Frá skólastjóra Árskógarskóla; Beiðni um viðauka vegna veikindalauna

Málsnúmer 201905112

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 908. fundur - 23.05.2019

Tekið fyrir erindi frá skólastjóra Árskógarskóla, dagsett þann 14. maí 2019, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2019 að upphæð kr. 3.014.258 vegna veikindalauna, deild 04240. Um er að ræða kostnað vegna tímabundinnar ráðningar, 100% starf, frá júní og til loka árs 2019. Lagt er til að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Heildarviðaukinn vegna annarra breytinga á launum samkvæmt kjarasamningum er kr. 3.563.277, með vísan í skýringar frá launafulltrúa.

Til umræðu ofangreint.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun deildar 04240 vegna 2019, viðauka nr. 10 /2019, að upphæð kr. 3.563.277 og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 315. fundur - 18.06.2019

Á 908. fundi byggðaráðs þann 23. maí 2019 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá skólastjóra Árskógarskóla, dagsett þann 14. maí 2019, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2019 að upphæð kr. 3.014.258 vegna veikindalauna, deild 04240. Um er að ræða kostnað vegna tímabundinnar ráðningar, 100% starf, frá júní og til loka árs 2019. Lagt er til að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Heildarviðaukinn vegna annarra breytinga á launum samkvæmt kjarasamningum er kr. 3.563.277, með vísan í skýringar frá launafulltrúa. Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun deildar 04240 vegna 2019, viðauka nr. 10 /2019, að upphæð kr. 3.563.277 og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar. "

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka við fjárhagsáætlun deildar 04240 vegna 2019, viðauka nr. 10 /2019, að upphæð kr. 3.563.277 og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé.