Byggðaráð

1011. fundur 06. janúar 2022 kl. 08:15 - 11:01 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Jón Ingi Sveinsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Vinnuhópur um brunamál; kynning á verkefninu og stöðu mála.

Málsnúmer 202110061Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri Framkvæmdasviðs og Vilhelm Anton Hallgrímsson, slökkviliðsstjóri, kl. 8:15 í gegnum TEAMS fjarfund.

Ofangreindir skipa ásamt sveitarstjóra vinnuhóp um brunamál sveitarfélagsins.

Vinnuhópurinn hefur fundað í fjögur skipti. Vinnuhópurinn gerði grein fyrir starfi hópsins og stöðu mála. Kynnt var gróf kostnaðaráætlun fyrir fjóra kosti í húsnæðismálum Slökkviliðsins til framtíðar sem unnið er af Slökkviliðsstjóra.

Bjarni Daníel og Villi viku af fundi kl. 08:57.
Byggðaráð þakkar vinnuhópnum góða kynningu.
Byggðaráð felur vinnuhópnum að fækka kostum í húsnæðismálum úr fjóra í tvo. Slökkviliðsstjóri mun áfram bera undir slökkviliðsmenn í Slökkviliði Dalvíkur hvaða tvo kosti ætti helst að halda áfram að vinna með. Í framhaldinu yrðu áætlanir og kostnaður útfærður nánar.

2.Starfsemi SSNE á Tröllaskaga

Málsnúmer 202105063Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Anna Lind Björnsdóttir, verkefnastjóri SSNE á Tröllaskaga og Íris Hauksdóttir, þjónustu- og upplýsingafulltrúi, kl. 9:00 í gegnum TEAMS fund.

Anna Lind kynnti þau verkefni sem hún hefur verið að vinna að fyrir Dalvíkurbyggð og SSNE á Tröllaskaga.

Anna Lind vék af fundi kl. 09:38.

Byggðaráð þakkar fyrir góða kynningu.
Lagt fram til kynningar.

3.Frá N4; Samstarf 11 sveitarfélaga á Nl.eystra og N4 2022

Málsnúmer 202112090Vakta málsnúmer

Íris Hauksdóttir sat fundinn áfram undir þessum lið.

a) Tekið fyrir erindi frá N4, rafpóstur dagsettur þann 17. desember 2021, þar sem fram kemur að N4 vinnur að því að koma á samstarfi að lágmarki fimm en vonandi allra 11 sveitarfélaga (utan Akureyrar) á Norðurlandi eystra og fyrirtækja í viðkomandi sveitarfélögum og N4, um að auka sýnileika með stöðugri umfjöllun á faglegan og áhugaverðan hátt frá svæðinu m.a. með þáttagerð, gerð kynningarefnis og fleira.
Nokkur fyrirtæki hafi sýnt áhuga og frumkvæði að því að leggja málinu lið með jafn hárri upphæð og sveitarfélögin leggja fram, til þess að þetta geti orðið að veruleika með breiðu samstarfi.

Tilefni þessa átaks er ekki síst sú staðreynd að Akureyrarbær hefur sagt upp 14 ára gömlum samningi við N4 sem fól m.a. í sér umfjöllun um Akureyri í þáttunum Að norðan og Föstudagsþætti auk þess að taka upp og sýna frá bæjarstjórnarfundum. Samningurinn var táknrænn á margan hátt þar sem N4 er eina sjónvarpsstöð landsins með höfuðstöðvar á Norðurlandi enda stendur N fyrir Norðurland en 4 fyrir höfuðáttirnar.

N4 hefur gert sambærilega samninga við Austfirði, Norðurland vestra, Vesturland, Vestfirði og nú einnig Suðurland og mun dagskrá næsta árs bera þess sterk merki að ekkert verður þá fjallað um heimasvæði N4, náist ekki þetta markmið með sveitarfélögunum á Norðurlandi. N4 býðst til að veita svæðinu sambærilega þjónustu í dagskrárgerð og öðrum svæðum á landinu. Erindið er því að kanna hverjir hafa áhuga á að taka þátt. Hægt sé að fara nokkrar leiðir, - allir greiði jafnt kr. 730.000 og fái þá jafna umfjöllun eða greiði skv. öðru skipulagi og fái þá umfjöllun m.v.sitt framlag.

Meðfylgjandi er einnig ályktun frá stjórn N4 til Fjárlaganefndar Alþingis vegna fyrirætlana um að skerða styrki til frjálsra fjölmiðla á næsta ári. Það myndi klárlega auka vægi ályktunarinnar ef sveitarfélögin tækju undir hana.

b) Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að samningi á milli N4 og Dalvíkurbyggðar um þáttagerð árið 2022 að upphæð kr. 1.500.000 þannig að kr. 750.000 greiðist árið 2021 og kr. 750.000 árið 2022 án vsk.

Íris vék af fundi kl. 09:59.

Sveitarstjóri vék af fundi kl. 09:59 til annarra starfa.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi frá N4 til umfjöllunar og afgreiðslu í atvinnumála- og kynningarráði.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum samningi til umfjöllunar og afgreiðslu í atvinnumála- og kynningarráði.

4.Hluthafafundur Tækifæris des. hf.

