Umhverfisráð - 318, frá 05.04.2019

Málsnúmer 1904003F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 313. fundur - 16.04.2019

Til afgreiðslu:
9. liður.
10. liður.
  • .1 201809045 Framkvæmdir 2019
    Til umræðu framkvæmdir sumarsins og staða verkefna. Undir þessum lið kom inn á fundinn kl. 08:17 Valur Þór Hilmarsson umhverfisstjóri. Umhverfisráð - 318 Umhverfisráð þakkar umhverfisstjóra fyrir yfirferðina. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Með innsendu erindi dags. 4. febrúar 2019 óskar Gunnar Sigursteinsson fyrir hönd Vélvirkja ehf eftir landi til skógræktar. Hugmyndinn er að fyrirtækið geti kolefnisjafnað starfsemi sína með skógrækt. Umhverfisráð - 318 Valur vék af fundi kl. 09:23
    Umhverfisráð þakkar Gunnari mjög áhugavert erindi.
    Ráðið vísar erindinu til endurskoðunar aðalskipulags Dalvíkurbyggðar þar sem lögð verður áhersla á loftslagsmál og útfærslu á svæðum til skógræktar í Dalvíkurbyggð.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Með innsendu erind dags. 22. febrúar 2019 óska þeir Árni Halldórsson og Elvar Reykjalín eftir viðræðum vegna nauðsynlegra framkvæmda á Hauganesi samkvæmt meðfylgjandi erindi. Umhverfisráð - 318 Umhverfisráð vísar umbeðnum framkvæmdum til gerðar deiliskipulags svæðisins og til gerðar fjárhagsáætlunar 2020.
    Ráðið felur einnig sviðsstjóra að ræða við bréfritara um framhaldið.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 895 fundi byggðarráðs var erindnu vísað til umræðu í umhverfisráði og eftirfarandi bókað
    "Tekið fyrir erindi frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, dagsett þann 25. janúar 2019, þar sem fram kemur að ráðuneytið fer þess á leit að áfangastaðaáætlun Norðurlands fái viðeigandi umfjöllun í bæjarráði/sveitarstjórn og verði vísað til viðeigandi stofnunar / sviðs í sveitarfélaginu. Grunnhugsun að baki áfangastaðaáætlana fyrir landshluta er samstarf og samþætting vegna annarra áætlana á einstaka svæðum."
    Umhverfisráð - 318 Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar undrast hversu lítið er fjallað um sveitarfélagið Dalvíkurbyggð og þá mörgu áhugaverðu staði sem það hefur uppá að bjóða. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Lagður fram undirskriftarlisti/áskorun frá íbúum Svarfaðar og Skíðadals fyrir bættum samgöngum í dölunum. Umhverfisráð - 318 Umhverfisráð tekur heils hugar undir áskorun frá íbúum Svarfaðar og Skíðadals. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 311. fundi sveitarstjórnar var eftirfarandi bókað
    "Sveitarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu á tillögu umhverfisráðs um breytingu á deiliskipulagi vegna Hringtúns. Sveitarstjórn vísar því til umhverfisráðs að fara vel yfir og kortleggja öll svæði á Dalvík við þegar tilbúnar götur þar sem hægt væri að koma fyrir minni eignum, fjölbýli, par-og raðhúsum. Tillögurnar yrðu lagðar fyrir byggðaráð og niðurstöður færu í framhaldinu í almenna kynningu.

    Rökstuðningur:
    Það er stefna sveitarstjórnar að fjölga íbúum í Dalvíkurbyggð. Í lið 24 verður til afgreiðslu ný húsnæðisáætlun Dalvíkurbyggðar 2019-2027.
    Þar kemur fram að áætluð fjölgun í sveitarfélaginu um 25 íbúa kallar á um 10 nýjar íbúðir og er þörfin áætluð þannig:
    3 fjölbýli
    6 par-og raðhús
    1 einbýli
    Eftirspurn í nýbyggingum undanfarin ár hefur verið mest í minni eignir og eins og er er engin skipulögð lóð laus fyrir parhús eða raðhús á Dalvík.
    Þetta hamlar framþróun á byggingarmarkaði og því áríðandi að leitað sé lausna."

    Lög fram til kynningar og umræðu samantekt frá teiknistofu arkitekta um mögulegar lóðir við þegar byggðar götur
    Umhverfisráð - 318 Umhverfisráð leggur til að haldin verði opin íbúafundur í Bergi fimmtudaginn 11. apríl kl. 17:15.
    Þar verða kynntar þær hugmyndir sem unnið hefur verið með um þéttingu byggðar við þegar tilbúnar götur á Dalvík.
    Einnig verður kallað eftir hugmyndum íbúa um hvar mögulegt væri að koma fyrir minni eignum,fjölbýli,par- og raðhúsum innan núverandi byggðar
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til umræðu erindi frá styrktarsjóði EBÍ fyrir 2019 Umhverfisráð - 318 Lagt fram til kynningar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Lögð fram til kynningar lýsing fyrir gerð landsskipulagsstefnu um loftslag, landslag og lýðheilsu. Umhverfisráð - 318 Lagt fram til kynningar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Með innsendu erindi dags. 14. mars 2019 óskar Zophonías Ingi Jónmundsson eftir byggingarleyfi fyrir einbýlishús að Hrafnsstöðum 2 samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 318 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdnir og felur sviðsstjóra að veita umbeðið byggingarleyfi.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tók:
    Kristján E. Hjartarson sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:35.

    Sveitarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráð um byggingaleyfi vegna einbýlishúss að Hrafnsstöðum 2, Kristján E. Hjartarson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.
  • Með innsendu erindi dags. 02. apríl 2018 óska Leiguíbúðir Dalvíkurbyggðar Hses eftir byggingarleyfi við Lokastíg 3-17, Dalvík samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 318 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdnir og felur sviðsstjóra að veita umbeðið byggingarleyfi.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tóku:

    Kristján E. Hjartarson sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:35.
    Jón Ingi Sveinsson, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:36.

    Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um byggingaleyfi við Lokastíg 3-17 á Dalvík, Kristján E. Hjartarson og Jón Ingi Sveinsson taka ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.


    Kristján E. Hjartarson og Jón Ingi Sveinsson komu inn á fundinn að nýju kl. 16:38.

    Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annaðí fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar. Þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynnningar í sveitarstjórn.