Félagsmálaráð

230. fundur 23. maí 2019 kl. 15:15 - 17:15 í ráðhúsi Fjallabyggðar, Siglufirði
Nefndarmenn
 • Lilja Guðnadóttir formaður
 • Eva Björg Guðmundsdóttir varaformaður
 • Gunnar Eiríksson aðalmaður
 • Felix Jósafatsson aðalmaður
 • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Eyrún Rafnsdóttir
 • Þórhalla Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Eyrún Rafnsdóttir Sviðsstjóri félagsmálasviðs
Dagskrá

1.Sameiginlegur fundur félagsmálanefnda Fjallabyggðar og félagsmálaráðs Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201903034Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar sendi félagsmálaráði Dalvíkurbyggðar erindi dags. 12. febrúar 2019 þar sem ráðinu er boðið til sameiginlegs fundar. Félagsmálaráð Dalvíkurbyggðar tók erindið fyrir á fundi sínum 14. mars og þáði boðið með þökkum.
Tilgangur fundarins er að ræða sameiginleg verkefni á sviði félagsþjónustu sveitarfélaganna með áherslu á málefni fatlaðs fólks.
Fundinn sátu auk félagsmálaráðs Dalvíkurbyggðar; Félagsmálanefnd Fjallabyggðar:Ingvar Ágúst Guðmundsson, Díana Lind Arnarsdóttir, Hrafnhildur Ýr Denke Vilbertsdóttir, formaður, og Friðfinnur Hauksson.
Auk þess sat fundinn Hjörtur Hjartarson, deildarstjóri fjölskyldudeildar Fjallabyggðar

2.Samstarfssamningur um sameiginlegt þjónustusvæði Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um þjónustu við fólk með fötlun

Málsnúmer 201905122Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri Dalvíkurbyggðar, Eyrún Rafnsdóttir og deildarstjóri fjölskyldudeildar Fjallabyggðar, Hjörtur Hjartarson, kynna samstarfssamning sveitarfélaganna um þjónustu við fatlað fólk. Markmið samningsins er að samþætta þjónustu við fötluð börn og fullorðna í Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð, færa þjónustuna nær notendum og auðvelda þannig aðgang að henni. Framkvæmd samningsins er í höndum félagsþjónustum Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar. Fagleg samhæfing er í höndum fagteymis sem skipaður er stjórnendum og starfsmönnum félagsþjónustu sveitarfélaganna. Í samstarfssamningum er einnig fjallað um hvaða þjónustu sveitarfélögin skulu veita, fjármögnun, útgjöld og gildistími samstarfs. Þjónustuteymið er skipað af félagsmálastjórunum og ráðgjöfunum á hvoru svæði fyrir sig. Samningurinn hefur verið í gildi síðan 2016 og eru aðilar sammála um að vel hafi tekist til með framkvæmd samningsins.
Lagt fram til kynningar.

3.Tillaga að skipan notendaráðs fatlaðs fólks

Málsnúmer 201905123Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga þjónustuteymis fatlaðra, Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggar um sameiginlegt notendaráð fatlaðs fólks á þjónustusvæði Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar.
Í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga segir í 2.mgr.42.gr.að í hverju sveitarfélagi eða í sveitarfélögum sem eigi samstarf um þjónustu við fatlað fólk, skuli starfa formlegur samráðsvettvangur er nefnist samráðshópur um málefni fatlaðs fólks þar sem fjallað er um þjónustu við fatlað fólk og framkvæmd og þróun þjónustunnar. Í samráðshópnum skulu að lágmarki sitja þrír fulltrúar kosnir af sveitarstjórn og þrír fulltrúar tilnefndir af hagsmunasamtökum fatlaðs fólks.
Fundurinn samþykkir einróma að leggja til við sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar og bæjarstjórn Fjallabyggðar að sveitarfélögin standi sameiginlega að myndun notendaráðs fyrir fatlað fólk á þjónustusvæði sveitarfélaganna, sbr. 2.mgr.42.gr. laga nr. 40/1991. Tillaga fundarins er að hvort sveitarfélag fyrir sig skipi tvo kjörna fulltrúa í ráðið og auglýst verði eftir einstaklingum í setu í notendaráði, tveimur fulltrúum frá hvoru sveitarfélagi. Alls yrðu þá 8 einstaklingar í notendaráðinu.

4.Þjónusta við eldri borgara í Fjallabyggð

Málsnúmer 201905124Vakta málsnúmer

Deildarstjóri félagsmáladeildar Fjallabyggðar, Hjörtur Hjartarson segir frá dagþjónustu við eldri borgara í Fjallabyggð.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:15.

Nefndarmenn
 • Lilja Guðnadóttir formaður
 • Eva Björg Guðmundsdóttir varaformaður
 • Gunnar Eiríksson aðalmaður
 • Felix Jósafatsson aðalmaður
 • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Eyrún Rafnsdóttir
 • Þórhalla Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Eyrún Rafnsdóttir Sviðsstjóri félagsmálasviðs