Málsnúmer 202112089Vakta málsnúmer

a) Tekið fyrir erindi frá Tækifæri hf. ódagsett en móttekið þann 20. desember sl. þar sem boðað er til hluthafafundar mánudaginn 27. desember sl. Stjórn Tækifæris hf. hefur undirritað kaupsamning um sölu allra eigna félagins að frátöldum eignarhlutum þess í Sjóðböðunum og Jarðböðunum. Kaupandi er Fjárfestingarfélagið Urðir ehf. en það er að fullu í eigu KEA svf.
Um virði hins keypta liggur fyrir sérfræðiskýrsla sem unnin er af endurskoðanda félagsins í samræmi við 2. mgr. 95. gr a. laga nr. 2/1995 um hlutafélög þrátt fyrir að umfang viðskiptanna sé undir þeim viðmiðunum sem lögin gera ráð fyrir um gerð sérfræðiskýrslu og samþykki hluthafafundar. Meðfylgjandi er sérfræðiskýrsla endurskoðanda félagsins.

b) Tekið fyrir erindi frá Tækifæri hf. ódagsett en móttekið þann 4. janúar 2022, þar sem boðað er til hluthafafundar 10. janúar nk. kl. 14:00.
Byggðaráð felur sveitarstjóra að afla nánari upplýsinga um ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að sækja hluthafafund Tækifæris hf. þann 10. janúar nk.

5.Auka hluthafafundur í Greiðri leið ehf 29. des. 2021

Málsnúmer 202112092Vakta málsnúmer

Tekið fyrir fundarboð frá Greiðri leið ehf. um aukafund hluthafa í Greiðri leið miðvikudaginn 29. desember sl. Tilefni fundarins er fjárhagsleg endurskipulagning Vaðlaheiðaganga hf. Meðfylgjandi fundarboði byggðaráðs er fundargerð frá ofangreindum fundi. Þar kemur fram að hluthafafundurinn veitti stjórn félagsins heimild til að samþykkja tillögu lánveitanda um endurfjármögnun Vaðlaheiðarganga. Sveitarstjóri sat fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar.
Lagt fram til kynningar.

6.Frá Jóhanni Antonssyni; "Sjávarplássið Dalvík" - beiðni um kaup á bókum.

Málsnúmer 201510077Vakta málsnúmer

Á 308. fundi sveitarstjórnar þann 18. desember 2018 var eftirfarandi bókað varðandi umfjöllun um mál 201510077; Sjávarútvegssaga Dalvíkurbyggðar".
Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 886 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að kanna möguleika á styrkjum til þess að vinna og safna saman heimildum um sögu sjávarútvegs í Dalvíkurbyggð, bæði skriflegar og munnlegar heimildir. Lagt fram til kynningar.

Í minnisblaði sveitarstjóra er gert grein fyrir símtali frá Jóhanni Antonssyni, rétt fyrir áramótin, þar sem fram kom ósk um að Dalvíkurbyggð myndi kaupa af honum slatta af bókinni "Sjávarplássið Dalvík", til að eiga til gjafa við stærri tilefni. Í símtalinu rakti Jóhann undanfara skrifanna.

Byggðaráð óskar Jóhanni Antonssyni til hamingju með bókina.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum framlag að upphæð kr. 400.000 til kaupa á eintökum á ritinu "Sjávarpláss Dalvíkur" af Jóhanni Antonssyni. Vísað á deild 21020; byggðaráð.

7.Ársskýrsla persónuverndar

Málsnúmer 202112066Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Persónuvernd, dagsettur þann 16. desember sl., þar sem kynnt er ársskýrsla Persónuverndar fyrir árið 2020.
Lagt fram til kynningar.

8.Hússtjórn Rima; fundargerð frá 29.12.2021.

Málsnúmer 202010112Vakta málsnúmer

Til kynningar fundargerð Hússtjórnar Rima frá 29. desember 2021.
Sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs falið að koma upplýsingum áleiðis til hússtjórnar og Eigna- og framkvæmdadeildar í tengslum við samþykkt viðhald Eignasjóðs á árinu 2022 og leigusamning við leigutaka.

9.Fundargerðir Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2021

Málsnúmer 202105068Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga nr. 64 frá 13. desember sl.
Lagt fram til kynningar.

10.Fundargerðir starfs- og kjaranefndar - 2021

Málsnúmer 202101031Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti fundargerðir starfs- og kjaranefndar frá 07.12.2021 og 21.12.2021.
Lagt fram til kynningar.

11.Framlög úr Jöfnunarsjóði 2021 og 2022; breytingar

Málsnúmer 202201010Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri gerði grein fyrir fréttum af vef Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis um breytingar á framlögum Jöfnunarsjóðs 2021 og 2022 vs. gildandi áætlanir Dalvikurbyggðar.

Árið 2021:
Samtals nettó hækkun framlaga umfram áætlun kr. -23.815.567.

Árið 2022:
Samtals nettó hækkun framlag umfram áætlun kr. -8.669.918
Lagt fram til kynningar.

12.Innkauparáð; fundargerðir

Málsnúmer 202201009Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir fundargerð innkauparáðs Dalvíkurbyggðar /framkvæmdastjórnar frá 22. desember sl.
Í fundargerðinni er farið yfir innkaup sveitarfélagsins samkvæmt fjárhagsáætlun 2022. Fram kemur m.a. að stefnt er á fund með verktökum í byrjun árs sem Framkvæmdasvið mun leiða.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi fjárhagstré, þverkeyrsla á alla lykla samkvæmt fjárhagsáætlun 2022, sem sýnir hvar mögulega eru sóknarfæri í innkaupum sveitarfélagsins.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:01.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Jón Ingi Sveinsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs