Sveitarstjórn

313. fundur 16. apríl 2019 kl. 16:15 - 17:13 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson forseti
  • Katrín Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Jón Ingi Sveinsson aðalmaður
  • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
  • Þórunn Andrésdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
  • Kristján Hjartarson varamaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Guðmundur St. Jónsson boðaði forföll og varamaður hans, Kristján E. Hjartarson, mætti á fundinn í hans stað.

Forseti kallaði eftir hvort væri athugasemdir við fundarboðið; engar athugasemdir komu fram. Forseti gerði grein fyrir viðbótargögnum sem sett voru undir 2 mál fyrr í dag.

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 903, frá 11.04.2019

Málsnúmer 1904008FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
2. liður, sér liður á dagskrá.
3. liður.
4. liður, sér liður á dagskrá.
5. liður, sér liður á dagskrá.
9. liður.
  • a) Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 13:05.

    Á 312. fundi sveitartjórnar þann 2. apríl 2019 var meðal annars eftirfarandi bókað og samþykkt:

    "Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum ofangreinda tillögu byggðaráðs að skipulagsbreytingum þannig að stofnuð er eigna-og framkvæmdadeild með þremur starfsmönnum, deildarstjóra og tveimur undirmönnum. Á móti eru lögð niður störf umhverfisstjóra, aðstoðarmanns umhverfisstjóra, umsjónarmanns fasteigna og húsvarðar Dalvíkurskóla. Auk þess er lagt niður sumarstarf forstöðumanns vinnuskóla. Lögð er áhersla á að sem minnst rót verði á núverandi starfsmenn og bjóða störf eins og hægt er, Katrín Sif Ingvarsdóttir greiðir atkvæði á móti, Dagbjört Sigurpálsdóttir tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis. "

    Til umræðu ofangreint hvað varðar fyrirkomulag og framkvæmdina á breytingunum. Einnig gerði sviðsstjóri grein fyrir ábendingum þeirra starfsmanna er sinna þeim störfum sem lögð verða niður á umhverfis- og tæknisviði.

    Börkur Þór vék af fundi kl. 13:53.

    b) Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Rúna Kristín Sigurðardóttir, launafulltrúi, kl. 13:53.

    Til umræðu launasetning nýju starfanna miðað við gildandi kjarasamninga, starfsmat og fyrirliggjandi starfslýsingar um starf deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar og starfsmanna Eigna- og framkvæmdadeildar.

    Rúna Kristín vék af fundi kl. 14:06.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 903 a) Lagt fram til kynningar.
    b) Niðurstaða byggðaráðs um launasetningu bókuð í trúnaðarmálabók.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Arnar Árnason, löggiltur endurskoðandi frá KPMG, Dagbjört Sigurpálsdóttir, aðalmaður í sveitarstjórn og Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 14:08.

    Allir aðalmenn í sveitarstjórn og sviðsstjórar fagsviða voru boðaðir á fundinn undir þessum lið.

    Arnar Árnason fór yfir helstu niðurstöður og forsendur ársreikning 2018.

    Arnar, Börkur og Dagbjört viku af fundi kl. 15:52.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 903
    Byggðaráð þakkar Arnari Árnasyni fyrir komuna og góða yfirferð.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ársreikningi Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2018 til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
  • Á 902. fundi byggðaráðs þann 28. mars 2019 samþykkti byggðaráð að fresta afgreiðslu á samningi við Umhverfisstofnun um Friðland Svarfdæla og fól sveitarstjóra og sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að koma ábendingum byggðaráðs um samningsdrögin, er varða aðallega starf landvarðar, til Umhverfisstofnunar.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 903 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi samning við Umhverfisstofnun um Friðland Svarfdæla og vísar honum til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tóku:
    Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri, sem gerði grein fyrir þeim breytingum sem gerðar hafa verið á samningsdrögunum frá síðasta fundi sveitarstjórnar og fundi byggðaráðs.
    Jón Ingi Sveinsson.



    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi drög að samningi við Umhverfisstofnun um Friðland Svarfdæla.
  • Tekið fyrir erindi frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dagsett þann 3. apríl 2019, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2019, deild 06500, að upphæð kr. 1.979.218 vegna tímabilsins 1. apríl - 31. desember 2019. Á móti er áætluð endurgreiðsla frá Vinnumálastofnun að upphæð kr. 1.463.040. Nettó áhrif viðaukans er því kr. 516.178.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 903 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka að upphæð kr. 516.178, viðauki nr. 8 við fjárhagsáætlun 2019, vegna deildar 06500 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
  • Tekið fyrir erindi frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dagsett þann 3. apríl 2019, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2019 að upphæð kr. 876.053 vegna fundaþóknana stýrihóps um Heilsueflandi samfélag, deild 06030. Lagt er til að viðaukanum verði mætt af lið 06030-4915 þannig að nettó áhrifin eru 0.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 903 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 9 við fjárhagsáætlun 2019, deild 06030, þannig að launaáætlun hækki um kr. 876.053 og liður 4915 lækki um sömu upphæð á móti. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
  • Tekið fyrir erindi frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dagsett þann 4. apríl 2019, þar sem fram kemur að um síðast liðin áramót tók í gildi ný reglugerð Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga nr. 1088/2018. Í reglugerðinni kemur fram nýtt viðmið sem er ætlað að koma til móts við kostnað vegna akstursþjónustu fatlaðs fólks úr dreifbýli. Úthlutun framlagsins byggir á umsóknum frá sveitarfélögum og verður útreikningur framlagsins með svipaðri aðferðafræði og framlag vegna skólaaksturs úr dreifbýli þar sem sem tekið er mið af akstursvegalengd og fjölda farþega. Óskað verður eftir umsóknum frá sveitarfélögum síðar á árinu. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 903 Byggðaráð vísar ofangreindu til félagsmálaráðs til upplýsingar og skoðunar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá Markaðsstofu Norðurlands, dagsettur þann 4. apríl 2019, þar sem kynnt er skýrsla um starf Flugklasans Air 66N síðustu mánuði. Formlegt erindi um áframhaldandi þátttöku sveitarfélaga í Flugklasanum til næstu ára verður sent út á næstunni. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 903 Byggðaráð vísar ofangreindu til atvinnumála- og kynningarráðs til upplýsingar og skoðunar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá styrktarsjóði EBÍ, dagsett þann 25. mars 2019, þar sem auglýst er eftir umsóknum aðildarsveitarfélaga EBÍ í sjóðinn. Umsóknarfrestur er til aprílloka, hvert sveitarfélag getur aðeins sent inn eina umsókn og skulu umsóknir vera vegna sérstakra framfaraverkefna. Dalvíkurbyggð fékk styrk árið 2018 og í reglum úthlutunarsjóðs er kveðið á um að sveitarfélag geti að öllu jöfnu ekki fengið úthlutað styrk tvö ár í röð. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 903 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar og skoðunar í framkvæmdastjórn. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Forsætisráðuneytinu, bréf dagsett þann 2. apríl 2019, þar sem fram kemur að ráðuneytið hyggst halda fund fimmtudaginn 6. júní n.k. kl. 13:00 í á Akureyri um málefni þjóðlendna. Fundurinn er nú haldinn í sjötta sinn. Rétt eins og í fyrra er ætlunin að bjóða forsvarsmönnum fjallskilanefnda með á fundinn.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 903 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umfjöllunar og skoðunar í landbúnaðarráði.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sveitartjóri og sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs sæki fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá Eyþingi, dagsettur þann 9. apríl 2019, þar sem vakin er athygli á ársfundi Byggðarstofnunar sem haldinn verður á Siglufirði fimmtudaginn 11. apríl 2019 (í dag), kl. 13:00. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 903 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Tækifæri, bréf dagsett þann 27. mars 2019 og móttekið 1. apríl 2019, þar sem boðað er til aðalfundar Tækifæris hf. á Akureyri föstudaginn 12. apríl 2019 kl. 14:00. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 903 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Guðmundur St. Jónsson vék af fundi undir þessum lið kl. 16:43 vegna vanhæfis.

    Á 901. fundi byggðaráðs þann 12. mars 2019 var áfram til umfjöllunar þátttaka Dalvíkurbyggðar í vinabæjamóti í Borgå í Finnlandi og frestaði byggðaráð erindinu og vísaði því til íþrótta-og æskulýðsfulltrúa að kanna frekar möguleikann um ofangreinda hugmynd um sameiginlega styrkumsókn með hinum vinarbæjum vegna ungmennaskipta. Skila þarf inn þátttökutilkynningu fyrir 14. apríl n.k.

    Sveitarstjóri gerði grein fyrir athugun íþrótta- og æskulýðsfulltrúa hvað varðar möguleika á að sækja um styrki sem athugun hans á ferðakostnaði. Styrkir til þátttöku eru ekki í myndinni. Á deild 21510 er gert ráð fyrir kr. 200.000 vegna ferðarkostnaðar og kr. 20.000 vegna gjafa.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 903 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að óska eftir að íþrótta- og æskulýðsfulltrúi sæki vinabæjamótið ásamt 2 ungmennum úr Ungmennaráði. Valið á fulltrúum Ungmennaráðs fari fram með útdrætti. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Til máls tók:
    Katrín Sigurjónsdóttir.

    Lagt fram til kynningar.

    Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar. Liðir 2, 4, og 5 eru sér liður á dagskrá.

2.Atvinnumála- og kynningarráð - 43, frá 03.04.2019

Málsnúmer 1904002FVakta málsnúmer

  • Á 41. fundi Atvinnumála- og kynningaráðs þann 6. febrúar 2019 var m.a. eftirfarandi bókað:
    "Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir með samhljóða með 5 atkvæðum að fela þjónustu- og upplýsingafulltrúa að halda áfram að markaðssetja kynningarmyndböndin í samræmi við tillögu um markaðssetningu sem lögð var fram 9. janúar s.l.".

    Á fundinum kynnti þjónustu- og upplýsingafulltrúi uppfærða skýrslu um kynningu á myndböndum nr. 1 og nr. 2.
    Atvinnumála- og kynningarráð - 43 Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir með samhljóða með 5 atkvæðum að fela þjónustu- og upplýsingafulltrúa að halda áfram að markaðssetja kynningarmyndböndin í samræmi áður kynntar tillögur. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 42. fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 6. mars 2019 var eftirfarandi bókað:
    "Forsvarsmenn fyrirtækja í ferðaþjónustu mættu á fund Atvinnumála- og kynningarráðs kl. 8:15. Alls mættu á fundinn 8 aðilar fyrir 9 fyrirtæki.

    Til umræðu hver staðan er í ferðaþjónustu í Dalvíkurbyggð og hverjar eru framtíðarhorfurnar. Einnig meðal annars hvort sé fækkun eða fjölgun ferðamanna, bókanir, starfsmannahald, markaðssetning, Upplýsingamiðstöðin, Markaðsstofa Norðurlands, Ferðatröll.


    Klukkan 9:40 kom á fundinn Sif Jóhannesdóttir, verkefnastjóri hjá Símenntunarstöð Eyjafjarðar á Dalvík. Sif kynnt hvernig SÍMEY getur stutt við ferðaþjónustuna til dæmis með námskeiðum.

    Sif vék af fundi kl. 10:05

    Forsvarsmenn fyrirtækja í ferðaþjónustu í Dalvíkurbyggð viku af fundi kl.10:05.

    Atvinnumála- og kynningarráð þakkar forsvarsmönnum fyrirtækja í ferðaþjónustu og Sif Jóhannesdóttur fyrir mætinguna á fundinn og góðar umræður. Atvinnumála- og kynningarráð felur þjónustu- og upplýsingafulltrúa að takan saman minnisblað um það helsta sem fram kom á fundinum og boða til annars fundar í tengslum við samstarf milli ferðaþjónustuaðila".

    Ferðaþjónustuðailar voru boðaðir að nýju á fund ráðsins en vegna dræmrar þátttöku þá fellur sá liður á þessum fundi.
    Farið var yfir framhaldið og næstu heimsóknir ráðsins til fyrirtækja skoðaðar.
    Atvinnumála- og kynningarráð - 43 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 310. fundi sveitarstjórnar þann 19. febrúar 2019 voru reglur Dalvíkurbyggðar um nýsköpunar- og þróunarsjóð staðfestar.

    Ásgeir Örn Blöndal Jóhannsson, bæjarlögmaður frá PACTA, mætti til fundar kl 8:30
    Bæjarlögmaður fór yfir vinnureglur nýsköpunar- og þróunarsjóðsins með ráðinu.

    Ásgeir vék af fundi 9:30.
    Atvinnumála- og kynningarráð - 43 Atvinnumála- og kynningarráð felur þjónustu- og upplýsingafulltrúa að auglýsa eftir umsóknum í sjóðinn í samræmi við reglur. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 42. fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 6. mars 2019 var eftirfarandi bókað:

    "Á 895. fundi byggðaráðs þann 7. febrúar 2019 var eftirfarandi bókað:
    Tekið fyrir erindi frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, dagsett þann 25. janúar 2019, þar sem fram kemur að ráðuneytið fer þess á leit að áfangastaðaáætlun Norðurlands fái viðeigandi umfjöllun í bæjarráði/sveitarstjórn og verði vísað til viðeigandi stofnunar / sviðs í sveitarfélaginu. Grunnhugsun að baki áfangastaðaáætlana fyrir landshluta er samstarf og samþætting vegna annarra áætlana á einstaka svæðum.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til atvinnumála- og kynningarráðs og umhverfisráðs til umfjöllunar. Lagt fram til kynningar".

    Björn Reynisson frá Markaðsstofu Norðurlands mætti á fundinn kl 9:30 og kynnti fyrir ráðinu verkefni ofangreinda áfangastaðaáætlun.

    Björn vék af fundi kl 10:45.
    Atvinnumála- og kynningarráð - 43 Lagt fram til kynningar. Atvinnumála- og kynningarráð þakkar Birni fyrir komuna á fund ráðsins og góða kynningu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti þær tillögur er varðar atvinnumála-og kynningarráð. Atvinnumála- og kynningarráð - 43 Vísað til gerðar starfs- og fjárhagsáætlunar 2020-2023. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

  • Á 42. fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 6. mars 2019 var eftirfarandi bókað:
    "Á 309. fundi sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar þann 15. janúar 2019 var Atvinnustefna Dalvíkurbyggðar samþykkt samhljóða.

    Á fundinum var til umræðu ofangreind stefna og næstu skref út frá aðgerðaáætlun stefnunnar. Farið var yfir þau verkefni sem tilgreind eru í áætluninni.
    Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir með 5 atkvæðum að fela þjónustu- og upplýsingafulltrúa að vinna drög að upplýsingasíðu fyrir ferðamenn inn á heimasíðu Dalvíkurbyggðar."

    Á fundinum kynnti þjónustu- og upplýsingafulltrúi drög að ofangreindri upplýsingasíðu.


    Atvinnumála- og kynningarráð - 43 Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að fela þjónustu- og upplýsingafulltrúa að vinna áfram að lið 5.5.4 og ljúka honum fyrir næsta fund ráðsins. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Til máls tók
    Katrín Sigurjónsdóttir.

    Lagt fram til kynningar.
  • Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar nr. 226 Atvinnumála- og kynningarráð - 43 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar nr. 227 og nr. 228. Atvinnumála- og kynningarráð - 43 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar,eru því allir liðir lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

3.Félagsmálaráð - 228, frá 09.04.2019

Málsnúmer 1904005FVakta málsnúmer

  • 3.1 201904042 Trúnaðarmál
    Trúnaðarmál - 201904042

    Bókað í trúnaðarmálabók
    Félagsmálaráð - 228
  • 3.2 201904044 Trúnaðarmál
    Trúnaðarmál 201904044

    Bókað í trúnaðarmálabók
    Félagsmálaráð - 228
  • 3.3 201904053 Trúnaðarmál
    Trúnaðarmál 201904053

    Bókað í trúnaðarmálabók
    Félagsmálaráð - 228
  • 3.4 201904045 Trúnaðarmál
    Trúnaðarmál 201904045

    Bókað í trúnaðarmálabók
    Félagsmálaráð - 228
  • 3.5 201904046 Trúnaðarmál
    Trúnaðarmál 201904046

    Bókað í trúnaðarmálabók
    Félagsmálaráð - 228
  • Þroskaþjálfi félagsþjónustusviðs fór yfir stöðu mála hvað varðar sumarvinnu fyrir fötluð ungmenni í Dalvíkurbyggð. Undanfarin ár hafa fyrirtæki í sveitarfélaginu verið tilbúin að bjóða fötluðum ungmennum á aldrinum 16-18 ára vinnu en hafa ekki getað greitt þeim laun fyrir vinnu sína. Félagsmálasvið hefur greitt þann launakostnað. Í sumar munu 3 einstaklingar vera í þessum sporum. Ekki er gert ráð fyrir slíkum kostanði í fjárhagsáætlun sviðsins. Félagsmálaráð - 228 Félagsmálaráð samþykkir að sótt verði um viðauka við fjárhagsáætlun vegna sumarvinnu fatlaðra ungmenna. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Þroskaþjálfi félagsmálasviðs fór yfir umsókn um frístundaþjónustu við fatlað barn yfir sumartímann. Í lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir segir í 16. gr að sveitarfélög skuli bjóða fötluðum börnum og ungmennum upp á frístundaþjónustu eftir að reglubundnum skóladegi lýkur og eftir atvikum áður en dagleg kennsla hefst. Þessi þjónusta tekur við af almennri frístundaþjónustu grunnskóla og henni lýkur þegar viðkomandi lýkur framhaldsskóla. Ekki er fjallað sérstaklega um dvöl yfir sumartímann. Í 18.gr. kemur fram að fötluð börn skuli eiga kost á að komast í sumardvöl að heiman eins og önnur börn, um aðra vistun er ekki fjallað þar. Starfsmenn hafa sent fyrirspurn til Sambands Íslenska sveitarfélaga um túlkun en ekki fengið svör. Ekki var gert ráð fyrir þessum kostnaði við gerð fjárhagsáætlunar. Félagsmálaráð - 228 Félagsmálaráð samþykkir að sækja um viðauka við fjárhagsætlun sviðsins fyrir árið 2019. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekin fyrir staða fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019 Félagsmálaráð - 228 Vegna aukinna umsókna um lögbundin verkefni félagsmálasviðs frá íbúum sveitarfélagsins er starfsmönnum falið að reyna að hliðra til innan fjárhagsramma eins og hægt er, en að öðrum kosti að sækja um viðauka við fjárhagsáætlun 2019. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 3.9 201904041 Orlof húsmæðra 2019
    Tekið fyrir erindi dags. 01.04.2019 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem fram kemur að samkvæmt upplýsingum frá Félagsmálaráðuneytinu skuli framlag sveitarfélaga til orlofsnefnda á hverju svæði vera minnst kr. 114,22 fyrir hvern íbúa sveitarfélagsins. Framlag þetta skal greiða orlofsnefnd viðkomandi orlofssvæðis fyrir 15.maí nk. sbr. 5.gr. laga nr. 53/1972 Félagsmálaráð - 228 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi dags. 04.04.2019 frá Skrifstofu sveitarfélaga og byggðamála um akstursþjónustu fatlaðs fólks á árinu 2019. Fram kemur að um síðastliðin áramót taki í gildi ný reglugerð Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga nr. 1088/2018. Í B hluta 14.greinar reglugerðarinnar, sem fjallar um útgjaldajönunarframlög sjóðsins, kemur inn nýtt viðmið sem ætlað er að koma til móts við kostnað vegna akstursþjónustu fatlaðs fólks í dreifbýli. Tilkoma þessa nýja viðmiðs útgjaldajöfnunarframlaganna má rekja til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun. Markmiðið er að styðja við skipulagða akstursþjónustu úr dreifbýli fyrir fatlað fólk. Úthlutun byggir á umsóknum frá sveitarfélögunum og verður útreikningur með svipaðri aðferðafræði og framlag vegna skólaaksturs úr dreifbýli en þar er tekið mið af akstursvegalengd og fjölda farþega. Félagsmálaráð - 228 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 3.11 201904039 Handbók um NPA
    Tekið fyrir erindi dags. 13.03.2019 frá Félagsmálaráðuneytinu sem vekur athygli á að drög að handbók um NPA sé hægt að sjá í samráðsgátt stjórnvalda. Félagsmálaráð - 228 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið var fyrir erindi dags. 03.04.2019 frá NPA miðstöðinni en sent hefur verið bréf til tengiliða í félagsþjónustu helstu sveitarfélaga á Íslandi auk Sambands Íslenskra sveitarfélaga og Félagsmálaráðuneytis. Í bréfinu er þess krafist að sveitarfélög aðlagi framkvæmd sína á NPA að ákvæðum laga nr. 38/2018 og reglugerð nr. 1250/2018. Telji sveitarfélög sig af einhverjum ástæðum ekki þurfa að aðlaga framkvæmd sína að þeim kröfuliðum sem fram koma í bréfinu er óskað staðfestingar á því með rökstuðningi. NPA miðstöðin leggur áherslu á góða samvinnu við sveitarfélög að taka upp það verklag og þá framkvæmd sem lögin og reglulgerðin kveða á um. Félagsmálaráð - 228 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi dags. 13.03.2019 frá Vinnumálastofnun. Athygli er vakin á að um þessar mundir er að finna fjölda einstaklinga sem búa að viðamikilli og fjölbreyttri háskólamenntun á skrá hjá Vinnumálastofnun. Stofnunin vill því vekja athygli á þeim möguleika að ráða gott starfsfólk og fá til þess þjálfunarstyrk. Þeirri spurningu er beint til sveitarfélagsins hvort þau sumarstörf sem falli til gætu staðið þessum atvinnuleitendum til boða. Vinnumálastofnun efndi til svipaðs átaks í fyrrasumar og niðurstaða var sú að tugir atvinnuleitenda fengu annaðhvort tímabundið eða framtíðarstarf í kjölfarið. Félagsmálaráð - 228 Félagsmálaráð hvetur starfsmenn sviðsins til að taka þátt í þessu átaki og bjóða háskólamenntuðum einstaklingum sumarvinnu hjá sveitarfélaginu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi dags. 28.03.2019 frá Félagsmálaráðuneytinu. Í bréfinu er vakin athygli á skýrsluna Aðgerðir til þess að endurvekja traust og trúnað í málaflokki barnaverndar á Íslandi og hefur hún verið birt á heimasíðu ráðuneytisins. Félagsmálaráð - 228 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi dags. 07.03.2019 frá Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar. Í bréfinu kemur fram að Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar hafi verið starfrækt frá því í maí 2018. GEF er ráðuneytisstofnun sem sækir umboð sitt til 17.gr. laga um Stjórnarráð Íslands nr. 115/5011. Starfsemi stofnunarinnar grundvallast á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Frá stofnun GEF hefur m.a. verið unnið að því að skýra verksvið stofnunarinnar og skyldur, að móta verkferla og verklagsreglur, að kynna verkefnasvið GEF fyrir helstu samstarfsaðilum. sem og efna til tengsla við sambærilegar stofnanir í öðrum löndum til að fylgjast með nýjustu straumum og afla þekkingar á málasviðinu. Félagsmálaráð - 228 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi dags. 13.03.2019 frá Sambandi Íslenska sveitarfélaga. Í bréfi þeirra áframsenda þau póst um sárafátæktarsjóð Rauða krossins. Stofnaður hefur verið sjóður til styrktar þeim sem búa við sárafátækt. Meginmarkmið sjóðsins er að koma til móts við bráðan fjárhagsvanda með úthlutun neyðarstyrks til eldri borgara og barnafjölskyldna sem búa við sárafátækt. Um er að ræða tímabundið átak sem endurmetið verður á aðalfundi félagsins á árinu 2020. Horft er til tekna og eigna umsækjenda til að meta rétt til styrks. Umsækjendur yngri en 18 ára eiga ekki rétt á styrk né námsmenn í lánshæfu láni hjá LÍN. Félagsmálaráð - 228 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi dags. 25.03.2019 frá nefndarsviði Alþingis. Sent er til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni(neyslurími), 711. mál. Félagsmálaráð - 228 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar. Eru því allir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

4.Fræðsluráð - 237, frá 10.04.2019

Málsnúmer 1904004FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
6. liður.
  • Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs
    kynnti fundarboð frá Símey um ársfund sem hann mun sitja þann 10. apríl næstkomandi.
    Fræðsluráð - 237 Fræðsluráð byrjaði fundinn á því að bjóða Gísla Bjarnason velkominn til starfa.

