Byggðaráð

929. fundur 16. desember 2019 kl. 16:00 - 19:03 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Guðmundur St. Jónsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
  • Felix Rafn Felixson varamaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Þórhalla Karlsdóttir vék af fundi kl. 18:32.
Felix Rafn Felixson, varamaður, sat fundinn í hennar stað frá kl. 18:32 og til fundarslita.

1.Fjölþætt heilsuefling 65 í Dalvíkurbyggð - Heilsuefling fyrir eldri aldurshópa

Málsnúmer 201911093Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs og Gísli Rúnar Gylfason íþrótta- og æskulýðsfulltrúi komu inn á fundinn kl. 16:10.

Á 928. fundi byggðaráðs þann 5. desember sl. fól byggðaráð íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að vinna áfram að málinu á milli funda.

Gísli og Gísli Rúnar fóru yfir þær upplýsingar sem þeir öfluðu á milli funda. Málin rædd.

Gísli Bjarnason vék af fundi kl. 16:25.
Byggðaráð felur sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að vinna málið áfram í samvinnu við vinnuhópinn um heilsueflandi samfélag, íþróttaleiðbeinendur og félag eldri borgara. Úrvinnsla hópsins verði síðan lögð fyrir byggðaráð á nýju ári.

2.Rekstrarkostnaður gervigrasvallar 2019

Málsnúmer 201912057Vakta málsnúmer

Knattspyrnudeild UMFS hefur óskað eftir auknu framlagi vegna rekstrarkostnaðar við gervigrasvöll á árinu 2019. Ekki hafði verið gert ráð fyrir framlagi vegna reksturs vallarins á þessu ári, en búið er að gera ráð fyrir því árið 2020.

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi fór yfir ofangreint og leggur til að UMFS fái greiddar kr. 866.590 sem er óráðstafað af lyklum 06800-9145 og 06800-9110 á fjárhagsáætlun ársins 2019 til að mæta kostnaði við upphitun á gervigrasvellinum fyrir árið 2019.

Gísli Rúnar vék af fundi kl. 16:32.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu íþrótta- og æskulýðsfulltrúa.

3.Fjarfundabúnaður í fundarsal í Ráðhúsi

Málsnúmer 201912058Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sveitarstjóra dagsett 10. desember 2019, beiðni um að nýta eftirstöðvar á fjárhagsáætlun af liðum 21400-2810 og 21400-2850 til að bæta fjarfundabúnað í fundarsalnum Upsa í Ráðhúsi.

Samkvæmt bókhaldi er rúmlega 600.000 kr eftirstöðvar af þessum tveimur liðum samtals og samkvæmt upplýsingum frá tölvuumsjónarmanni er áætlaður kostnaður við búnaðinn um 600.000 kr m.v. þann búnað sem hann leggur til.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu sveitarstjóra. Tölvuumsjónarmanni falið að uppfæra fjarfundabúnað í Upsa og bæta fundaaðbúnað í Múla samkvæmt umræðum á fundinum.

4.Ósk um viðauka vegna verkefna sem flutt eru yfir á 2020

Málsnúmer 201912028Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs dagsett 5. desember 2019, beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2019 vegna fjárfestinga sem hefur verið frestað til ársins 2020.

Hlutdeild Dalvíkurbyggðar í sjóvörnum kr. 3.000.000 og strætóskýli kr. 3.500.000. Samtals kr. 6.500.000 lækkun fjárfestingar í málaflokki 32200 og kemur til hækkunar á handbæru fé, viðauki nr. 34/2019.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 34/2019. Lækkun fjárfestinga í málaflokki 32200 um 6.500.000 kr, til hækkunar á eigin fé.

5.Snjómokstur 2019 - viðauki.

Málsnúmer 201901035Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs dagsett 10. desember 2019, ósk um tilflutning á fjármagni vegna snjómoksturs.

Óskað er eftir að flytja 2.000.000 kr af deild 09220 og 2.500.000 af deild 08210, samtals 4.500.000 kr. og auka framlag til snjómoksturs á deild 10600 um sömu upphæð, 4.500.000 kr. Viðauki nr. 35/2019.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindan viðauka nr. 35/2019 og hækkar hann um 3.000.000 kr. til snjómoksturs. Þannig komi 4.500.000 kr til millifærslu á milli deilda á umhverfis- og tæknisviði skv. tillögu sviðsstjóra og 3.000.000 til lækkunar á handbæru fé.

6.Afsláttur fasteignaskatts 2020 til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega

Málsnúmer 201912059Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að reglum um afslátt fasteignaskatts til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega fyrir árið 2020.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð felur sveitarstjóra að vinna málið áfram og leggja fyrir næsta fund ráðsins.

7.Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar.Endurskoðun

Málsnúmer 201907016Vakta málsnúmer

Síðari umræða um
a) Skipurit Dalvíkurbyggðar
b) Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar
c) Erindisbréf fagráða í Dalvíkurbyggð

Fyrri umræða fór fram í sveitarstjórn 29. nóvember sl. Uppfærð gögn eru í yfirlestri hjá KPMG og borist hafa ábendingar frá Sambandinu sem þarf að skoða.

Sveitarstjóri leggur til, í ljósi tímaskorts undanfarinna daga, að fresta yfirferð byggðaráðs fram í janúar og að uppfærð gögn komi til síðari umræðu sveitarstjórnar á janúarfundi.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu sveitastjóra um að fresta yfirferð til næsta fundar byggðaráðs og að síðari umræða sveitastjórnar verði á janúarfundi.

8.Bréf til hluthafa Tækifæris hf.

Málsnúmer 201912019Vakta málsnúmer

Erindi frá Tækifæri hf. dagsett 3. desember 2019, þar sem stjórn Tækifæris hefur ákveðið að bjóða núverandi hluthöfum félagsins að kaupa nýtt hlutafé í hlutfalli við eign sína.

Í samþykktunum félagsins kemur fram að stjórn sé heimilt að hækka hlutafé í einu lagi eða í áföngum um allt að 300 m.kr. að nafnverði með áskrift nýrra hluta og á stjórnarfundi þann 31. október tók stjórn Tækifæris ákvörðun um að nýta þá heimild samkvæmt 2. grein samþykkta félagsins.

Hluthafar skulu tilkynna til félagsins hvort þeir ætla að taka þátt í hlutafjáraukningunni í síðasta lagi þann 20. desember 2019.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að taka ekki þátt í hlutafjáraukningunni.

9.Selárland-Verðmat

Málsnúmer 201707019Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri lagði fram drög að tilboði til Ríkisins í Selárlandið, með rökstuðningi, skv. bókun byggðaráðs á 928. fundi þann 5. desember sl.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum framlögð drög og felur sveitarstjóra að senda inn formlegt tilboð til Ríkisins í Selárlandið.

10.Óveðrið í desember 2019

Málsnúmer 201912062Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu mála eftir hamfaraveðrið í vikunni og framhaldið. Rætt um stöðu íbúa, atvinnulífs, aðkoma björgunarsveitar, álag á veitukerfi o.fl.

Ekki sér ennþá fyrir endann á málum þar sem Landsnet hefur ekki náð að klára uppbyggingu á Dalvíkurlínu en áætlanir eru um að því ljúki í fyrsta lagi á miðvikudag. Enn er rafmagn á Dalvík, Upsaströnd, Skíðadal og Svarfaðardal keyrt á varaafli úr varðskipinu Þór og frá díesel rafstöðvum. Á mánudag var atvinnulífinu hleypt af stað en ekki er hægt að keyra það að fullu vegna orkuálags.

Í kvöld munu sjálfboðaliðar úr hópi íbúa Dalvíkurbyggðar standa fyrir samverustund í þakklæti í Menningarhúsinu Bergi og eru þeim færðar bestu þakkir fyrir framtakið.
Málið verður áfram til umræðu á næstu fundum byggðaráðs þegar sér til loka hamfaranna.

Á óformlegum fundi sveitarstjórnar í síðustu viku var eftirfarandi bókun samþykkt:

Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar vill koma á framfæri innilegu þakklæti til þeirra fjölmörgu sem standa nú í ströngu við að létta neyð af samfélaginu. Björgunarsveit, landhelgisgæsla, starfsmenn Landsnets, Rarik, verktaka og veitna ásamt svo fjölmörgum öðrum sem leggja nú dag við nótt í hjálparstarfi. Miklar þakkir eru færðar til þeirra sem hafa komið um langan veg til aðstoðar í Dalvíkurbyggð. Þá þakkar sveitarstjórn íbúum fyrir æðruleysi og nágrönnum og ráðamönnum landsins fyrir samhug á erfiðum tímum. Forgangsröðin þar til Dalvíkurlína kemst í gagnið er að tryggja íbúum í dölunum á köldu svæði bráðabirgðaorku.

Slíkar hamfarir eru sem betur fer fátíðar og því hefur ýmislegt betur mátt fara í sambandi við upplýsingaflæði og viðbrögð. Mikilvægt er að draga lærdóm af þessum hamförum og mun verða sest yfir verkferla þegar eðlilegt ástand kemst á á ný.

Sveitarstjórn hvetur íbúa til að deila upplýsingum til ættingja sinna í byggðarlaginu. Þá hugi íbúar að eldra fólki og einstæðingum í sínu nánasta umhverfi. Sveitarstjórn ítrekar að þeir sem hafa aðgang að rafmagni spari það eins og kostur er.

11.Til umsagnar frumvarp til laga um um breytingu á lögum um málefni aldraðra, nr. 125/1999 (öldungaráð), 383. mál.

Málsnúmer 201912021Vakta málsnúmer

Frá nefndasviði Alþingis 4. desember 2019. Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra, nr. 125/1999 (öldungaráð), 383. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 13. janúar nk.
Lagt fram til kynningar.

12.Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998, með síðari breytingum (viðaukar). 436. mál

Málsnúmer 201912048Vakta málsnúmer

Frá nefndasviði Alþingis 9. desember 2019. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998, með síðari breytingum (viðaukar). 436. mál

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 10. janúar n.k.
Lagt fram til kynningar.

13.Til umsagnar tillögu til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2020-2024, 434. mál og tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2020 ? 2034, 435. mál

Málsnúmer 201912051Vakta málsnúmer

Frá nefndasviði Alþingis 9. desember 2019. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2020-2024, 434. mál og tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034, 435. mál

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 10. janúarn.k.
Lagt fram til kynningar.

14.Til upplýsingar - frumvarpsdrög í Samráðsgátt (fjarskipti)

Málsnúmer 201912056Vakta málsnúmer

Frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, rafpóstur dagsettur 10. desember 2019, þar sem vakin er athygli á því að drög að frumvarpi til nýrra fjarskiptalaga eru til umsagnar í Samráðsgátt stjórnvalda.

Óskað er eftir umsögnum um drögin, eigi síðar en 6. janúar 2020.
Lagt fram til kynningar.

15.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2019

Málsnúmer 201901098Vakta málsnúmer

Til kynningar fundargerð 876. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 29. nóvember 2019.
Lagt fram til kynningar.

16.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201912054Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

17.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201901070Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók

Fundi slitið - kl. 19:03.

Nefndarmenn
  • Guðmundur St. Jónsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
  • Felix Rafn Felixson varamaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri