunar ársins 2016 var ekki í fullu samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga hjá a.m.k. þriðjungi sveitarfélaga landsins. Þeim sveitarfélögum sem tekin voru til skoðunar hefur þegar verið tilkynnt um niðurstöður athugarinnar. Ráðuneytið telur á hinn bóginn einnig mikilvægt að kynna öðrum sveitarfélögum þessa niðurstöðu og hvetja þau til að gæta þess að fjármálastjórn sé ávallt í fullu samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga og reglugerðar um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga nr. 1212/2015. Að síðustu skal það upplýst að ráðuneytið hyggst haustið 2020 gera að nýju könnun á framkvæmd sveitarfélaga að þessu leyti, nú vegna fjárhagsáætlana og ársreikninga 2019. Til umræðu ofangreint.
Lagt fram til kynningar.

2.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2019

Málsnúmer 201901088Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá fundargerð 413. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem haldinn var föstudaginn 15. maí 2019 kl. 17:00. Fundurinn var haldinn á Fosshótel, Patreksfirði.
Í 5. dagskrárlið fundargerðarinnar er fjallað um skýrslu um aðgerðaráætlun um orkuskipti í íslenskum höfnum - 1703001HA. Hún var send með fundargerðinni og er hér fylgiskjal undir þessum dagskrárlið.
Lögð fram til kynningar.

3.Fundargerðir Siglingaráðs

Málsnúmer 201905033Vakta málsnúmer

Með rafpósti, sem dagsettur er 15.04.2019, bárust eftirtaldar fundargerðir: 10. fundur Siglingaráðs frá 8. nóvember 2018, 11. fundur Siglingaráðs frá 13. desember 2018, 12. fundur Siglingaráðs frá 10. janúar 2019, 13. fundur Siglingaráðs frá 7. febrúar 2019 og 14. fundur Siglingaráðs frá 7. mars 2019.

Á 411. fundi stjórnar Hafnasambands Íslands var ákeðið að senda fundargerðir Siglingaráðs á allar aðildarhafnir til kynningar.
Lagðar fram til kynningar.

4.Samgönguáætlun 2020 - 2024

Málsnúmer 201905093Vakta málsnúmer

Með bréfi, sem dagsett er 6.05.2019, frá Vegagerð ríkisins er vakin athygli á því að hafinn er undirbúningur að næstu fimm ára samgönguáætlun þ.e. 2020 - 2024.Óskað er eftir umsóknum um öll þau verkefni sem til greina koma að ráðast í að mati stjórnar Hafnasjóðs.

Við gerð áætlunar verður endurskoðuð núverandi samgönguáætlun fyrir árin 2019 - 2023 og bætt við hana áætlun sem framkvæma skal á árinu 2024.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum að hafnastjóri og sviðsstjóri ræði við Vegagerðina vegna endurskoðunar á núverandi samgönguáætlun og þeirri breytingu sem mun verða á henni.

5.Styrkur vegna sjávarútvegsskólans

Málsnúmer 201905013Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Háskólanum á Akureyri, dagsett þann 3. maí 2019, þar sem óskað er eftir styrk frá Hafnasjóði Dalvíkurbyggðar að upphæð kr. 250.000 vegna Sjávarútvegsskólans sem starfræktur verði í sumar á Dalvík. Fram kemur að Hafnasjóður styrkti skólann í fyrra.

Meðfylgjandi er kynningarbréf á Sjávarútvegsskólanum, dagsett þann 8. apríl 2019.
Veitu- og hafnaráð tekur undir bókun byggðarráðs en þar segir. "Byggðaráð bendir Háskólanum á Akureyri á að senda þarf inn erindi fyrir tilskilinn auglýstan frest í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar Dalvíkurbyggðar hverju sinni og fer þess á leit að framvegis verði sá háttur hafður á ef óska á eftir framlagi frá sveitarfélaginu."

Veitu- og hafnaráð vill benda á að á heimasíðu Dalvíkurbyggðar er vakin athygli á umsóknarfresti um styrki til Dalvíkurbyggðar fyrir fjárhagsárið 2020 - 2023.
Ásdís Jónasdóttir vék af fundi undir þessum lið.

6.Austurgarður, þekja og rafmagnsmál.

Málsnúmer 201903011Vakta málsnúmer

Á þessum fundi eru teknar fyrir tvær fundargerðir:
Fundur meðbjóðenda var haldinn 23.05.2019 og var fundargerð þess fundar staðfest 9.05.2019.
Verkfundur var haldinn 9.05.2019 og var sú fundargerð staðfest 23.05.2019.
Lagðar fram til kynningar.

7.Framkvæmdir 2019.

Málsnúmer 201903096Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri gerði grein fyrir stöðu framkvæmda á veitu- og hafnasviði á yfirstandandi fjárhagsári.
Lagt fram til kynningar.

8.Fjárhagsáætlun 2020

Málsnúmer 201906008Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri kynnti fyrir ráðsmönnum tímaramma vegna starfs- og fjárhagsáætlunar 2020.
Lagt fram til kynningar.

9.Dalvíkurhöfn, umsókn um legupláss við flotbryggju.

Málsnúmer 201906011Vakta málsnúmer

Með rafpósti, sem dagsettur er 04.06.2019, óskar Freyr Antonsson f.h. Arctic Adventures að fyrirtækið fái öll viðleguplássin sem eru við flotbryggjuna.
Veitu- og hafnaráð felur yfirhafnaverði að leysa málið í samvinnu við bréfritara.

10.Beiðni um upplýsingar um fjárhagsstöðu hafna

Málsnúmer 201905157Vakta málsnúmer

Með rafpósti, sem dagsettur er 27.05.2019, kom eftirfarandi fram: "Sambandið er að undirbúa samantekt og ritun greinargerðar um fjárhagsstöðu hafna fyrir Hafnasamband Íslands með sama hætti og mörg undanfarin ár. Verður gerð grein fyrir niðurstöðum á hafnafundi í september nk. Meðfylgjandi er excel-skjal sem við biðjum ykkur að fylla út. Um er að ræða yfirlit yfir helstu stærðir úr ársreikningi 2018, fjárhagsáætlun 2019 og 2020 skv. 3ja ára áætlun. Loks er beðið um upplýsingar um fyrirhugaðar framkvæmdir 2019-2022 og nokkrar almennar upplýsingar um starfsemi hafnarsjóðs."
Erindinu var svarað 28.05.2019, með umbeðnum upplýsingum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:45.

Nefndarmenn
  • Valdimar Bragason formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir aðalmaður
  • Kristján Hjartarson aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs