Ungmennaráð - 22, frá 09.04.2019

Málsnúmer 1904006F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 313. fundur - 16.04.2019

  • Farið var yfir dagskrá 17. júní síðustu ára. Ungmennaráð - 22 Ungmennaráð telur dagskrána vera góða eins og hún hefur verið uppsett undanfarin ár. Ráðið leggur til að meira verði gert úr sundlaugarskemmtun seinni partinn, t.d. að keppt verði í koddaslag á slá yfir sundlauginni. Einnig leggur ráðið til að skipt verði eftir aldri í sundskemmtunina. Fyrst verði allir velkomnir í sund og um kvöldið verði eingöngu fyrir 13-18 ára. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • .2 201904056 Sumarnámskeið 2019
    Í sumar á að endurvekja sumarnámskeiðin sem síðast voru sumarið 2016. Farið var yfir hvað var gert 2016. Ungmennaráð - 22 Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi fékk hugmyndir frá ungmennaráði um hvað það telur hentugt á slíku námskeiði. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Farið yfir starfsáætlun fræðslu- og menningarsviðs. Ungmennaráð - 22 Ungmennaráð fór yfir íþrótta- og æskulýðshluta starfsáætlunar og sérstaklega var rætt um starfsemi félagsmiðstöðvar. Ákveðið að ræða frekar um þá starfsemi í haust í tengslum við starfs- og fjárhagsáætlunargerð. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar. Eru því allir liðir hennar lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.