Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 29, frá 21.03.2019

Málsnúmer 1904011F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 313. fundur - 16.04.2019

  • .1 201904062 Fyrirspurnir frá umsækjendum og aðstandendum
    Tekið fyrir fyrirspurnir frá umsækjendum um leiguhúsnæði og aðstandendum þeirra er varðar ýmis mál í tengslum við húsnæðið og þjónustu, samanber rafpóstur til formanns stjórnar 20. mars 2019.

    Til umræðu ofangreint.
    Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 29 Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum:
    a) að halda fund með umsækjendum um leiguhúsnæði og væntalegum leigjendum, aðstandendum þeirra og starfsmönnum félagsmálasviðs við fyrsta tækifæri.
    b) að senda þann hluta af spurningunum er varðar þjónustu félagsmálasviðs Dalvíkurbyggðar til sviðsstjóra félagsmálasviðs.
    c) að framkvæmdastjóri félagsins haldi áfram að fylla inn í skjalið svör stjórnar eftir því sem hægt er.
  • .2 201904063 Eftirlit með framkvæmdum
    Á fundinum var farið yfir fyrirliggjandi tilboð frá Eflu hvað varðar eftirlit með framkvæmdinni, samanber rafpóstur þann 15. mars 2019.

    Til umræðu ofangreint.

    Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 29 Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela Berki Þór að vinna áfram í málinu og fá endurskoðað tilboð frá Eflu út frá hugmyndum stjórnar sem og að afla tilboða frá fleiri aðilum. Bókun fundar Til máls tóku:
    Jón Ingi Sveinsson sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi við umfjöllun á fundagerðum undir liðum 11, 12 og 13 og vék af fundi kl. 16:44.

    Katrín Sigurjónsdóttir.
    Þórhalla Karlsdóttir.
    Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.

    Fleiri tóku ekki til máls og fundargerðin lögð fram til kynningar.