Fræðsluráð - 239, frá 12.06.2019

Málsnúmer 1906005F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 315. fundur - 18.06.2019

  • Kynnt var bréf frá Mennamálastofnun þar sem tilkynnt er að Árskógarskóli hafi verið valinn til mats haustið 2019. Markmið með ytra mati Menntamálastofnunar er hvetja til skólaþróunar, styðja við stjórnendur og kennara í umbótum á þeirra eigin starfi. Í matinu er lögð áhersla á þrjá þætti: stjórnun, nám og kennslu og innra mat skólans. Skóli, skólaráð eða sveitastjórn geta svo einnig óskað eftir því að einhver fjórði þáttur verði skoðaður í starfi skólans. Fræðsluráð - 239 Lagt fram til kynningar og sviðsstjóra og skólastjóra falið að kanna að leggja fyrir fjórða þátt fyrir 15.júní. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Friðrik Arnarson, skólastjóri Dalvíkurskóla gerði grein fyrir tveimur styrkjum sem skólinn fékk úthlutað úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla.
    Annars vegar eru það 300.000 kr. í verkefnið eflum Byrjendalæsið framhald og hinsvegar 320.000 kr. í verkefnið Sjálfstraust og sjálfsmynd.
    Fræðsluráð - 239 Lagt fram til kynningar og umræðu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir bréf dags. 27. maí 2019 frá Gerard Pokruszynski, sendiherra Póllands á Íslandi þar sem óskað er eftir því að kennd verði pólska í skólum sveitarfélagsins sem annað mál, eða sem valgrein fyrir tvítyngda nemendur. Fræðsluráð - 239 Fræðsluráð leggur til að sviðsstjóri kanni möguleikann á pólskukennslu fyrir nemendur í Dalvíkurbyggð. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi sem barst í tölvupósti frá Felix Rafn Felixsyni varðandi umferðarfræðslu í grunnskólum sveitarfélagsins og hvort mögulegt sé að taka hana markvisst upp aftur. Fræðsluráð - 239 Fræðsluráð hvetur grunnskólana til þess að skoða hvort mögulegt sé að taka upp markvissa umferðarfræðslu og tryggja þannig að þessum námsþætti sé sinnt. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Stjórnendur leik-og grunnskóla fóru yfir stöðu helstu verkefna sem og það helsta sem framundan er í starfinu. Fræðsluráð - 239 Fræðsluráð þakkar stjórnendum fyrir yfirferðina á þeim verkefnum sem eru í gangi og því sem framundan er. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Friðrik Arnarson, skólastjóri Dalvíkurskóla, gerði grein fyrir innra mati Dalvíkurskóla. Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, skólastjóri Krílakots, gerði grein fyrir innra mati Krílakots. Jónína Garðarsdóttir, skólastjóri Árskógarskóla, gerði grein fyrir innra mati Árskógarskóla. Fræðsluráð - 239 Lagt fram til kynningar og umræðu. Skólastjórum falið að sjá til þess að skýrslurnar fari inn á heimasíður skólanna.
    Fræðsluráð þakkar jafnframt Jónínu Garðarsdóttur fráfarandi skólastjóra Árskógarskóla fyrir vel unnin störf og óskar henni velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Gísli Bjarnason, sviðssjóri fræðslu- og menningarsviðs lagði fram fjárhagslegt stöðumat á málaflokk 04, janúar til og með maí 2019. Fræðsluráð - 239 Lagt fram til kynningar og umræðu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsett þann 23. apríl 2019, þar sem kynnt er frumkvæðisathugun ráðuneytisins frá því í janúar 2018 á grundvelli XI. kafla sveitarstjórnarlaga á því hvort og þá hvernig staðið hefði verið að breytingum á fjárhagsáætlunum þeirra sveitarfélaga þar misræmi á innsendum fjárhagsáætlunum sveitarfélaga fyrir árið 2016 og ársreikningum þeirra fyrir sama ár nam 5% eða meira. Það voru 26 sveitarfélög og var óskað eftir upplýsingum og skýringum frá hverju þeirra. Athugun ráðuneytisins hefur leitt i ljós að á umræddu ári var töluverður misbrestur á því að leitað væri heimildar sveitarstjórnar fyrir auknum útgjöldum og fjárfestingum áður en til þeirra var stofnað. Þessar niðurstöður leiða í ljós að framkvæmd fjárhagsáætlunar ársins 2016 var ekki í fullu samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga hjá a.m.k. þriðjungi sveitarfélaga landsins. Þeim sveitarfélögum sem tekin voru til skoðunar hefur þegar verið tilkynnt um niðurstöður athugarinnar. Ráðuneytið telur á hinn bóginn einnig mikilvægt að kynna öðrum sveitarfélögum þessa niðurstöðu og hvetja þau til að gæta þess að fjármálastjórn sé ávallt í fullu samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga og reglugerðar um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga nr. 1212/2015. Að síðustu skal það upplýst að ráðuneytið hyggst haustið 2020 gera að nýju könnun á framkvæmd sveitarfélaga að þessu leyti, nú vegna fjárhagsáætlana og ársreikninga 2019. Fræðsluráð - 239 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Guðný Sigríður Ólafsdóttir, kennari í Dalvíkurskóla og jafnframt verkefnastjóri í Erasmus verkefninu Robotication kynnti verkefnið fyrir fræðsluráði.
    Verkefnið fór af stað á þessu skólaári og stendur í tvö ár. Í maí var haldinn fyrsti vinnufundurinn þar sem aðilar frá þátttökulöndunum sex hittust til að skipuleggja og stilla saman strengi. Fundurinn fór fram í Póllandi en þegar verkefnið fór af stað í haust var fundur haldinn hér á Dalvík.
    Fræðsluráð - 239 Fræðsluráð þakkar Guðnýju fyrir áhugaverða og greinargóða kynningu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu og menningarsviðs upplýsti fræðsluráð og fór yfir starfsmannamál á sviðinu. Fræðsluráð - 239 Lagt fram til kynningar og umræðu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Kynnt var bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um aðgerðir í menntamálum. Aðgerðirnar snúa að því að fjölga kennurum á leik- og grunnskólastigi m.a. með því að greiða fyrir starfsnám á lokaári í M.Ed. námi, veita námsstyrk til kennaranema á lokaári í M.Ed. námi og styrkja starfandi kennara sem hyggja á nám í starfstengdri leiðsögn. Fræðsluráð - 239 Lagt fram til kynningar og umræðu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því allir liðir hennar lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.