Byggðaráð

940. fundur 07. apríl 2020 kl. 13:00 - 16:06 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá

1.Kirkjuvegur 12; sala á eigninni

Málsnúmer 202003053Vakta málsnúmer

Leiðrétting á viðauka nr. 13 við fjárhagsáætlun 2020, sem samþykktur var á 323. sveitarstjórnarfundi þann 17. mars 2020.

Í viðauka 13 fórst fyrir að gera grein fyrir lánauppgreiðslu að upphæð kr. 12.020.499.
Í viðaukanum eru eftirfarandi færslur: Fasteignir deild 58200, lækkun um kr 5.223.420. Hækkun söluhagnaðar deild 57880 um kr 18.035.760.
Vegna uppgreiðslu lánsins hækkar þó handbært fé aðeins um kr. 11.238.731 í stað kr 23.259.180.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindan viðauka nr. 13 við fjárhagsáætlun 2020.

2.Dýpkun 2020 - beiðni um viðauka

Málsnúmer 202003173Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs dagsett 31. mars 2020, beiðni um viðauka vegna dýpkunarframkvæmda við austur- og norðurgarð. Verið er að fara að vinna að dýpkunarframkvæmdum hjá Hafnasamlagi Norðurlands og stendur til boða að Dalvíkurbyggð gangi inn í þann samning og nýti skipið sem kemur norður vegna þessa verkefnis.

Á fundi veitu- og hafnaráðs þann 1. apríl samþykkti ráðið samhljóða að óska eftir viðauka vegna dýpkunar og að sviðsstjóri gangi eftir greiðslu frá Siglingasviði Vegargerðar ríksins vegna vangreiðslu á fyrri hluta dýpkunarinnar.

Óskað er eftir viðauka nr. 14 við fjárhagsáætlun 2020 fyrir Hafnasjóð Dalvíkurbyggðar, deild 42200-11551, hafnaframkvæmdir með vsk, nýframkvæmdir, að upphæð kr. 8.400.000 sem er áætlaður hlutur Dalvíkurbyggðar í verkinu. Ekki er svigrúm innan málaflokksins og því er óskað eftir lækkun á handbæru fé á móti.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindan viðauka nr. 14 við fjárhagsáætlun 2020.

3.Umhverfisstefna Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202004026Vakta málsnúmer

Á 335. fundi umhverfisráðs þann 3. apríl var til umræðu vinna við umhverfisstefnu Dalvíkurbyggðar og var eftirfarandi bókað:

"Umhverfisráð leggur til við byggðarráð að stofnaður verði 3 manna vinnuhópur vegna verkefnisins.
Ráðið leggur til að þær Helga Íris Ingólfsdóttir og Lilja Bjarnadóttir sitji í vinnuhópnum.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Byggðaráð frestar málinu til næsta fundar.

4.Selárland-Verðmat

Málsnúmer 201707019Vakta málsnúmer

Á 936. fundi byggðaráðs þann 5. mars 2020 fól byggðaráð sveitarstjóra að fá verðmat á Selárlandinu frá óháðum aðila vegna tilboðs til Ríkisins í kaup á landinu og liggur það nú fyrir.
Byggðaráð felur sveitarstjóra að senda inn tilboð í Selárlandið á grundvelli fyrirliggjandi verðmats.

5.Upplýsingar vegna kórónuveirufaraldurs.

Málsnúmer 202003086Vakta málsnúmer

Réttindi sveitarfélaga varðandi hlutastörf og borgaralega skyldu starfsfólks.

Samþykkt var nýtt ákvæði í lög um almannavarnir er fjallar um borgaralega skyldu starfsmanna opinberra aðila og veitir sveitarfélögum aukið svigrúm til að óska eftir vinnuframlagi starfsfólks utan hefðbundinna starfslýsinga.

Sveitarfélög falla undir skipulagsheildir sem geta nýtt sér úrræði um minna starfshlutfall skv. breytingu á lögum um atvinnuleysistryggingar. Þannig er hægt að bjóða starfsfólki hlutastarf og fá greiðslu á móti úr atvinnuleysistryggingasjóði.
Atvinnuleysisbætur tryggja ekki orlof og veikindarétt á þessu tímabili.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að tryggja starfsfólki Dalvíkurbyggðar orlofsréttindi og veikindarétt til samræmis við umsamið starfshlutfall fyrir það starfsfólk sem vegna verkefnaskorts þiggur boð um hlutastörf á tímabilinu 1. apríl - 31. maí 2020.

6.Upplýsingar vegna kórónuveirufaraldurs.

Málsnúmer 202003086Vakta málsnúmer

Frestun á eindaga greiðslna til Dalvíkurbyggðar samkvæmt samþykkt sveitarstjórnar á fundi 31. mars 2020.
Farið yfir framkvæmd og ferli umsókna um gjaldfresti.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að veita sveitastjóra heimild til að semja við umsækjendur sem sækjast eftir frestun á greiðslum gjalda að uppfylltum settum skilyrðum.

7.Fjárhagsáætlun 2020; vegna viðhaldsframkvæmda á Dalbæ og viðræður.

Málsnúmer 201908062Vakta málsnúmer

Í tillögum Sambands íslenskra sveitarfélaga að viðspyrnuaðgerðum er lagt til að aukinn verði stuðningur Framkvæmdasjóðs aldraðra við viðhaldsframkvæmdir og stofnkostnað við hjúkrunarheimili. Stuðningi skal forgangsraða til verkefna sem eru fullhönnuð og hæf til framkvæmda með litlum fyrirvara.

Hjá Framkvæmdasjóði aldraðra liggur umsókn frá Dalbæ, heimili aldraðra, um framlag úr sjóðnum til framkvæmda við endurbætur húsnæðisins. Þá liggur fyrir á að á fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar árið 2020 er gert ráð fyrir 40 miljónum til framkvæmda við Dalbæ og aftur sömu upphæð á fjárhagsáætlun 2021.

Ljóst er að ekki er hægt að hefja útboð eða viðhaldsframkvæmdir fyrr en afstaða stjórnar Framkvæmdasjóðs aldraðra liggur fyrir.
Byggðaráð felur sveitarstjóra að óska eftir því við stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra að hún taki sem allra fyrst til afgreiðslu umsókn Dalbæjar, heimilis aldraðra, Dalvík, um framlag vegna endurbóta á húsnæðinu.

8.Svæðisskipulagsnefnd 2020

Málsnúmer 202004004Vakta málsnúmer

Tekin fyrir afgreiðsla svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar frá 31. mars 2020 á tillögu að breytingu á Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024 vegna flutningslína raforku.

Tillagan var auglýst 21. janúar 2020 með athugasemdafresti til 6. mars 2020.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við tillögur svæðisskipulagsnefndar og vísar þeim til afgreiðslu í sveitarstjórn.

9.Áríðandi - Ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra varðandi skil á ársreikningum

Málsnúmer 202003165Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá skrifstofu sveitarfélaga og byggðamála dagsett 27. mars þar sem vakin er athygli á auglýsingu um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra varðandi skil á ársreikningum sveitarfélaga.

Byggðaráð samþykkir samhljóða að taka ársreikning Dalvíkurbyggðar 2019 til umræðu og afgreiðslu sem hér segir:
15. apríl, miðvikudagur, ársreikningur 2019 tekinn fyrir í byggðaráði.
21. apríl, þriðjudagur, fyrri umræða í sveitarstjórn.
12. maí, þriðjudagur, síðari umræða í sveitarstjórn.

10.Aðgerðaáætlun sveitarfélaga til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf og heimili - COVID-19

Málsnúmer 202003170Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dagsett 30. mars 2020, bókun stjórnar sambandsins frá fundi þann 27. mars sl.

„Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga lýsir yfir ánægju með að þær aðgerðir sem sambandið hefur lagt fram hafi nýst sveitarfélögunum. Stjórn leggur áherslu á að áfram verði unnið að framgangi þeirra í samráði við ríkisstjórn og að fylgst verði vel með þróun mála og nýjar hugmyndir mótaðar eftir því sem fram vindur. Stjórn hvetur jafnframt sveitarfélögin til að móta frekari hugmyndir sem nýtast atvinnulífinu og íbúum á þessum erfiðu tímum í sínu nærsamfélagi.“
Lagt fram til kynningar.

11.Bréf frá ÍSÍ vegna COVID-19

Málsnúmer 202004019Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá ÍSÍ, dagsett 1. apríl 2020 þar sem Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) hvetjur sveitarfélög í landinu til að eiga samtöl við sín félög og fylgjast vel með því hvernig mál þróast. Mjög mikilvægt er að grípa inni í ef þörf er á og styðja félögin í gegnum þau vandamál sem kunna að vera framundan.

Jafnframt hvetur ÍSÍ sveitarfélög, sem bjóða upp á frístundastyrki sem nýta má til ástundunar íþrótta- og æskulýðsstarfs, til að skoða vel hvort unnt sé að hækka, að minnsta kosti tímabundið, upphæð frístundastyrkja.

ÍSÍ gerir sér grein fyrir því að sveitarfélögin á Íslandi sinna sínum skyldum gagnvart íþrótta- og ungmennafélögum af stakri prýði en vill hins vegar með þessari hvatningu koma til skila áhyggjum sínum af ástandinu og stöðu félaganna.

Samkvæmt upplýsingum frá sveitarstjóra er íþrótta- og æskulýðsfulltrúi að safna saman upplýsingum frá íþróttafélögum í Dalvíkurbyggð um stöðu þeirra í dag.
Lagt fram til kynningar.

12.Beiðni um upplýsingar um framkvæmdir og aðgerðir

Málsnúmer 202003092Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi til upplýsinga bréf SSNE til Forsætisráðuneytisins um aukið fjármagn í sóknaráætlun Norðurlands eystra til viðspyrnu strax.
Lagt fram til kynningar.

13.Skýrsla Flugklasans Air 66N

Málsnúmer 202003174Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Markaðsstofu Norðurlands dagsettur 31. mars 2020, þar sem lögð er fram til kynningar skýrsla flugklasans, Air 66N, frá 12. október 2019 til 31. mars 2020.
Lagt fram til kynningar.

14.Fréttabréf SSNE

Málsnúmer 202004030Vakta málsnúmer

Efni til kynningar, fréttabréf Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, SSNE, 1. tbl. mars 2020.
Lagt fram til kynningar.

15.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2020

Málsnúmer 202002017Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 880. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 27. mars 2020.
Lagt fram til kynningar.

16.Snjómokstursútboð 2020-2023

Málsnúmer 201911019Vakta málsnúmer

Jón Ingi Sveinsson vék af fundi kl. 14:30 vegna vanhæfis.
Fundi frestað til kl. 15:00.

Steinþór Björnson, deildarstjóri eigna- og framkvæmdadeildar og Ásgeir Örn Blöndal, lögmaður, mættu á fundinn kl. 15:00

Á 335. fundi umhverfisráðs þann 3. apríl var eftirfarandi bókað:
"Umhverfisráð hefur yfirfarið framlögð tilboð, en í verkið snjómokstur og hálkuvarnir á Dalvík 2020-2023 barst eitt gilt tilboð.
Í verkið Snjómokstur og hálkuvarnir Árskógssandur og Hauganes 2020-2023 bárust tvö gild tilboð.
Í verkið Snjómokstur og hálkuvarnir Dalvík 2020-2023 barst eitt gilt tilboð.
Í verkið Snjómokstur og hálkuvarnir plön og stígar á Dalvík 2020-2023 barst ekkert gilt tilboð.
Í verkið Snjómokstur og hálkuvarnir utan þéttbýlis 2020-2023 bárust 4 gild tilboð.

Umhverfisráð leggur til að gengið verði til samninga við G Hjálmarsson hf um snjómokstur og hálkuvarnir á Árskógssandur og Hauganes 2020-2023 og snjómokstur og hálkuvarnir utan þéttbýlis 2020-2023.
Ráðið leggur einnig til að gengið verði til samninga við Steypustöðina Dalvík ehf um snjómokstur og hálkuvarnir á Dalvík 2020-2023.
Þar sem bæði tilboð í snjómokstur og hálkuvarnir plön og stígar á Dalvík 2020-2023 voru ógild leggur ráðið til að gerð verði verðkönnun í þann verkþátt.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."

Fyrir fundinum lá einnig bréf til byggðaráðs vegna snjómoksturs 2020, frá EB ehf., sem barst 7. apríl.

Byggðaráð fór yfir útboðsferilinn og leitaði svara við þeim spurningum sem borist hafa vegna útboðsins.

Ásgeir Örn vék af fundi kl. 15:40.
Steinþór vék af fundi kl. 15:50.
Byggðaráð frestar málinu til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 16:06.

Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri