Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 903, frá 11.04.2019

Málsnúmer 1904008F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 313. fundur - 16.04.2019

Til afgreiðslu:
2. liður, sér liður á dagskrá.
3. liður.
4. liður, sér liður á dagskrá.
5. liður, sér liður á dagskrá.
9. liður.
  • a) Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 13:05.

    Á 312. fundi sveitartjórnar þann 2. apríl 2019 var meðal annars eftirfarandi bókað og samþykkt:

    "Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum ofangreinda tillögu byggðaráðs að skipulagsbreytingum þannig að stofnuð er eigna-og framkvæmdadeild með þremur starfsmönnum, deildarstjóra og tveimur undirmönnum. Á móti eru lögð niður störf umhverfisstjóra, aðstoðarmanns umhverfisstjóra, umsjónarmanns fasteigna og húsvarðar Dalvíkurskóla. Auk þess er lagt niður sumarstarf forstöðumanns vinnuskóla. Lögð er áhersla á að sem minnst rót verði á núverandi starfsmenn og bjóða störf eins og hægt er, Katrín Sif Ingvarsdóttir greiðir atkvæði á móti, Dagbjört Sigurpálsdóttir tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis. "

    Til umræðu ofangreint hvað varðar fyrirkomulag og framkvæmdina á breytingunum. Einnig gerði sviðsstjóri grein fyrir ábendingum þeirra starfsmanna er sinna þeim störfum sem lögð verða niður á umhverfis- og tæknisviði.

    Börkur Þór vék af fundi kl. 13:53.

    b) Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Rúna Kristín Sigurðardóttir, launafulltrúi, kl. 13:53.

    Til umræðu launasetning nýju starfanna miðað við gildandi kjarasamninga, starfsmat og fyrirliggjandi starfslýsingar um starf deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar og starfsmanna Eigna- og framkvæmdadeildar.

    Rúna Kristín vék af fundi kl. 14:06.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 903 a) Lagt fram til kynningar.
    b) Niðurstaða byggðaráðs um launasetningu bókuð í trúnaðarmálabók.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Arnar Árnason, löggiltur endurskoðandi frá KPMG, Dagbjört Sigurpálsdóttir, aðalmaður í sveitarstjórn og Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 14:08.

    Allir aðalmenn í sveitarstjórn og sviðsstjórar fagsviða voru boðaðir á fundinn undir þessum lið.

    Arnar Árnason fór yfir helstu niðurstöður og forsendur ársreikning 2018.

    Arnar, Börkur og Dagbjört viku af fundi kl. 15:52.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 903
    Byggðaráð þakkar Arnari Árnasyni fyrir komuna og góða yfirferð.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ársreikningi Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2018 til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
  • Á 902. fundi byggðaráðs þann 28. mars 2019 samþykkti byggðaráð að fresta afgreiðslu á samningi við Umhverfisstofnun um Friðland Svarfdæla og fól sveitarstjóra og sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að koma ábendingum byggðaráðs um samningsdrögin, er varða aðallega starf landvarðar, til Umhverfisstofnunar.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 903 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi samning við Umhverfisstofnun um Friðland Svarfdæla og vísar honum til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tóku:
    Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri, sem gerði grein fyrir þeim breytingum sem gerðar hafa verið á samningsdrögunum frá síðasta fundi sveitarstjórnar og fundi byggðaráðs.
    Jón Ingi Sveinsson.



