Menningarráð - 73, frá 03.04.2019

Málsnúmer 1903016F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 313. fundur - 16.04.2019

  • Tekin fyrir umsókn frá Svanfríði Ingu Jónasdóttur f.h. Tónlistarfélags Dalvíkur. Sótt er um 140.000 kr til að halda menningarhátíðina Svarfdælskur mars 2019 en hátíðin er haldin árlega seinni partinn í mars. Menningarráð - 73 Menningarráð samþykkir styrkveitingu að upphæð 140.000 kr. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekin fyrir umsókn frá Menningarfélaginu Berg ses. Sótt er um 200.000 kr vegna Klassík í Bergi 2019-2020 sem er tónleikaröð, tvennir til þrennir tónleikar á ári. Menningarráð - 73 Menningarráð samþykkir styrkveitingu að upphæð 200.000 kr. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekin fyrir umsókn frá Ösp Kristjánsdóttur. Sótt er um 400.000 kr. vegna Tónatrítl, söng-, hreyfingar-og dansnámskeið ætlað börnum 0-3 ára sem er áætlað að halda á haustdögum. Menningarráð - 73 Menningarráð samþykkir styrkveitingu að upphæð 250.000 kr. til að mæta kostnaði við námskeiðið. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekin fyrir umsókn frá Kristjönu Arngrímsdóttur. Sótt er um 325.000 kr vegna tónleikaraðarinnar Gestaboð Kristjönu sem er áætlað að halda okt-des 2019. Menningarráð - 73 Menningarráð samþykkir styrkveitingu að upphæð 300.000 kr. til að mæta kostnaði við tónleikahaldið. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekin fyrir umsókn frá Árna Jónssyni. Sótt er um 500.000 kr einkasýningar á video-og hljóðverki í Menningarhúsinu Bergi haustið 2019. Menningarráð - 73 Menningarráð samþykkir styrkveitingu að upphæð 250.000 kr. til að mæta kostnaði við uppsetningu verksins í Menningarhúsinu Bergi. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekin fyrir umsókn frá Önnu Kristínu Guðmundsdóttur. Sótt er um 450.000 kr til að halda sumarnámskeið í umhverfishönnun fyrir unglinga og ungt fólk. Menningarráð - 73 Menningarráð hafnar umsókninni þar sem hún fellur ekki að vinnureglum sjóðsins. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekin fyrir umsókn frá Hjörleifi Hjartarsyni. Sótt er um 1.000.000 kr vegna gerðar apps til hljóðleiðsagnar um Dalvíkurbyggð. Menningarráð - 73 Menningarráð hafnar umsókninni þar sem verkefnið er því miður ofvaxið fjárhagsgetu sjóðsins. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekin fyrir umsókn frá Friðriki Friðrikssyni f.h. Karlakórs Dalvíkur. Sótt er um 200.000 kr. vegna æfinga kórsins og tónleika í maí 2019. Menningarráð - 73 Menningarráð samþykkir styrkveitingu að upphæð 200.000 kr. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekin fyrir umsókn frá Heiðdísi Björk Gunnarsdóttur f.h. Sölku kvennakórs. Sótt er um 285.000 kr. vegna æfinga og tónleikahalds árið 2019 Menningarráð - 73 Menningarráð samþykkir styrkveitingu að upphæð 200.000 kr. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekin fyrir umsókn frá Menningarfélaginu Berg ses. Sótt er um 160.000 kr vegna opins námskeiðs fyrir íbúa Dalvíkurbyggðar í læsi og rýni á myndlist. Menningarráð - 73 Menningarráð hafnar umsókninni þar sem kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar Menningarfélagsins Bergs. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Margréti Kristinsdóttur f.h. Mímiskórsins - kórs eldri borgara. Sótt er um styrk að upphæð 300.000 kr vegna æfinga og tónleikahalds. Menningarráð - 73 Menningarráð samþykkir styrkveitingu að upphæð 200.000 kr. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Magnúsi Rúnari Magnússyni. Sótt er um 25.000 kr, rekstrarstyrk fyrir frétta- og menningarvefinn Dal.is Menningarráð - 73 Menningarráð hafnar umsókninni þar sem umsækjandi uppfyllir ekki reglur sjóðsins hvað varðar lögheimili. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Kristínu A.Símonardóttur. Sótt er um kr. 500.000 vegna fótlaugar Bakkabræðra. Menningarráð - 73 Menningarráð hafnar umsókninni þar sem menningarsjóður hefur ekki komið að uppbyggingu sambærilegra sérhæfðra lauga/baða í sveitarfélaginu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekin fyrir umsókn frá Kristínu A. Símonardóttur. Sótt er um 369.000 kr vegna hugmynda um sögu kvikmyndasýninga í Ungó. Menningarráð - 73 Menningarráð samþykkir styrkveitingu að upphæð 200.000 kr. til að mæta kostnaði við uppsetningu sýningargluggans. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Lagt fram til kynningar rekstrarreikningur fyrir málaflokk 05 - menningarmál jan.-feb.2019. Menningarráð - 73 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Lagt fram til kynningar yfirlit yfir lögmælt verkefni sveitarfélaga frá Samgöngu-og sveitarstjórnarráðuneytinu.

    Þar kemur fram um rekstur safna:
    Almenningsbókasöfn - lögskylt verkefni skv.bókasafnalögum nr. 150/2012
    Héraðsskjalasöfn - lögheimil verkefni skv. lögum um opinber skjalasöfn nr. 77/2014
    Byggðasöfn - valkvætt verkefni.
    Menningarráð - 73 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • .17 201901038 Trúnaðarmál
    Menningarráð - 73 Bókað í trúnaðarmálabók Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Björk Eldjárn Kristjánsdóttir og Björk Hólm Þorsteinsdóttir kynntu þau mál sem verið er að vinna að á söfnum Dalvíkurbyggðar. Menningarráð - 73 Menningarráð þakkar Björk Eldjárn og Björk Hólm fyrir góða kynningu.

    Menningarráð felur sviðsstjóra fræðslu-og menningarsviðs að kanna möguleika á að nýta muni úr fuglasýningu Náttúrusetursins á Húsabakka ses til sýninga á Byggðasafninu.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar. Eru því allir liðir í fundargerðinni lagðir fram til kynningar.