Frá sveitarstjóra; Sjávarútvegssaga Dalvíkurbyggðar.

Málsnúmer 201510077

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 755. fundur - 22.10.2015

Tekið fyrir erindi frá sveitarstjóra er varðar ritun sjávarútvegssögu Dalvíkurbyggðar.



Markmið verkefnisins er að gefa eins heildstæða mynd af sjávarútvegssögu Dalvíkurbyggðar á 20. öld og fram á þá 21. eins og frekast er unnt. Sagan tekur til sjávarútvegs í tveimur af þeim þremur sveitarfélögum sem sameinuðust í sveitarfélagið Dalvíkurbyggð árið 1998 þ.e. Dalvíkurbæ og Árskógshreppi. Í því skyni þarf víða að leita fanga. Ritaðar heimildir liggja víða, fundagerðarbækur, greinar í blöðum, bókum og tímaritum, ýmis gögn frá sjávarútvegsfyrirtækjum á Dalvík og síðast en ekki síst verði tekin viðtöl við fjölmarga þá sem stóðu í eldlínunni t.d. stjórnendur fyrirtækja, sjómenn og aðra, til þess að varpa skemmtilegu, áhugaverðu og lifandi ljósi á viðfangsefnið. Fyrsta skrefið þarf að vera söfnun munnlegra heimilda og ljósmynda. Samkvæmt kostnaðaráætlun er miðað við að öll heimildaöflun kosti samtals um 3,3 milljónir. Lagt er til að árið 2016 verji Dalvíkurbyggð 1/3 af þeirri upphæð eða um 1,1 milljón til að afla munnlegra heimilda og ljósmynda.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við menningaráð að koma ofangreindu verkefni af stað árið 2016 með fyrstu áherslu á öflun munnlegra heimiilda sem og gera heildstæða áætlun um verkefnið.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við menningaráð að ofangreindu verkefni verði fundið svigrúm innan fjárhagsramma málaflokks 05 á árinu 2016.

Menningarráð - 54. fundur - 28.10.2015

Byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum á 775. fundi sínum að leggja til við menningaráð að koma þessu verkefni af stað árið 2016 með fyrstu áherslu á öflun munnlegra heimilda sem og gera heildstæða áætlun um verkefnið.

Byggðaráð samþykkti einnig að leggja til við menningaráð að ofangreindu verkefni verði fundið svigrúm innan fjárhagsramma málaflokks 05 á árinu 2016.

Menningarráð telur ekki vera svigrúm innan fjárhagsramma ársins 2016 til að bæta þessu verkefni við þau verkefni sem nú þegar hafa verið ákveðin, nema að mjög litlu leyti. Ráðið telur einnig mikilvægt að skipuð verði ritnefnd og strax verði gengið frá því hver eigi að rita verkið þannig að heimildaöflun geti hafist. Ráðið telur verkefnið áhugavert en ítrekar að það þurfi að fylgja því aukið fjármagn.

Byggðaráð - 757. fundur - 05.11.2015

Á 54. fundi menningaráðs þann 28. október 2015 var eftirfarandi bókað:

"Byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum á 775. fundi sínum að leggja til við menningaráð að koma þessu verkefni af stað árið 2016 með fyrstu áherslu á öflun munnlegra heimilda sem og gera heildstæða áætlun um verkefnið. Byggðaráð samþykkti einnig að leggja til við menningaráð að ofangreindu verkefni verði fundið svigrúm innan fjárhagsramma málaflokks 05 á árinu 2016.

Menningarráð telur ekki vera svigrúm innan fjárhagsramma ársins 2016 til að bæta þessu verkefni við þau verkefni sem nú þegar hafa verið ákveðin, nema að mjög litlu leyti. Ráðið telur einnig mikilvægt að skipuð verði ritnefnd og strax verði gengið frá því hver eigi að rita verkið þannig að heimildaöflun geti hafist. Ráðið telur verkefnið áhugavert en ítrekar að það þurfi að fylgja því aukið fjármagn. "

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að ræða, á milli funda, ofangreint við fulltrúa menningaráðs og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa.

Menningarráð - 55. fundur - 17.12.2015

Menningarráð felur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að auglýsa eftir áhugasömum einstaklingum til að taka að sér vinnu við að afla munnlegra heimilda vegna undirbúnings við ritun sjávarútvegssögu Dalvíkurbyggðar.

Í áætlun ársins 2015 er óráðstafað um 600.000 úr styrktarsjóði og vegna verkefna sem ekki verða á árinu og leggur til að þessir fjármunir verði notaðir vegna ofangreindrar heimildaröflunar.

Menningarráð - 56. fundur - 18.02.2016

Á síðasta ári var auglýst eftir aðila til að afla gagna vegna verkefnisins og kom fram ein fyrirspurn undir lok árs 2015.



Sviðsstjóra var falið að hafa samband við umræddan aðila og málið tekið fyrir aftur á næsta fundi ráðsins.

Menningarráð - 57. fundur - 17.03.2016

Jóhann Antonsson kom á fund Menningarráðs til að ræða útgáfu á Sjávarútvegssögu Dalvíkurbyggðar kl 08:15



Jóhann Antonsson kom á fundinn undir fyrsta dagskrárlið og fór yfir hvað hann hefur ritað í gegnum árin í Norðurslóð, Fiskidagsblaðið og á öðrum vettvangi um sjávarútvegssögu Dalvíkurbyggðar. Einnig hefur hann viðað að sér ýmsum heimildum með viðtölum við aðila sem tengjast/tengdust sjávarútvegi í Dalvíkurbyggð og samferðamönnum þeirra. Fram kom að það er heilmikið efni til en jafnframt var á það bent að það eru göt í núverandi heimildasöfnun sem þarf að skoða. Jóhann sér fyrir sér að heimildarsöfnun verði þannig háttað að hægt verði að skrifa bók uppúr þeim heimildum sem hann hefur yfir að ráða og úr þeirri rannsóknarvinnu sem ráðast þyrfti í. Í framhaldinu væri hægt að nýta þær til að setja upp sýningu/safn um sjávarútvegssögu Dalvíkur/Íslands.



Jóhann Antonson vék af fundi kl. 09:03

Menningarráð er sammála um að nú þurfi að hafa hraðar hendur varðandi gagnaöflun og viðtöl við núlifandi fólk sem komið hefur að sjávarútvegssögu Dalvíkurbyggðar. Það er tillaga ráðsins að öll viðtöl verði hljóðrituð. Þá var lögð áhersla á að samhliða gagnaöflun þurfi að móta skýran ramma utan um verkefnið. Skoðað verði að skipta verkefninu upp í c.a. 3 áfanga, t.d. að fyrsti áfangi verði gagnaöflun, viðtöl og gerð vinnuramma um verkefnið (þar með talið tímarammi og kostnaðaráætlun), annar áfangi verði ritun verksins og þriðji áfangi verði útgáfa verksins. Ráðið leggur til að Jóhann Antonsson verði fenginn til að vinna að gagnaöflun og taka viðtöl á þessu ári. Kostnaði er vísað á lið 05810-9145.



Þá var rætt að komið yrði á fót ritnefnd sem stýrði verkefninu og var sviðsstjóra fræðslu- og menningarsvið falið að skoða það mál.



Menningarráð - 58. fundur - 27.09.2016

Staða málsins rædd og ákveðið með næstu skref. Engin fylgigögn er með þessum dagskrárlið.
Málið rætt og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsvið falið að ræða við Jóhann Antonsson um stöðu mála og með framhald á vinnunni.

Menningarráð - 59. fundur - 15.11.2016

Heiða Hilmarsdóttir boðaði veikindaforföll og enginn mætti í hennar stað.
Tekið til umræðu og hver eru næstu skref.