    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi drög að samningi við Umhverfisstofnun um Friðland Svarfdæla.
  • Tekið fyrir erindi frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dagsett þann 3. apríl 2019, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2019, deild 06500, að upphæð kr. 1.979.218 vegna tímabilsins 1. apríl - 31. desember 2019. Á móti er áætluð endurgreiðsla frá Vinnumálastofnun að upphæð kr. 1.463.040. Nettó áhrif viðaukans er því kr. 516.178.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 903 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka að upphæð kr. 516.178, viðauki nr. 8 við fjárhagsáætlun 2019, vegna deildar 06500 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
  • Tekið fyrir erindi frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dagsett þann 3. apríl 2019, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2019 að upphæð kr. 876.053 vegna fundaþóknana stýrihóps um Heilsueflandi samfélag, deild 06030. Lagt er til að viðaukanum verði mætt af lið 06030-4915 þannig að nettó áhrifin eru 0.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 903 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 9 við fjárhagsáætlun 2019, deild 06030, þannig að launaáætlun hækki um kr. 876.053 og liður 4915 lækki um sömu upphæð á móti. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
  • Tekið fyrir erindi frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dagsett þann 4. apríl 2019, þar sem fram kemur að um síðast liðin áramót tók í gildi ný reglugerð Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga nr. 1088/2018. Í reglugerðinni kemur fram nýtt viðmið sem er ætlað að koma til móts við kostnað vegna akstursþjónustu fatlaðs fólks úr dreifbýli. Úthlutun framlagsins byggir á umsóknum frá sveitarfélögum og verður útreikningur framlagsins með svipaðri aðferðafræði og framlag vegna skólaaksturs úr dreifbýli þar sem sem tekið er mið af akstursvegalengd og fjölda farþega. Óskað verður eftir umsóknum frá sveitarfélögum síðar á árinu. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 903 Byggðaráð vísar ofangreindu til félagsmálaráðs til upplýsingar og skoðunar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá Markaðsstofu Norðurlands, dagsettur þann 4. apríl 2019, þar sem kynnt er skýrsla um starf Flugklasans Air 66N síðustu mánuði. Formlegt erindi um áframhaldandi þátttöku sveitarfélaga í Flugklasanum til næstu ára verður sent út á næstunni. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 903 Byggðaráð vísar ofangreindu til atvinnumála- og kynningarráðs til upplýsingar og skoðunar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá styrktarsjóði EBÍ, dagsett þann 25. mars 2019, þar sem auglýst er eftir umsóknum aðildarsveitarfélaga EBÍ í sjóðinn. Umsóknarfrestur er til aprílloka, hvert sveitarfélag getur aðeins sent inn eina umsókn og skulu umsóknir vera vegna sérstakra framfaraverkefna. Dalvíkurbyggð fékk styrk árið 2018 og í reglum úthlutunarsjóðs er kveðið á um að sveitarfélag geti að öllu jöfnu ekki fengið úthlutað styrk tvö ár í röð. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 903 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar og skoðunar í framkvæmdastjórn. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Forsætisráðuneytinu, bréf dagsett þann 2. apríl 2019, þar sem fram kemur að ráðuneytið hyggst halda fund fimmtudaginn 6. júní n.k. kl. 13:00 í á Akureyri um málefni þjóðlendna. Fundurinn er nú haldinn í sjötta sinn. Rétt eins og í fyrra er ætlunin að bjóða forsvarsmönnum fjallskilanefnda með á fundinn.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 903 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umfjöllunar og skoðunar í landbúnaðarráði.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sveitartjóri og sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs sæki fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá Eyþingi, dagsettur þann 9. apríl 2019, þar sem vakin er athygli á ársfundi Byggðarstofnunar sem haldinn verður á Siglufirði fimmtudaginn 11. apríl 2019 (í dag), kl. 13:00. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 903 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Tækifæri, bréf dagsett þann 27. mars 2019 og móttekið 1. apríl 2019, þar sem boðað er til aðalfundar Tækifæris hf. á Akureyri föstudaginn 12. apríl 2019 kl. 14:00. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 903 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Guðmundur St. Jónsson vék af fundi undir þessum lið kl. 16:43 vegna vanhæfis.

    Á 901. fundi byggðaráðs þann 12. mars 2019 var áfram til umfjöllunar þátttaka Dalvíkurbyggðar í vinabæjamóti í Borgå í Finnlandi og frestaði byggðaráð erindinu og vísaði því til íþrótta-og æskulýðsfulltrúa að kanna frekar möguleikann um ofangreinda hugmynd um sameiginlega styrkumsókn með hinum vinarbæjum vegna ungmennaskipta. Skila þarf inn þátttökutilkynningu fyrir 14. apríl n.k.

    Sveitarstjóri gerði grein fyrir athugun íþrótta- og æskulýðsfulltrúa hvað varðar möguleika á að sækja um styrki sem athugun hans á ferðakostnaði. Styrkir til þátttöku eru ekki í myndinni. Á deild 21510 er gert ráð fyrir kr. 200.000 vegna ferðarkostnaðar og kr. 20.000 vegna gjafa.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 903 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að óska eftir að íþrótta- og æskulýðsfulltrúi sæki vinabæjamótið ásamt 2 ungmennum úr Ungmennaráði. Valið á fulltrúum Ungmennaráðs fari fram með útdrætti. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Til máls tók:
    Katrín Sigurjónsdóttir.

    Lagt fram til kynningar.

    Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar. Liðir 2, 4, og 5 eru sér liður á dagskrá.