Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 30, frá 29.03.2019

Málsnúmer 1904012F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 313. fundur - 16.04.2019

  • .1 201904063 Eftirlit með framkvæmdum
    Á fundinum var farið fyrir samanburðarskrá hvað varðar tilboð í eftirlit með framkvæmdunum við Lokastíg 3.

    Fyrir liggja tilboð frá Eflu, Mannviti, Verkís og Kristján E. Hjartarsyni.


    Til umræðu ofangreint.
    Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 30 Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gengið verði til samninga við Mannvit annars vegar og hins vegar við Kristján E. Hjartarson um daglegt eftirlit með framkvæmdum.

    Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses felur Berki Þór að leggja fyrir stjórnarfund drög að samningum við Mannvit og Kristján E. Hjartarson til umföllunar og afgreiðslu.
    Bókun fundar Til máls tóku:
    Jón Ingi Sveinsson sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi við umfjöllun á fundagerðum undir liðum 11, 12 og 13 og vék af fundi kl. 16:44.

    Katrín Sigurjónsdóttir.
    Þórhalla Karlsdóttir.
    Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.

    Fleiri tóku ekki til máls og fundargerðin lögð fram til kynningar.