Engin fylgigögn eru með þessu máli.
Sviðsstjóra er falið að hafa sambandi við Jóhann Antonsson varðandi rammasamning er snýr að tímaramma og kostnaði við gagnaöflun á Sjávarútvegssögu Dalvíkurbyggðar.

Menningarráð - 60. fundur - 08.12.2016

Á fundinn kom Jóhann Antonsson til að kynna Menningarráði aðgerðaráætlun sína er snýr að tímaramma og kostnaðarmati við gagnaöflun og skráningu heimilda.



Engin gögn liggja fyrir með þessu fundarboði.
Jóhann fór yfir sínar hugmyndir að heimildaöflun og kom jafnframt inná að mikilvægt væri að hægt yrði að nýta þær á mismunandi vegu, t.d. sem vefútgáfu, sem efni inná söfn og í ritun bókar.



Menningarráði líst vel á framkomnar hugmyndir og er Jóhanni Antonssyni falið að halda áfram heimildarsöfnun og hann skili inn framvinduskýrslu þann 1. mars 2017.





Jóhann Antonsson vék af fundi 9:15

Menningarráð - 61. fundur - 02.03.2017

Jóhann Antonsson kom inná fundinn kl. 8:15 og vék af fundi kl. 09:05
Jóhann Antonsson mætti undir þessum dagskrárlið og gaf munnlega stöðuskýrslu á framvindu verkefnisins. Fram kom að Jóhann hefur verið að skrifa undanfarið um Aðalstein Loftsson, útgerðarfélagið Röðul og Bjarma útgerðina sem nýtast munu sem heimildir í verkið. Jóhann hefur hafið undirbúning m.a. með því að ræða við fólk og undirbúa það með frekari viðtöl. Jóhann metur það svo að frekari gagnaöflun muni standa út árið 2017.

Mennnigarráð þakkar Jóhanni Antonssyni fyrir komuna og upplýsingarnar. Jóhann Antonnsson mun koma aftur á fund ráðsins í apríl með skriflega verk og kostnaðaráætlun.

Menningarráð - 62. fundur - 02.05.2017

Jóhann sat undir þessu dagskrárlið og kom til fundar kl. 8:15
Jóhann Antonsson kom á fundinn og ræddi framhald verkefnisins.
Fram kom að Jóhann hefur á undanförnum misserum unnið að öflun heimilda. Nú er verkefnið komið á það stig að huga þarf að skipun þriggja manna ritnefndar sem heldur utan um verkefnið að rita sjávarútvegssögu Dalvíkurbyggðar.



Menningarráð óskar eftir að hitta Byggðaráð og ræða framhald verkefnisins.







Jóhann vék af fundi kl. 9:00

Byggðaráð - 821. fundur - 11.05.2017

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Valdemar Þór Viðarsson, formaður menningaráðs, og Kristján E. Hjartarson, aðalmaður í menningarráði, kl. 13:24. Heiða Hilmarsdóttir, varamaður á fundi byggðaráðs, er einnig aðalmaður í menningaráði.



Á 62. fundi menningaráðs þann 2. maí 2017 var eftirfarandi bókað:

"Jóhann Antonsson kom á fundinn og ræddi framhald verkefnisins.

Fram kom að Jóhann hefur á undanförnum misserum unnið að öflun heimilda. Nú er verkefnið komið á það stig að huga þarf að skipun þriggja manna ritnefndar sem heldur utan um verkefnið að rita sjávarútvegssögu Dalvíkurbyggðar. Menningarráð óskar eftir að hitta Byggðaráð og ræða framhald verkefnisins. "



Til umræðu ofangreint.



Valdemar Þór og Kristján viku af fundi kl. 14:03.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að ráðið muni koma með tillögu að fulltrúum í ritnefnd um sjávarútvegssögu Dalvíkurbyggðar fyrir mánaðarmótin maí / júní 2017.

Byggðaráð - 822. fundur - 18.05.2017

Á 821. fundi byggðaráðs þann 11. maí 2017 var m.a. eftirfarandi bókað:

"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að ráðið muni koma með tillögu að fulltrúum í ritnefnd um sjávarútvegssögu Dalvíkurbyggðar fyrir mánaðarmótin maí / júní 2017."



Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela upplýsingafulltrúa að koma með fyrirmynd að erindisbréfi fyrir væntanlega ritnefnd.

Byggðaráð - 823. fundur - 01.06.2017

Á 822. fundi byggðaráðs þann 18. maí 2017 var eftirfarandi bókað:

"Á 821. fundi byggðaráðs þann 11. maí 2017 var m.a. eftirfarandi bókað: "Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að ráðið muni koma með tillögu að fulltrúum í ritnefnd um sjávarútvegssögu Dalvíkurbyggðar fyrir mánaðarmótin maí / júní 2017." Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela upplýsingafulltrúa að koma með fyrirmynd að erindisbréfi fyrir væntanlega ritnefnd."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að erindisbréfi fyrir ritnefndina.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fá Jóhann Antonsson og menningaráð á fund byggðaráðs til að fara yfir ofangreint verkefni.

Menningarráð - 63. fundur - 08.06.2017

Þessum dagskrárlið er frestað.

Byggðaráð - 833. fundur - 07.09.2017

Á 823. fundi byggðaráðs þann 1. júní 2017 var eftirfarandi bókað:

"Á 822. fundi byggðaráðs þann 18. maí 2017 var eftirfarandi bókað:

'Á 821. fundi byggðaráðs þann 11. maí 2017 var m.a. eftirfarandi bókað: 'Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að ráðið muni koma með tillögu að fulltrúum í ritnefnd um sjávarútvegssögu Dalvíkurbyggðar fyrir mánaðarmótin maí / júní 2017.' Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela upplýsingafulltrúa að koma með fyrirmynd að erindisbréfi fyrir væntanlega ritnefnd.'

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að erindisbréfi fyrir ritnefndina.

Til umræðu ofangreint.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fá Jóhann Antonsson og menningaráð á fund byggðaráðs til að fara yfir ofangreint verkefni."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að fá Jóhann Antonsson á fund byggðaráðs við fyrsta tækifæri.

Byggðaráð - 839. fundur - 12.10.2017

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Jóhann Antonsson og Hlynur Sigurveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 12:30.

Á 833. fundi byggðaráðs þann 7. september 2017 var eftirfarandi bókað í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2018:
" Á 823. fundi byggðaráðs þann 1. júní 2017 var eftirfarandi bókað: Á 822. fundi byggðaráðs þann 18. maí 2017 var eftirfarandi bókað: Á 821. fundi byggðaráðs þann 11. maí 2017 var m.a. eftirfarandi bókað: Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að ráðið muni koma með tillögu að fulltrúum í ritnefnd um sjávarútvegssögu Dalvíkurbyggðar fyrir mánaðarmótin maí / júní 2017. Til umræðu ofangreint. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela upplýsingafulltrúa að koma með fyrirmynd að erindisbréfi fyrir væntanlega ritnefnd. Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að erindisbréfi fyrir ritnefndina. Til umræðu ofangreint. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fá Jóhann Antonsson og menningaráð á fund byggðaráðs til að fara yfir ofangreint verkefni.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að fá Jóhann Antonsson á fund byggðaráðs við fyrsta tækifæri."

Jóhann vék af fundi kl. 13:00.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.

Byggðaráð - 886. fundur - 08.11.2018

Á 839. fundi byggðaráðs þann 12. október 2017 var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Jóhann Antonsson og Hlynur Sigurveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 12:30. Á 833. fundi byggðaráðs þann 7. september 2017 var eftirfarandi bókað í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2018: " Á 823. fundi byggðaráðs þann 1. júní 2017 var eftirfarandi bókað: Á 822. fundi byggðaráðs þann 18. maí 2017 var eftirfarandi bókað: Á 821. fundi byggðaráðs þann 11. maí 2017 var m.a. eftirfarandi bókað: Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að ráðið muni koma með tillögu að fulltrúum í ritnefnd um sjávarútvegssögu Dalvíkurbyggðar fyrir mánaðarmótin maí / júní 2017. Til umræðu ofangreint. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela upplýsingafulltrúa að koma með fyrirmynd að erindisbréfi fyrir væntanlega ritnefnd. Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að erindisbréfi fyrir ritnefndina. Til umræðu ofangreint. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fá Jóhann Antonsson og menningaráð á fund byggðaráðs til að fara yfir ofangreint verkefni. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að fá Jóhann Antonsson á fund byggðaráðs við fyrsta tækifæri." Jóhann vék af fundi kl. 13:00.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að kanna möguleika á styrkjum til þess að vinna og safna saman heimildum um sögu sjávarútvegs í Dalvíkurbyggð, bæði skriflegar og munnlegar heimildir.

Menningarráð - 70. fundur - 06.12.2018

Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 886
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að kanna möguleika á styrkjum til þess að vinna og safna saman heimildum um sögu sjávarútvegs í Dalvíkurbyggð, bæði skriflegar og munnlegar heimildir.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 1011. fundur - 06.01.2022

Á 308. fundi sveitarstjórnar þann 18. desember 2018 var eftirfarandi bókað varðandi umfjöllun um mál 201510077; Sjávarútvegssaga Dalvíkurbyggðar".
Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 886 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að kanna möguleika á styrkjum til þess að vinna og safna saman heimildum um sögu sjávarútvegs í Dalvíkurbyggð, bæði skriflegar og munnlegar heimildir. Lagt fram til kynningar.

Í minnisblaði sveitarstjóra er gert grein fyrir símtali frá Jóhanni Antonssyni, rétt fyrir áramótin, þar sem fram kom ósk um að Dalvíkurbyggð myndi kaupa af honum slatta af bókinni "Sjávarplássið Dalvík", til að eiga til gjafa við stærri tilefni. Í símtalinu rakti Jóhann undanfara skrifanna.

Byggðaráð óskar Jóhanni Antonssyni til hamingju með bókina.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum framlag að upphæð kr. 400.000 til kaupa á eintökum á ritinu "Sjávarpláss Dalvíkur" af Jóhanni Antonssyni. Vísað á deild 21020; byggðaráð.

Sveitarstjórn - 342. fundur - 18.01.2022

Á 1011. fundi byggðaráðs þann 6. janúar 2022 var eftirfarandi bókað:
"Á 308. fundi sveitarstjórnar þann 18. desember 2018 var eftirfarandi bókað varðandi umfjöllun um mál 201510077; Sjávarútvegssaga Dalvíkurbyggðar". Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 886 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að kanna möguleika á styrkjum til þess að vinna og safna saman heimildum um sögu sjávarútvegs í Dalvíkurbyggð, bæði skriflegar og munnlegar heimildir. Lagt fram til kynningar. Í minnisblaði sveitarstjóra er gert grein fyrir símtali frá Jóhanni Antonssyni, rétt fyrir áramótin, þar sem fram kom ósk um að Dalvíkurbyggð myndi kaupa af honum slatta af bókinni "Sjávarplássið Dalvík", til að eiga til gjafa við stærri tilefni. Í símtalinu rakti Jóhann undanfara skrifanna. Byggðaráð óskar Jóhanni Antonssyni til hamingju með bókina. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum framlag að upphæð kr. 400.000 til kaupa á eintökum á ritinu "Sjávarpláss Dalvíkur" af Jóhanni Antonssyni. Vísað á deild 21020; byggðaráð."
Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um kr. 400.000 framlag til kaupa á ritinu "Sjávarplássið Dalvík" af Jóhanni Antonssyni, vísað á deild 21020.