Byggðaráð

928. fundur 05. desember 2019 kl. 10:00 - 12:28 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Guðmundur St. Jónsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá

1.Samvinna byggðaráðs og eldri borgara, öldungaráð.

Málsnúmer 201610060Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs fulltrúar í Öldungaráði þær Kolbrún Pálsdóttir, Elín Rósa Ragnarsdóttir og Helga Mattína Björnsdóttir frá eldri borgurum, Hildigunnur Jóhannesdóttir frá HSN og Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, kl. 10:00.

Til umræðu ýmis mál er varðar málefni íbúa 60 ára og eldri í Dalvíkurbyggð. Sveitarstjóri tekur saman minnispunkta af fundinum og sendir út fundargerð eftir fund.

Þórhalla kom inn á fundinn kl. 10:44.

Kolbrún, Elín Rósa, Helga Mattína, Hildigunnur og Eyrún viku af fundi kl. 10:52.
Byggðaráð þakkar öldungaráði fyrir góðan fund.

2.Fjölþætt heilsuefling 65 í Dalvíkurbyggð - Heilsuefling fyrir eldri aldurshópa

Málsnúmer 201911093Vakta málsnúmer

Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, mættu á fundinn kl. 11:05 til að kynna drög að samstarfssamningi um heilsueflingu fyrir eldri aldurshópa og rannsóknarverkefni sem borist hafa frá Janusi Guðlaugssyni, PhD-íþrótta- og heilsufræðingi hjá Janusi heilsueflingu slf.

Rætt um Janusarverkefnið, samningsdrögin og um heilsueflingu fyrir 65 ára og eldri sem er í boði í dag í sveitarfélaginu.

Gísli Rúnar vék af fundi kl. 11:37.
Byggðaráð frestar frekari umræðu til næsta fundar og felur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að vinna áfram að málinu á milli funda.

3.Þróunarvinna fyrir Menningarhúsið Berg

Málsnúmer 201911072Vakta málsnúmer

Þann 20. nóvember sl. komu stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Menningarfélagsins Bergs til viðræðna við sveitarstjóra um Menningarhúsið Berg og þá samninga sem gilda um starfsemi hússins og á milli félagsins og Dalvíkurbyggðar.

Hugmyndir eru uppi hjá stjórn Menningarfélagsins Bergs að setja af stað þróunarvinnu fyrir Menningarhúsið Berg en nú eru liðin 10 ár frá því húsið var tekið í notkun.

Rætt um starfsemina í Menningarhúsinu og þá möguleika sem húsið býður upp á.

Gísli Bjarnason vék af fundi kl. 12:07.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að skipa Gísla Bjarnason, sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og Ellu Völu Ármannsdóttur, formann menningarráðs, í vinnuhóp um þróunarvinnu fyrir Menningarhúsið Berg. Stjórn Menningarfélagsins skipi tvo aðila í vinnuhópinn. Áætlað er að vinnuhópurinn skili af sér hugmyndum fyrir lok janúar 2020.

4.Sérstakt strandveiðigjald til hafna

Málsnúmer 201911073Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Fiskistofu dagsett 18. nóvember þar sem upplýst er um sérstakt gjald af strandveiðibátum, hlutfall viðkomandi hafnar í heildarafla sem fenginn var við strandveiðar tímabilið 01.05.2019 til 31.08.2019.

Samtals kemur í hlut Dalvíkurbyggðar 677.717 kr. Gjaldið er þannig sundurliðað á hafnir og kemur til greiðslu frá Fjársýslu Ríkisins:
Dalvík 658.178 kr.
Hauganes 19.538 kr.
Lagt fram til kynningar.

5.Selárland-Verðmat

Málsnúmer 201707019Vakta málsnúmer

Lagt fram verðmat á landi Selár af hendi Ríkisins sem barst frá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu þann 25. nóvember 2019.

Einnig lagt fram verðmat sem unnið var fyrir Dalvíkurbyggð og barst þann 16. október 2019.
Byggðaráð felur sveitarstjóra að vinna tilboð með rökstuðningi til Ríkisins í Selárlandið og leggja fyrir næsta fund ráðsins.