    Lagt fram til kynningar.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Friðrik Arnarson, skólastjóri Dalvíkurskóla kynnti viðmiðunarreglur skólans varðandi skólasókn og viðbrögð við ófullnægjandi skólasókn sem taka munu gildi næsta haust. Fræðsluráð - 237 Fræðsluráð þakkar fyrir góða kynningu og fagnar því að viðmið vegna fjarvista, veikinda og leyfa séu tilbúin.
    Lagt fram til kynningar og umræðu.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Kynning á Menningarminjakeppni Evrópu en markmið keppninnar er að vekja athygli barna og unglinga á menningarminjum hérlendis með því að vinna fjölbreytt verkefni sem snúa að minjum í umhverfi hvers og eins. Minjastofnun Íslands hvetur skóla til þátttöku í verkefninu. Fræðsluráð - 237 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Friðrik Arnarson, skólastjóri Dalvíkurskóla fór yfir fundagerðir fagráðs frá 18.mars og 8.apríl. Fræðsluráð - 237 Lagt fram til kynningar og umræðu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Skýrsla um úttekt á læsisstefnu sveitarfélaga kynnt. Úttektin sýnir meðal annars að 93% grunnskólabarna á íslandi og 87% leikskólabarna eru í skólum sem sett hafa sér læsisstefnu. Úttektin sýnir jafnframt einungis rúmlega þriðjungur allra sveitarfélaga hefur sett sér formlega læsisstefnu. Fræðsluráð Dalvíkurbyggðar samþykkti árið 2017 að læsisstefna Eyjafjarðar Læsi er lykillinn, yrði stefna sveitarfélagsins í læsi. Fræðsluráð - 237 Lagt fram til kynningar.
    https://lykillinn.akmennt.is/
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Stjórnendur leik-og grunnskóla lögðu fram skóladagatöl fyrir skólaárið 2019 - 2020. Fræðsluráð - 237 Fræðsluráð samþykkir fyrirliggjandi skóladagatöl Árskógarskóla, Dalvíkurskóla og Krílakots með fyrirvara um breytingar samkvæmt umræðum á fundi. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tók:
    Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu fræðsluráðs og fyrirliggjandi skóladagatöl fyrir Árskógarskóla, Dalvíkurskóla og Krílakot.
  • Gísli Bjarnason, sviðstjóri fræðslu-og menningarsviðs lagði fram fjárhagslegt stöðumat á málaflokk 04, janúar til og með mars 2019. Fræðsluráð - 237 Lagt fram til kynningar og umræðu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Stjórnendur leik-og grunnskóla fóru yfir stöðu helstu verkefna sem og það helsta sem framundan er í starfinu. Fræðsluráð - 237 Fræðsluráð þakkar stjórnendum fyrir yfirferðina á þeim verkefnum sem eru í gangi og því sem framundan er. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, skólastjóri Krílakots fór yfir helstu niðurstöður úr foreldrakönnun sem lögð var fyrir í febrúar. Fræðsluráð - 237 Lagt fram til kynningar og umræðu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Guðrún Halldóra, leikskólastjóri Krílakots sagði frá styrkveitingu úr Sprotasjóði fyrir verkefnið orðaleik. Leikskólinn tekur þátt í verkefninu ásamt Miðstöð skólaþróunar og leikskólanum Iðavöllum. Markmið verkefnisins er að efla íslenskukennslu barna af erlendum uppruna í leikskólum og þróa aðgengilegt námsefni í íslensku fyrir leikskólabörn af erlendum uppruna. Fræðsluráð - 237 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar. Þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar.

5.Íþrótta- og æskulýðsráð - 110, frá 02.04.2019

Málsnúmer 1903019FVakta málsnúmer

  • Á 899. fundi byggðaráðs þann 7. mars 2019 var meðal annars eftirfarandi bókað. "Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum tillögum til fagráðanna eftir því sem við á til umfjöllunar, sem trúnaðarmál á vinnslustigi."
    Lagðar fram tilögur vinnuhóps sem fór yfir íþrótta- og æskulýðsmál.
    Íþrótta- og æskulýðsráð - 110 Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til að fundir ungmennaráðs verði ekki fækkað meira en niður í 8 fundi á ári.
    Íþrótta- og æskulýðsráð er mótfallið því að tóna niður viðburðinn um kjör á íþróttamanni ársins. Þetta er uppskeruhátíð íþrótta-og afreksfólks í sveitarfélaginu og því mikilvægt að viðburðinum verði sýndur sómi og vel gert við gesti.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 5.2 201902081 Reglur hjólabrautar
    Á 21. fundi Ungmennaráðs var eftirfarandi bókað: "Ráðið yfirfór reglur um hjólabrautina við Dalvíkurskóla og lagði til nokkrar orðalagsbreytingar á reglunum. Aðeins var samþykkt ein efnisleg breyting, en það var að fækka hámarks fjölda í brautinni úr sex í fjóra"
    Reglurnar lagðar fram til umræðu og staðfestingar ráðsins.
    Íþrótta- og æskulýðsráð - 110 Íþrótta- og æskulýðsráðs samþykkir reglurnar eins og þær koma fyrir fundinn og leggur til að bætt verði við að á skólatíma séu reiðhjól ekki leyfð, þar sem það samræmist reglum skólans. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Farið yfir þær athugasemdir sem bárust. Aðeins skíðafélag Dalvíkur sendi inn athugsemdir. Íþrótta- og æskulýðsráð - 110 Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að taka umræðu um reglurnar með fulltrúum íþróttafélaga í Dalvíkurbyggð á vorfundi ráðsins í maí. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Íþrótta- og æskulýðsráð - 110 Fundargerð stýrihóps um heilsueflandi samfélag lögð fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi hefur verið í sambandi við íþróttafélögin í Dalvíkurbyggð frá síðasta fundi ráðsins. Hann gerði grein fyrir þeim athugasemdum sem komið hafa. Íþrótta- og æskulýðsráð - 110 Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að taka umræðu um samningana með fulltrúum íþróttafélaga í Dalvíkurbyggð á vorfundi ráðsins í maí. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Lagðar fram áætlanir Hestamannafélagins Hrings og Skíðafélags Dalvíkur um framtíðaruppbyggingu félaganna til næstu ára. Íþrótta- og æskulýðsráð - 110 Umræða um framtíðaruppbyggingu mannvirkja íþróttafélaga í Dalvíkurbyggð. Vísað til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar í haust. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Samkvæmt verk- og tímaáætlun er tímabært að fara yfir starfsáætlun fyrir árið 2019. Íþrótta- og æskulýðsráð - 110 Yfirferð frestað til næsta fundar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar. Eru því allir liðir hennar lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

6.Menningarráð - 73, frá 03.04.2019

Málsnúmer 1903016FVakta málsnúmer

  • Tekin fyrir umsókn frá Svanfríði Ingu Jónasdóttur f.h. Tónlistarfélags Dalvíkur. Sótt er um 140.000 kr til að halda menningarhátíðina Svarfdælskur mars 2019 en hátíðin er haldin árlega seinni partinn í mars. Menningarráð - 73 Menningarráð samþykkir styrkveitingu að upphæð 140.000 kr. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekin fyrir umsókn frá Menningarfélaginu Berg ses. Sótt er um 200.000 kr vegna Klassík í Bergi 2019-2020 sem er tónleikaröð, tvennir til þrennir tónleikar á ári. Menningarráð - 73 Menningarráð samþykkir styrkveitingu að upphæð 200.000 kr. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekin fyrir umsókn frá Ösp Kristjánsdóttur. Sótt er um 400.000 kr. vegna Tónatrítl, söng-, hreyfingar-og dansnámskeið ætlað börnum 0-3 ára sem er áætlað að halda á haustdögum. Menningarráð - 73 Menningarráð samþykkir styrkveitingu að upphæð 250.000 kr. til að mæta kostnaði við námskeiðið. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekin fyrir umsókn frá Kristjönu Arngrímsdóttur. Sótt er um 325.000 kr vegna tónleikaraðarinnar Gestaboð Kristjönu sem er áætlað að halda okt-des 2019. Menningarráð - 73 Menningarráð samþykkir styrkveitingu að upphæð 300.000 kr. til að mæta kostnaði við tónleikahaldið. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekin fyrir umsókn frá Árna Jónssyni. Sótt er um 500.000 kr einkasýningar á video-og hljóðverki í Menningarhúsinu Bergi haustið 2019. Menningarráð - 73 Menningarráð samþykkir styrkveitingu að upphæð 250.000 kr. til að mæta kostnaði við uppsetningu verksins í Menningarhúsinu Bergi. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekin fyrir umsókn frá Önnu Kristínu Guðmundsdóttur. Sótt er um 450.000 kr til að halda sumarnámskeið í umhverfishönnun fyrir unglinga og ungt fólk. Menningarráð - 73 Menningarráð hafnar umsókninni þar sem hún fellur ekki að vinnureglum sjóðsins. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekin fyrir umsókn frá Hjörleifi Hjartarsyni. Sótt er um 1.000.000 kr vegna gerðar apps til hljóðleiðsagnar um Dalvíkurbyggð. Menningarráð - 73 Menningarráð hafnar umsókninni þar sem verkefnið er því miður ofvaxið fjárhagsgetu sjóðsins. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekin fyrir umsókn frá Friðriki Friðrikssyni f.h. Karlakórs Dalvíkur. Sótt er um 200.000 kr. vegna æfinga kórsins og tónleika í maí 2019. Menningarráð - 73 Menningarráð samþykkir styrkveitingu að upphæð 200.000 kr. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekin fyrir umsókn frá Heiðdísi Björk Gunnarsdóttur f.h. Sölku kvennakórs. Sótt er um 285.000 kr. vegna æfinga og tónleikahalds árið 2019 Menningarráð - 73 Menningarráð samþykkir styrkveitingu að upphæð 200.000 kr. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekin fyrir umsókn frá Menningarfélaginu Berg ses. Sótt er um 160.000 kr vegna opins námskeiðs fyrir íbúa Dalvíkurbyggðar í læsi og rýni á myndlist. Menningarráð - 73 Menningarráð hafnar umsókninni þar sem kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar Menningarfélagsins Bergs. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Margréti Kristinsdóttur f.h. Mímiskórsins - kórs eldri borgara. Sótt er um styrk að upphæð 300.000 kr vegna æfinga og tónleikahalds. Menningarráð - 73 Menningarráð samþykkir styrkveitingu að upphæð 200.000 kr. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Magnúsi Rúnari Magnússyni. Sótt er um 25.000 kr, rekstrarstyrk fyrir frétta- og menningarvefinn Dal.is Menningarráð - 73 Menningarráð hafnar umsókninni þar sem umsækjandi uppfyllir ekki reglur sjóðsins hvað varðar lögheimili. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Kristínu A.Símonardóttur. Sótt er um kr. 500.000 vegna fótlaugar Bakkabræðra. Menningarráð - 73 Menningarráð hafnar umsókninni þar sem menningarsjóður hefur ekki komið að uppbyggingu sambærilegra sérhæfðra lauga/baða í sveitarfélaginu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekin fyrir umsókn frá Kristínu A. Símonardóttur. Sótt er um 369.000 kr vegna hugmynda um sögu kvikmyndasýninga í Ungó. Menningarráð - 73 Menningarráð samþykkir styrkveitingu að upphæð 200.000 kr. til að mæta kostnaði við uppsetningu sýningargluggans. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Lagt fram til kynningar rekstrarreikningur fyrir málaflokk 05 - menningarmál jan.-feb.2019. Menningarráð - 73 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Lagt fram til kynningar yfirlit yfir lögmælt verkefni sveitarfélaga frá Samgöngu-og sveitarstjórnarráðuneytinu.

    Þar kemur fram um rekstur safna:
    Almenningsbókasöfn - lögskylt verkefni skv.bókasafnalögum nr. 150/2012
    Héraðsskjalasöfn - lögheimil verkefni skv. lögum um opinber skjalasöfn nr. 77/2014
    Byggðasöfn - valkvætt verkefni.
    Menningarráð - 73 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 6.17 201901038 Trúnaðarmál
    Menningarráð - 73 Bókað í trúnaðarmálabók Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Björk Eldjárn Kristjánsdóttir og Björk Hólm Þorsteinsdóttir kynntu þau mál sem verið er að vinna að á söfnum Dalvíkurbyggðar. Menningarráð - 73 Menningarráð þakkar Björk Eldjárn og Björk Hólm fyrir góða kynningu.

    Menningarráð felur sviðsstjóra fræðslu-og menningarsviðs að kanna möguleika á að nýta muni úr fuglasýningu Náttúrusetursins á Húsabakka ses til sýninga á Byggðasafninu.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar. Eru því allir liðir í fundargerðinni lagðir fram til kynningar.

7.Umhverfisráð - 318, frá 05.04.2019

Málsnúmer 1904003FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
9. liður.
10. liður.
  • 7.1 201809045 Framkvæmdir 2019
    Til umræðu framkvæmdir sumarsins og staða verkefna. Undir þessum lið kom inn á fundinn kl. 08:17 Valur Þór Hilmarsson umhverfisstjóri. Umhverfisráð - 318 Umhverfisráð þakkar umhverfisstjóra fyrir yfirferðina. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Með innsendu erindi dags. 4. febrúar 2019 óskar Gunnar Sigursteinsson fyrir hönd Vélvirkja ehf eftir landi til skógræktar. Hugmyndinn er að fyrirtækið geti kolefnisjafnað starfsemi sína með skógrækt. Umhverfisráð - 318 Valur vék af fundi kl. 09:23
    Umhverfisráð þakkar Gunnari mjög áhugavert erindi.
    Ráðið vísar erindinu til endurskoðunar aðalskipulags Dalvíkurbyggðar þar sem lögð verður áhersla á loftslagsmál og útfærslu á svæðum til skógræktar í Dalvíkurbyggð.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Með innsendu erind dags. 22. febrúar 2019 óska þeir Árni Halldórsson og Elvar Reykjalín eftir viðræðum vegna nauðsynlegra framkvæmda á Hauganesi samkvæmt meðfylgjandi erindi. Umhverfisráð - 318 Umhverfisráð vísar umbeðnum framkvæmdum til gerðar deiliskipulags svæðisins og til gerðar fjárhagsáætlunar 2020.
    Ráðið felur einnig sviðsstjóra að ræða við bréfritara um framhaldið.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 895 fundi byggðarráðs var erindnu vísað til umræðu í umhverfisráði og eftirfarandi bókað
    "Tekið fyrir erindi frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, dagsett þann 25. janúar 2019, þar sem fram kemur að ráðuneytið fer þess á leit að áfangastaðaáætlun Norðurlands fái viðeigandi umfjöllun í bæjarráði/sveitarstjórn og verði vísað til viðeigandi stofnunar / sviðs í sveitarfélaginu. Grunnhugsun að baki áfangastaðaáætlana fyrir landshluta er samstarf og samþætting vegna annarra áætlana á einstaka svæðum."
    Umhverfisráð - 318 Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar undrast hversu lítið er fjallað um sveitarfélagið Dalvíkurbyggð og þá mörgu áhugaverðu staði sem það hefur uppá að bjóða. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Lagður fram undirskriftarlisti/áskorun frá íbúum Svarfaðar og Skíðadals fyrir bættum samgöngum í dölunum. Umhverfisráð - 318 Umhverfisráð tekur heils hugar undir áskorun frá íbúum Svarfaðar og Skíðadals. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 311. fundi sveitarstjórnar var eftirfarandi bókað
    "Sveitarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu á tillögu umhverfisráðs um breytingu á deiliskipulagi vegna Hringtúns. Sveitarstjórn vísar því til umhverfisráðs að fara vel yfir og kortleggja öll svæði á Dalvík við þegar tilbúnar götur þar sem hægt væri að koma fyrir minni eignum, fjölbýli, par-og raðhúsum. Tillögurnar yrðu lagðar fyrir byggðaráð og niðurstöður færu í framhaldinu í almenna kynningu.

    Rökstuðningur:
    Það er stefna sveitarstjórnar að fjölga íbúum í Dalvíkurbyggð. Í lið 24 verður til afgreiðslu ný húsnæðisáætlun Dalvíkurbyggðar 2019-2027.
    Þar kemur fram að áætluð fjölgun í sveitarfélaginu um 25 íbúa kallar á um 10 nýjar íbúðir og er þörfin áætluð þannig:
    3 fjölbýli
    6 par-og raðhús
    1 einbýli
    Eftirspurn í nýbyggingum undanfarin ár hefur verið mest í minni eignir og eins og er er engin skipulögð lóð laus fyrir parhús eða raðhús á Dalvík.
    Þetta hamlar framþróun á byggingarmarkaði og því áríðandi að leitað sé lausna."

    Lög fram til kynningar og umræðu samantekt frá teiknistofu arkitekta um mögulegar lóðir við þegar byggðar götur
    Umhverfisráð - 318 Umhverfisráð leggur til að haldin verði opin íbúafundur í Bergi fimmtudaginn 11. apríl kl. 17:15.
    Þar verða kynntar þær hugmyndir sem unnið hefur verið með um þéttingu byggðar við þegar tilbúnar götur á Dalvík.
    Einnig verður kallað eftir hugmyndum íbúa um hvar mögulegt væri að koma fyrir minni eignum,fjölbýli,par- og raðhúsum innan núverandi byggðar
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til umræðu erindi frá styrktarsjóði EBÍ fyrir 2019 Umhverfisráð - 318 Lagt fram til kynningar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Lögð fram til kynningar lýsing fyrir gerð landsskipulagsstefnu um loftslag, landslag og lýðheilsu. Umhverfisráð - 318 Lagt fram til kynningar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Með innsendu erindi dags. 14. mars 2019 óskar Zophonías Ingi Jónmundsson eftir byggingarleyfi fyrir einbýlishús að Hrafnsstöðum 2 samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 318 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdnir og felur sviðsstjóra að veita umbeðið byggingarleyfi.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tók:
    Kristján E. Hjartarson sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:35.

    Sveitarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráð um byggingaleyfi vegna einbýlishúss að Hrafnsstöðum 2, Kristján E. Hjartarson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.
  • Með innsendu erindi dags. 02. apríl 2018 óska Leiguíbúðir Dalvíkurbyggðar Hses eftir byggingarleyfi við Lokastíg 3-17, Dalvík samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 318 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdnir og felur sviðsstjóra að veita umbeðið byggingarleyfi.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tóku:

    Kristján E. Hjartarson sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:35.
    Jón Ingi Sveinsson, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:36.

    Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um byggingaleyfi við Lokastíg 3-17 á Dalvík, Kristján E. Hjartarson og Jón Ingi Sveinsson taka ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.


    Kristján E. Hjartarson og Jón Ingi Sveinsson komu inn á fundinn að nýju kl. 16:38.

    Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annaðí fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar. Þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynnningar í sveitarstjórn.

8.Umhverfisráð - 319,frá 11.04.2019

Málsnúmer 1904007FVakta málsnúmer

  • Til umræðu og afgreiðslu tillögur um svæði á Dalvík við þegar tilbúnar götur þar sem hægt er að koma fyrir minni eignum, fjölbýli, par-og raðhúsum. Umhverfisráð - 319 Umhverfisráð leggur til að eftirfarandi svæði verði tekin til endurskoðunar.
    1. Deiliskipulag Hóla- og túnahverfis tillögur 5,6,7 og 9.
    2. Deiliskipulag Lokastígsreits tillaga 1.
    3. Nýtt deiliskipulag við Svarfaðarbraut tillaga 10.

    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Til máls tók:
    Katrín Sigurjónsdóttir.


    Lagt fram til kynningar.

    Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar og er hún því lögð fram til kynningar.
    Á fundi sveitarstjórnar þann 19. mars s.l. var samþykkt að þetta mál yrði tekinn til umfjöllunar í byggðaráði eftir yfirferð umhverfisráðs.

9.Ungmennaráð - 22, frá 09.04.2019

Málsnúmer 1904006FVakta málsnúmer

  • Farið var yfir dagskrá 17. júní síðustu ára. Ungmennaráð - 22 Ungmennaráð telur dagskrána vera góða eins og hún hefur verið uppsett undanfarin ár. Ráðið leggur til að meira verði gert úr sundlaugarskemmtun seinni partinn, t.d. að keppt verði í koddaslag á slá yfir sundlauginni. Einnig leggur ráðið til að skipt verði eftir aldri í sundskemmtunina. Fyrst verði allir velkomnir í sund og um kvöldið verði eingöngu fyrir 13-18 ára. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 9.2 201904056 Sumarnámskeið 2019
    Í sumar á að endurvekja sumarnámskeiðin sem síðast voru sumarið 2016. Farið var yfir hvað var gert 2016. Ungmennaráð - 22 Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi fékk hugmyndir frá ungmennaráði um hvað það telur hentugt á slíku námskeiði. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Farið yfir starfsáætlun fræðslu- og menningarsviðs. Ungmennaráð - 22 Ungmennaráð fór yfir íþrótta- og æskulýðshluta starfsáætlunar og sérstaklega var rætt um starfsemi félagsmiðstöðvar. Ákveðið að ræða frekar um þá starfsemi í haust í tengslum við starfs- og fjárhagsáætlunargerð. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar. Eru því allir liðir hennar lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

10.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 84, frá 03.04.2019

Málsnúmer 1903018FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
1. liður.
4. liður, vantar að vísa á lið.
5. liður, vantar að vísa á lið.
9. liður.
11. liður, vantar að vísa á lið.
12. liður vantar að vísa á lið.
  • Í rafbréfi frá mengunarvarnarráði hafna, sem dagsett er 19.03.2019, kemur eftirfarandi fram:
    "Síðastliðið sumar gerði fyrirtækið Oil Spill Response Limited (OSRL) úttekt á mengunaráhættu og mengunarvarnabúnaði nokkurra hafna á Íslandi fyrir mengunarvarnarráð hafna ásamt öðrum þáttum sem snúa að mengunarvörnum. Í skýrslu OSRL um úttektina voru lagðar fram tillögur um hvað þyrfti að gera til að koma málaflokknum í ásættanlegt horf.

    Eitt af því sem nauðsynlega þarf að gera áður en þörf á viðbragðsgetu og búnaði hafna er ákvörðuð er að vinna áhættumat vegna bráðamengunar fyrir hverja höfn. Eðlilegt er að þeir aðilar sem þekkja best aðstæður og umfang starfsemi í höfnunum geri þetta mat. Til að auðvelda vinnuna hefur mengunarvarnarráð hafna ákveðið að bjóða upp á vinnustofur á fimm stöðum á landinu þar sem hafnarstjórar og hafnarverðir komi saman og geri slíkt áhættumat með aðstoð starfsmanna Umhverfisstofnunar."
    Fyrir Norðurland verður vinnustofan haldinn á Akureyri 13. maí n.k.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 84 Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum að eftirtaldir starfsmenn sæki vinnustofuna sem haldin verður á Akureyri 13. maí n.k.: Þorsteinn Björnsson, Rúnar Þór Ingvarsson og Björn Björnsson. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs.
  • Eftirfarandi barst frá Hafnasambandi Íslands í rafpósti þann 26. mars 2019.

    Meðfylgjandi er ársreikningur Hafnasambands Íslands fyrir árið 2018. Samkvæmt 5. mgr. 5. gr.laga Hafnasambands Íslands skal stjórn samþykkja ársreikninga eftir að þeir hafa verið kynntir aðildarhöfnunum.

    Athugasemdir, ef einhverjar eru, sendist vinsamlega til undirritaðs fyrir mánudaginn 8. apríl nk.

    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 84 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Fyrir fundinum lá fundargerð 410. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem haldinn var föstudaginn 15. febrúar 2019 kl. 9:00. um var að ræða símafund í Allsherjarbúð, Borgartúni 30 Reykjavík.

    Einnig lá fyrir fundinum fundargerð 411. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, sem haldinn var föstudaginn 22. mars kl. 11:00 í Allsherjarbúð, Borgartúni 30 Reykjavík.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 84 Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Með bréfi frá Vegagerð ríkisins, sem dagsett er 2. apríl 2019, eru kynntar niðurstöður útboðsins "Dalvíkurhöfn - Austurgarður, þekja og lagnir. Bjóðendur voru:

    Tréverk ehf kr. 116.213.990,- 101,2%
    Köfunarþjónusta Sigurðar ehf og Bryggjuverk ehf.kr. 123.994.580,- 108,0%
    Áætlaður verkkostnaður kr. 114.405.600,- 100,0%

    Fram kom að tilboðin hafa yfirfarin og leiðrétt eftir því sem við á. Vegagerðin leggur til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda og að bindandi samningur verði gerður að liðnum 10 dögum frá dagsetningu ofangreinds bréfs, með þeim fyrirvara að hann standist fjárhagsmat Vegagerðarinnar.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 84 Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum að gengið verði til samninga við Tréverk ehf á grundvelli fyrirliggandi tilboðs. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða meeð 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs. Hlutdeild Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar vísað á lið 42200-11550
  • Með rafbréfi frá Raftákn, sem dagsett er 2. apríl 2019, eru kynntar niðurstöður útboðsins "Austurgarður - Rafbúnaður. Bjóðendur voru:

    Elektro co
    kr.
    15.039.709
    84,5%
    Rafmenn

    kr.
    14.682.776
    82,5%
    Rafeyri

    kr.
    12.480.380
    70,1%
    Kostnaðaráætlun
    kr.
    17.800.000
    100,0%

    Lægstbjóðandi Rafeyri hefur sent inn alla verkliði útfyllta samkvæmt magnskrá og er lægstbjóðandi. Því er lagt til að gengið verði til samninga við Rafeyri.  Eftir er að verktaki staðfestir að hann standi í skilum varðandi opinber gjöld.

    Sviðsstjóri leggur til að gengið verði til samninga við Rafeyri og grundvelli tilboðs hans.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 84 Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum að gengið verði til samninga við Rafeyri ehf á grundvelli fyrirliggandi tilboðs. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs, hlutdeild Dalvíkurbyggðar vísað á lið 42200-11550.
  • 10.6 201903096 Framkvæmdir 2019.
    Sviðsstjóri fór yfir stöðu þeirra framkvæmda sem eru á fjárhagsáætlun fyrir árið 2019 og svaraði fyrirspurnum ráðsmanna. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 84 Veitu- og hafnaráð þakkar upplýsingarnar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Með bréfi frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, sem dagsett er 18. mars 2019, en efni þess er almennt eftirlit með því að fjármál og fjármálastjórn sveitarfélaga séu í samræmi við lög og reglur. Fjárfesting og eftirlit með framvindu á árinu 2019.
    Í niðurlagi bréfsins kemur fram að nefndin mun óska eftir yfirliti um stöðu einstakra verkefna í lok ársins 2019, samanlagður útlagður kostnaður, gildandi fjárheimildi og breytingar á henni á árinu og mat á stöðu verkefnisins. bæði lokið og áætlað ólokið, gagnvar gildandi fjárheimild.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 84 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Í minnisblaði, sem dagsett er 22.03.2019, kemur eftirfarandi fram: "Í skýrslu Mannvits „Smávirkjanir í Dalvíkurbyggð“ er virkjunarkosti í Brimnesá lýst. Með minnisblaði þessu er gerð grein fyrir næstu skrefum sem æskilegt væri að fara í en þau snúast fyrst og fremst að því að frumhanna virkjunarkostinn þannig að hægt sé að taka upplýsta ákvörðun um hvort þetta sé fýsilegur kostur fyrir Dalvíkurbyggð."

    Auk þessa fylgir einnig með tíma- og kostnaðaráætlun.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 84 Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum að fela sviðsstjóra að ganga frá samningi við Mannvit um verkefnið. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Með bréfi sem dagsett er 8. mars 2019, óskar Finnur Yngvi Kristinsson eftir því að reikningur frá Hitaveitu Dalvíkur verði endurskoðaður vegna vatnstjóns sem varð að Brekkukoti, Svarfaðardal. Fram kom í bréfinu að tryggingafélag hans kemur ekki til með að taka tillit til umrædds reiknings í tjónamati sínu vegna tjóninsins sem varð á húseigninni. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 84 Veitu- og hafnaráð samþykkir að reikningurinn taki mið af sögulegri notkun hússins og felur sviðsstjóra að ganga frá reikningi með þeim hætti. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs.
  • Á 885. fundi byggðaráðs þann 25.10.2018 var eftirfarandi samþykkt:

    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að farið verði sem fyrst í heildstæða skoðun á rekstri og fjárfestingum sveitarfélagsins með vinnuhópum kjörinna fulltrúa og starfsmanna.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 84 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Með bréfi frá Iðnver, sem dagsett er 18.03.2019, sendir fyrirtækið Fráveitu Dalvíkurbyggðar tilboð í 20 feta gám sem er innréttaður fyrir fráveituhreinsibúnað sem keyptur var af fyrirtækinu í desember 2017
    Tilboðið samanstendur af.

    1. Hreinsistöð samkvæmt meðfylgjandi tilboði kr. 3.800.000.-
    2. Áætlaður flutningskostnaður Borås í Svíþjóð til Dalvíkur kr. 375.000.-

    Sviðsstjóri leggur til að umræddu tilboði verði tekið.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 84 Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum tillögur sviðstjóra um kaup á gám fyrir hreinsibúnaðinn. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs, vísað á lið 74200-11606.
  • Eftirfarandi erindi var sent út á eftirtaldar verkfræðistofur: Eflu, Mannvit og Verkís.
    Hitaveita Dalvíkur og Vatnsveita Dalvíkurbyggðar hafa hug á að láta framkvæma skoðun á dreifikerfum þeirra með það að markmiði að sjá hvort það sé komið að þolmörkum og þá hvar þyrfti að skoða endurbætur á því. Reiknað er með að um mánaðarvinnu sé að ræða fyrir tæknimann fyrir hvort veitukerfi fyrir sig. Veiturnar munu leggja til nauðsynlegar upplýsingar á dgn formi.
    Óskað er eftir tilboð í tímagjald og mun verktíminn geta byrjað fljótlega í apríl.

    Með vísan til samanburðar á tímagjaldi og verktilhögun sem fram koma í fylgigögnum leggur sviðsstjóri til að gengið verði að tilboð Eflu í verkefnin.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 84 Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum tillögur sviðstjóra að gengið verði að tilboði Eflu. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs, vísað á lið 47310-4390 hlutdeild Hitaveitu Dalvíkur og lið 43210-4390 hlutdeild Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar. Þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar.

11.Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 29, frá 21.03.2019

Málsnúmer 1904011FVakta málsnúmer

  • 11.1 201904062 Fyrirspurnir frá umsækjendum og aðstandendum
    Tekið fyrir fyrirspurnir frá umsækjendum um leiguhúsnæði og aðstandendum þeirra er varðar ýmis mál í tengslum við húsnæðið og þjónustu, samanber rafpóstur til formanns stjórnar 20. mars 2019.

    Til umræðu ofangreint.
    Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 29 Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum:
    a) að halda fund með umsækjendum um leiguhúsnæði og væntalegum leigjendum, aðstandendum þeirra og starfsmönnum félagsmálasviðs við fyrsta tækifæri.
    b) að senda þann hluta af spurningunum er varðar þjónustu félagsmálasviðs Dalvíkurbyggðar til sviðsstjóra félagsmálasviðs.
    c) að framkvæmdastjóri félagsins haldi áfram að fylla inn í skjalið svör stjórnar eftir því sem hægt er.
  • 11.2 201904063 Eftirlit með framkvæmdum
    Á fundinum var farið yfir fyrirliggjandi tilboð frá Eflu hvað varðar eftirlit með framkvæmdinni, samanber rafpóstur þann 15. mars 2019.

    Til umræðu ofangreint.

    Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 29 Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela Berki Þór að vinna áfram í málinu og fá endurskoðað tilboð frá Eflu út frá hugmyndum stjórnar sem og að afla tilboða frá fleiri aðilum. Bókun fundar Til máls tóku:
    Jón Ingi Sveinsson sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi við umfjöllun á fundagerðum undir liðum 11, 12 og 13 og vék af fundi kl. 16:44.

    Katrín Sigurjónsdóttir.
    Þórhalla Karlsdóttir.
    Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.

    Fleiri tóku ekki til máls og fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 30, frá 29.03.2019

Málsnúmer 1904012FVakta málsnúmer

  • 12.1 201904063 Eftirlit með framkvæmdum
    Á fundinum var farið fyrir samanburðarskrá hvað varðar tilboð í eftirlit með framkvæmdunum við Lokastíg 3.

    Fyrir liggja tilboð frá Eflu, Mannviti, Verkís og Kristján E. Hjartarsyni.


    Til umræðu ofangreint.
    Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 30 Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gengið verði til samninga við Mannvit annars vegar og hins vegar við Kristján E. Hjartarson um daglegt eftirlit með framkvæmdum.

    Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses felur Berki Þór að leggja fyrir stjórnarfund drög að samningum við Mannvit og Kristján E. Hjartarson til umföllunar og afgreiðslu.
    Bókun fundar Til máls tóku:
    Jón Ingi Sveinsson sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi við umfjöllun á fundagerðum undir liðum 11, 12 og 13 og vék af fundi kl. 16:44.

    Katrín Sigurjónsdóttir.
    Þórhalla Karlsdóttir.
    Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.

    Fleiri tóku ekki til máls og fundargerðin lögð fram til kynningar.

13.Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 31, frá 02.04.2019

Málsnúmer 1904013FVakta málsnúmer

  • 13.1 201802004 Undirbúningur framkvæmda
    Undir þessum lið komu á fund stjórnar Ágúst Hafsteinsson, frá Form ráðgjöf ehf., Steinþór Traustason, eftirlitsmaður frá Mannviti, Jón Ingi Sveinsson og Elís Már Höskuldsson, frá Kötlu ehf., Örn Jóhannesson og Helgi Snorrason frá Byggingafélaginu Mímir.

    Til umræðu m.a.:
    Númerabreytingar á húsum.
    Fundargerð frá síðasta hönnunarfundi, dagsett þann 13.03.2019
    Útfærsla á hönnun.
    Innréttingamál.
    Blöndunartæki.
    Eldavélar.
    Snjóbræðslukerfi.
    Bruna- og öryggiskerfi.
    Gangstétt og bílastæðamál.
    Inntök og lagnamál.
    Hugmynd verktaka um ofna í stað gólfhita í svefnherbergjum.
    Kostnaðaráhrif vegna mögulegra breytinga, hækkun / lækkun.

    Guðrún Pálína vék af fundi kl. 14:30 vegna annarra starfa.

    Steinþór, Helgi, Örn, Jón Ingi og Elías Már viku af fundi kl.15:15.

    Farið yfir þau mál og álitaefni sem til umræðu voru, m.a. lagnakjallari, og tekin saman viðbrögð stjórnar.

    Ágúst vék af fundi kl. 16:05.


    Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 31 Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela Ágústi Hafsteinssyni, hönnunarstjóra, að taka saman niðurstöður fundarins. Bókun fundar Til máls tóku:
    Jón Ingi Sveinsson sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi við umfjöllun á fundagerðum undir liðum 11, 12 og 13 og vék af fundi kl. 16:44.

    Katrín Sigurjónsdóttir.
    Þórhalla Karlsdóttir.
    Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.

    Fleiri tóku ekki til máls og fundargerðin lögð fram til kynningar.

14.Frá 903. fundi byggðaráðs þann 11.04.2019; Viðaukabeiðni íþróttamiðstöð apríl 2019

Málsnúmer 201904029Vakta málsnúmer

Jón Ingi Sveinsson kom inn á fundinn að nýju kl. 16:47 undir þessum lið.


Á 903. fundi byggðaráðs þann 11. apríl 2019 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dagsett þann 3. apríl 2019, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2019, deild 06500, að upphæð kr. 1.979.218 vegna tímabilsins 1. apríl - 31. desember 2019. Á móti er áætluð endurgreiðsla frá Vinnumálastofnun að upphæð kr. 1.463.040. Nettó áhrif viðaukans er því kr. 516.178. Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka að upphæð kr. 516.178, viðauki nr. 8 við fjárhagsáætlun 2019, vegna deildar 06500 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar. "

Til máls tók:
Þórhalla Karlsdóttir, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:47.

Fleiri tóku ekki til máls.

Jón Ingi Sveinsson kom inn á fundinn að nýju kl. 16:47 undir þessum lið.

Sveitarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 8 við fjárhagsáætlun 2019 að upphæð kr. 516.178 við deild 06500. Jafnframt að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé, Þórhalla Karlsdóttir tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

15.Frá 903. fundi byggðaráðs þann 11.04.2019; Viðaukabeiðni heilsueflandi samfélag apríl 2019

Málsnúmer 201904030Vakta málsnúmer

Þórhalla Karlsdóttir kom inn á fundinn að nýju kkl. 16:49.

Á 903. fundi byggðaráðs þann 11. apríl 2019 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dagsett þann 3. apríl 2019, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2019 að upphæð kr. 876.053 vegna fundaþóknana stýrihóps um Heilsueflandi samfélag, deild 06030. Lagt er til að viðaukanum verði mætt af lið 06030-4915 þannig að nettó áhrifin eru 0. Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 9 við fjárhagsáætlun 2019, deild 06030, þannig að launaáætlun hækki um kr. 876.053 og liður 4915 lækki um sömu upphæð á móti. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar. "

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um viðauka nr. 9 við fjárhagsáætlun 2019, deild 06030, þannig að launaáætlun hækki um kr. 876.053 og liður 4915 lækki um söm upphæð á móti.

16.Ársreikningur Dalvíkurbyggðar 2018. Fyrri umræða.

Málsnúmer 201811033Vakta málsnúmer

Á 903. fundi byggðaráðs þann 11. apríl 2019 var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Arnar Árnason, löggiltur endurskoðandi frá KPMG, Dagbjört Sigurpálsdóttir, aðalmaður í sveitarstjórn og Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 14:08. Allir aðalmenn í sveitarstjórn og sviðsstjórar fagsviða voru boðaðir á fundinn undir þessum lið. Arnar Árnason fór yfir helstu niðurstöður og forsendur ársreikning 2018. Arnar, Börkur og Dagbjört viku af fundi kl. 15:52.
Byggðaráð þakkar Arnari Árnasyni fyrir komuna og góða yfirferð. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ársreikningi Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2018 til fyrri umræðu í sveitarstjórn. "

Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir, sem gerði grein fyrir helstu niðurstöður ársreiknings Dalvikurbyggðar 2018.

Rekstrarniðurstaða A-hluta er jákvæð um kr. 167.133.000 og áætlun gerði ráð fyrir kr. 114.658.000 með viðaukum ársins 2018.
Rekstrarniðurstaða A- og B- hluta er jákvæð um kr. 222.344.000 og áætlun gerði ráð fyrir kr. 158.126.000 með viðaukum ársins 2018.
Langtímaskuldir við lánastofanir voru í árslok 2018 kr. 737.246.000 en voru í árslok 2017 kr. 611.301.000. Á árinu 2018 var tekið lán að upphæð kr. 214.500.000 vegna uppgjörs við Brú lífeyrissjóð.
Fjárfestingar ársins 2018 fyrir samstæðuna voru kr. 293.878.000 og gerði áætlun með viðaukum ráð fyrir kr. 291.690.000.
Afborganir langtímalána fyrir A- og B- hluta voru kr. 116.639.000.
Veltufé frá rekstri var kr. 433.157.000 fyrir A- og B- hluta. Árið 2017 var veltufé frá rekstri kr. 343.382.000.
Heildartekjur A- og B- hluta voru um 2.431,0 m.kr., þar af er útsvarið 40%, fasteignaskattur 4,9%, framlög úr Jöfnunarsjóði 25,7% og aðrar tekjur 29,5%.
Laun og launatengd gjöld eru 1.242,5 m.kr. eða um 51,4% af tekjum.
Veltufjárhlutfall A- og B- hluta var 1,22 og skuldahlutfallið 68,9%.

Einnig tóku til máls:
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.
Þórhalla Karlsdóttir.








Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa ársreikningi Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2018 til síðari umræðu í sveitarstjórn, sem verður 14. maí n.k.
Sveitarstjórn færir starfsmönnum þakkir fyrir vinnuna við ársreikninginn.

17.Sveitarstjórn - 312, frá 02.04.2019

Málsnúmer 1904001FVakta málsnúmer

Enginn tók til máls og lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:13.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson forseti
  • Katrín Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Jón Ingi Sveinsson aðalmaður
  • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
  • Þórunn Andrésdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
  • Kristján Hjartarson varamaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs