Málsnúmer 201911093Vakta málsnúmer
Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, mættu á fundinn kl. 11:05 til að kynna drög að samstarfssamningi um heilsueflingu fyrir eldri aldurshópa og rannsóknarverkefni sem borist hafa frá Janusi Guðlaugssyni, PhD-íþrótta- og heilsufræðingi hjá Janusi heilsueflingu slf.
Rætt um Janusarverkefnið, samningsdrögin og um heilsueflingu fyrir 65 ára og eldri sem er í boði í dag í sveitarfélaginu.
Gísli Rúnar vék af fundi kl. 11:37.