Málsnúmer 201912062Vakta málsnúmer
Frá 929. fundi byggðaráðs þann 16. desember 2019.
"Farið yfir stöðu mála eftir hamfaraveðrið í vikunni og framhaldið. Rætt um stöðu íbúa, atvinnulífs, aðkoma björgunarsveitar, álag á veitukerfi o.fl.
Ekki sér ennþá fyrir endann á málum þar sem Landsnet hefur ekki náð að klára uppbyggingu á Dalvíkurlínu en áætlanir eru um að því ljúki í fyrsta lagi á miðvikudag. Enn er rafmagn á Dalvík, Upsaströnd, Skíðadal og Svarfaðardal keyrt á varaafli úr varðskipinu Þór og frá díesel rafstöðvum. Á mánudag var atvinnulífinu hleypt af stað en ekki er hægt að keyra það að fullu vegna orkuálags.
Í kvöld munu sjálfboðaliðar úr hópi íbúa Dalvíkurbyggðar standa fyrir samverustund í þakklæti í Menningarhúsinu Bergi og eru þeim færðar bestu þakkir fyrir framtakið.
Málið verður áfram til umræðu á næstu fundum byggðaráðs þegar sér til loka hamfaranna.
Á óformlegum fundi sveitarstjórnar í síðustu viku var eftirfarandi bókun samþykkt:
Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar vill koma á framfæri innilegu þakklæti til þeirra fjölmörgu sem standa nú í ströngu við að létta neyð af samfélaginu. Björgunarsveit, landhelgisgæsla, starfsmenn Landsnets, Rarik, verktaka og veitna ásamt svo fjölmörgum öðrum sem leggja nú dag við nótt í hjálparstarfi. Miklar þakkir eru færðar til þeirra sem hafa komið um langan veg til aðstoðar í Dalvíkurbyggð. Þá þakkar sveitarstjórn íbúum fyrir æðruleysi og nágrönnum og ráðamönnum landsins fyrir samhug á erfiðum tímum. Forgangsröðin þar til Dalvíkurlína kemst í gagnið er að tryggja íbúum í dölunum á köldu svæði bráðabirgðaorku.
Slíkar hamfarir eru sem betur fer fátíðar og því hefur ýmislegt betur mátt fara í sambandi við upplýsingaflæði og viðbrögð. Mikilvægt er að draga lærdóm af þessum hamförum og mun verða sest yfir verkferla þegar eðlilegt ástand kemst á á ný.
Sveitarstjórn hvetur íbúa til að deila upplýsingum til ættingja sinna í byggðarlaginu. Þá hugi íbúar að eldra fólki og einstæðingum í sínu nánasta umhverfi. Sveitarstjórn ítrekar að þeir sem hafa aðgang að rafmagni spari það eins og kostur er."
Til máls tóku:
Katrín Sigurjónsdóttir
Gunnþór E. Gunnþórsson
Guðmundur St. Jónsson
Felix Rafn Felixson