Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 31, frá 02.04.2019

Málsnúmer 1904013F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 313. fundur - 16.04.2019

  • .1 201802004 Undirbúningur framkvæmda
    Undir þessum lið komu á fund stjórnar Ágúst Hafsteinsson, frá Form ráðgjöf ehf., Steinþór Traustason, eftirlitsmaður frá Mannviti, Jón Ingi Sveinsson og Elís Már Höskuldsson, frá Kötlu ehf., Örn Jóhannesson og Helgi Snorrason frá Byggingafélaginu Mímir.

    Til umræðu m.a.:
    Númerabreytingar á húsum.
    Fundargerð frá síðasta hönnunarfundi, dagsett þann 13.03.2019
    Útfærsla á hönnun.
    Innréttingamál.
    Blöndunartæki.
    Eldavélar.
    Snjóbræðslukerfi.
    Bruna- og öryggiskerfi.
    Gangstétt og bílastæðamál.
    Inntök og lagnamál.
    Hugmynd verktaka um ofna í stað gólfhita í svefnherbergjum.
    Kostnaðaráhrif vegna mögulegra breytinga, hækkun / lækkun.

    Guðrún Pálína vék af fundi kl. 14:30 vegna annarra starfa.

    Steinþór, Helgi, Örn, Jón Ingi og Elías Már viku af fundi kl.15:15.

    Farið yfir þau mál og álitaefni sem til umræðu voru, m.a. lagnakjallari, og tekin saman viðbrögð stjórnar.

    Ágúst vék af fundi kl. 16:05.


    Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 31 Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela Ágústi Hafsteinssyni, hönnunarstjóra, að taka saman niðurstöður fundarins. Bókun fundar Til máls tóku:
    Jón Ingi Sveinsson sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi við umfjöllun á fundagerðum undir liðum 11, 12 og 13 og vék af fundi kl. 16:44.

    Katrín Sigurjónsdóttir.
    Þórhalla Karlsdóttir.
    Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.

    Fleiri tóku ekki til máls og fundargerðin lögð fram til kynningar.