Fjárhagsstaða sviðsins 2019

Málsnúmer 201904051

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 228. fundur - 09.04.2019

Tekin fyrir staða fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019
Vegna aukinna umsókna um lögbundin verkefni félagsmálasviðs frá íbúum sveitarfélagsins er starfsmönnum falið að reyna að hliðra til innan fjárhagsramma eins og hægt er, en að öðrum kosti að sækja um viðauka við fjárhagsáætlun 2019.

Byggðaráð - 904. fundur - 23.04.2019

Á 228.fundi félagsmálaráðs þann 9.apríl s.l. var eftirfarandi bókað:
"Fjárhagsstaða sviðsins 2019 - Tekin fyrir staða fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019
Vegna aukinna umsókna um lögbundin verkefni félagsmálasviðs frá íbúum sveitarfélagsins er starfsmönnum falið að reyna að hliðra til innan fjárhagsramma eins og hægt er, en að öðrum kosti að sækja um viðauka við fjárhagsáætlun 2019."

Til umræðu ofangreint.

Eyrún vék af fundi kl. 14:37.
Lagt fram til kynningar.

Félagsmálaráð - 229. fundur - 14.05.2019

Félagsmálastjóri lagði fram 3 mánaða stöðumat á fjárhagsáætlun félagsmálasviðs fyrir janúar-mars árið 2019.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 909. fundur - 06.06.2019

Á 908. fundi byggðaráðs þann 23.maí 2019 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra félagsmálasviðs, dagsett þann 14. maí 2019, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2019: a) Óskað er eftir viðauka við lykil 02180-9161, húsaleigubætur 15-17 ára, þannig að heimildin verði kr. 4.087.000 en er kr. 0 á þessum lykli. Bókfærð staða er kr. 1.362.800. Heimild vegna húsaleigubóta er nú kr. 1.500.000 og bókað kr. vegna húsleigubóta 15-17 ára og sérstakra húsaleigubóta kr. 1.773.981. b) Óskað er eftir viðauka við laun félagsmálaráðs. Við gerð fjárhagsáætlunar 2019 voru laun vegna formanns félagsmálaráðs ekki rétt skilgreind í þarfagreiningu. Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 127.815 til að leiðrétta áætlunina. Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu og fá frá sviðsstjóra félagsmálasviðs rýni á málaflokkinn í heild og hvort hægt sé að mæta þessum viðaukum með því að lækka aðrar deildir innan málaflokksins á móti."

Lögð fram samantekt sviðsstjóra félagsmálasviðs á stöðu málaflokksins í heild ásamt viðaukabeiðnum skv.liðum a) og b) hér að ofan.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun deildar 02180 lykil 9161 vegna 2019, viðauka nr. 11/2019, að upphæð kr. 2.724.200 og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé. Bókfærð staða er við umsókn um viðauka kr. 1.362.800 og sú fjárhæð er því dregin frá ofangreindri beiðni um viðauka þar sem ekki er heimilt að leiðrétta áætlun fyrir þeim kostnaði sem fallinn er til. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun deildar 02020 lykil 1030 vegna 2019, viðauka nr. 12/2019, að upphæð kr. 127.815 og að honum sé mætt með lækkun á lið 02010-4311, lögfræðiþjónusta. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 315. fundur - 18.06.2019

Á 909. fundi byggðaráðs þann 6. júní 2019 var eftirfarandi bókað:
"Á 908. fundi byggðaráðs þann 23.maí 2019 var eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra félagsmálasviðs, dagsett þann 14. maí 2019, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2019: a) Óskað er eftir viðauka við lykil 02180-9161, húsaleigubætur 15-17 ára, þannig að heimildin verði kr. 4.087.000 en er kr. 0 á þessum lykli. Bókfærð staða er kr. 1.362.800. Heimild vegna húsaleigubóta er nú kr. 1.500.000 og bókað kr. vegna húsleigubóta 15-17 ára og sérstakra húsaleigubóta kr. 1.773.981. b) Óskað er eftir viðauka við laun félagsmálaráðs. Við gerð fjárhagsáætlunar 2019 voru laun vegna formanns félagsmálaráðs ekki rétt skilgreind í þarfagreiningu. Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 127.815 til að leiðrétta áætlunina. Til umræðu ofangreint. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu og fá frá sviðsstjóra félagsmálasviðs rýni á málaflokkinn í heild og hvort hægt sé að mæta þessum viðaukum með því að lækka aðrar deildir innan málaflokksins á móti." Lögð fram samantekt sviðsstjóra félagsmálasviðs á stöðu málaflokksins í heild ásamt viðaukabeiðnum skv.liðum a) og b) hér að ofan. a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun deildar 02180 lykil 9161 vegna 2019, viðauka nr. 11/2019, að upphæð kr. 2.724.200 og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé. Bókfærð staða er við umsókn um viðauka kr. 1.362.800 og sú fjárhæð er því dregin frá ofangreindri beiðni um viðauka þar sem ekki er heimilt að leiðrétta áætlun fyrir þeim kostnaði sem fallinn er til. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar. b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun deildar 02020 lykil 1030 vegna 2019, viðauka nr. 12/2019, að upphæð kr. 127.815 og að honum sé mætt með lækkun á lið 02010-4311, lögfræðiþjónusta. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar. "

Til máls tók:

Þórhalla Karlsdóttir, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:44.

Fleiri tóku ekki til máls.
a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka við fjárhagsáætlun deildar 02180 lykil 9161 vegna 2019, viðauka nr. 11/2019, að upphæð kr. 2.724.200 og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé. Bókfærð staða er við umsókn um viðauka kr. 1.362.800 og sú fjárhæð er því dregin frá ofangreindri beiðni um viðauka þar sem ekki er heimilt að leiðrétta áætlun fyrir þeim kostnaði sem fallinn er til, Þórhalla Karlsdóttir tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka við fjárhagsáætlun deildar 02020 lykil 1030 vegna 2019, viðauka nr. 12/2019, að upphæð kr. 127.815 og að honum sé mætt með lækkun á lið 02010-4311, lögfræðiþjónusta, Þórhalla Karlsdóttir tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

Félagsmálaráð - 232. fundur - 10.09.2019

Lagt var fram til kynningar stöðumat á fjárhagsstöðu félagsmálasviðs fyrir tímabilið janúar-júlí 2019.
Lagt fram til kynningar

Félagsmálaráð - 234. fundur - 12.11.2019

Tekin var fyrir fjárhagsstaða félagsmálasvið miðað við fjárhagsáætlun ársins 2019
Lagt fram til kynningar. Félagsmálaráð lýsir ánægju sinni með fjárhagsstöðu sviðsins fyrir árið 2019

Félagsmálaráð - 235. fundur - 10.12.2019

Tekin fyrir fjárhagur félagsmálasviðs í nóvember 2019
Lagt fram til kynningar

Félagsmálaráð - 236. fundur - 14.01.2020

Félagsmálastjóri fór yfir fjárhagsstöðu félagsmálasviðs fyrir árið 2019. Einhverjir reikingar eiga eftir að berast en staða sviðsins er samkvæmt áætlun 177.144.635 kr. en rauntölur eru 166.423.723 kr. Sviðið er því að skila 6% lægri rekstrartölum en áætlað var.
Lagt fram til kynningar

Félagsmálaráð - 237. fundur - 11.02.2020

Lögð fram til kynningar frávikagreining frá fjárhagsáætlun vegna ársins 2019 frá félagsmálastjóra.
Lagt fram til kynningar