6.Sóknaráætlun Norðurlands Eystra 2020-2024

Málsnúmer 201911112Vakta málsnúmer

Á aðalfundi Eyþings þann 15. nóvember sl. var samþykkt ný sóknaráætlun fyrir Norðurland eystra 2020-2024 og var hún lögð fram til kynningar á fundinum.

Sóknaráætlun er stefnuskjal sem felur í sér stöðumat landshlutans, framtíðarsýn og markmið í tilgreindum málaflokkum ásamt skilgreindum leiðum að markmiðunum. Áhersluflokkarnir í sóknaráætluninni eru atvinnumál og nýsköpun, menning og umhverfismál. Áætlunin tekur mið af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og einstök markmið og aðgerðir tengd við tilheyrandi heimsmarkmið.

Einnig lögð fram til upplýsinga skýrsla, Úttekt á framlögum til rannsókna og nýsköpunar eftir landshlutum 2014-2018, unnin af Daða Má Kristóferssyni prófessor við Háskóla Íslands. Skýrslan sýnir verulega rýran hlut flestra landshluta á meðan lungað úr framlögum fer til úthlutunar á höfuðborgarsvæðinu.

Farið yfir þau gögn sem liggja fyrir og málin rædd. Sóknaráætlun 2020-2024 og skýrslan um úttekt á framlögum til rannsókna og nýsköpunar eftir landshlutum 2014-2018 verður kynnt sérstaklega í Atvinnumála- og kynningarráði, Umhverfisráði og Veitu- og hafnaráði.
Lagt fram til kynningar.

7.Breytingar á samþykktum um stjórn og fundarsköp vegna laga og reglugerða um mat á umhverfisáhrifum

Málsnúmer 201912006Vakta málsnúmer

Tekið fyrir rafbréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dagsett 2. desember 2019, þar sem Sambandið hvetur öll sveitarfélög, þar sem við á, að laga samþykktir sínar í samræmi við ákvæði laga og reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum.

Einnig lagt fram mat sem kom fram við stjórnsýsluúttekt KPMG að fella skuli úr gildi samþykkt um afgreiðslur umhverfisráðs Dalvíkurbyggðar nr. 211/2015.

Málin rædd.
Byggðaráð felur sveitarstjóra að setja í samþykktir sveitarfélagsins sem nú eru í endurskoðun ákvæði um að fela skipulagsnefnd eða öðrum aðila innan stjórn­sýslu sveitarfélagsins töku fulln­aðar­ákvörðunar um matsskyldu framkvæmdar þegar sveitarfélagið er sjálft framkvæmdaraðili, sbr. 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Frekari umræðu frestað til næsta fundar en þá verði tekin umræða um drög að nýjum samþykktum með breytingum þar sem ofangreint er komið inn og tekið tillit til athugasemdar í stjórnsýsluúttekt KPMG.

8.Fjarfundamenning, námskeið fyrir starfsfólk og kjörna fulltrúa.

Málsnúmer 201912016Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar, dagsett 3. desember 2019, þar sem nú er komið að því að halda námskeið fyrir kjörna fulltrúa, nefndarmenn, stjórnendur og starfsfólk sveitarfélaganna um framkvæmd og þátttöku í fjarfundum.

Verkefnið "Fjarfundamenning" er eitt af átaksverkefnum sóknaráætlunar Eyþings. SÍMEY símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar og Þekkingarnet Þingeyinga standa að verkefninu.

Boðið er upp á námskeið 15. janúar hjá Símey, Þórsstíg 4, Akureyri kl. 13-15 fyrir starfsmenn sveitarfélaga og kl. 15-17 fyrir kjörna fulltrúa og nefndarmenn.
Byggðaráð felur sveitarstjóra að auglýsa námskeiðið meðal starfsmanna sveitarfélagsins, kjörinna fulltrúa og nefndarmanna hjá Dalvíkurbyggð.

9.Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga og sveitarstjórnarlögum (forsendur úthlutana úr Jöfnunarsjóði), 391. mál.

Málsnúmer 201911108Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Nefndasviði Alþingis dagsett 29. nóvember 2019, þar sem Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga og sveitarstjórnarlögum (forsendur úthlutana úr Jöfnunarsjóði), 391. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 9. desember nk.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:28.

Nefndarmenn
  • Guðmundur St. Jónsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri