Menningarráð

63. fundur 08. júní 2017 kl. 08:15 - 11:00 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Valdemar Þór Viðarsson formaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Varaformaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Hlynur Sigursveinsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Hlynur Sigursveinsson Sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá
Snævar Örn Ólafsson kom á fundinn kl. 8:15

1.Leikfélag Dalvíkur

Málsnúmer 201502057Vakta málsnúmer

Formaður fór yfir það sem er framundan í starfi Leikfélagsins.
Formaður leikfélagsins lagði fram minnispunkta og hugmyndir að nýtingu á Ungó. Fyrir liggur að framlengja þarf samning milli Dalvíkurbyggðar og Leikfélagsins um afnot á húsnæðinu.
Menningarráð felur sviðsstjóra að uppfæra samning milli Dalvíkurbyggðar og Leikfélags Dalvíkur.
Snævar Örn Ólafsson vék af fundi kl. 8:50

2.Umsókn í menningarsjóð 2017 - Dagur Óskarsson

Málsnúmer 201704005Vakta málsnúmer

Erindi til Menningarráðs Dalvíkurbyggðar (Ó.E. að verða fært til bókar)
v. styrkveitinga úr Menningar- og viðurkenningarsjóði menningarráðs Dalvíkurbyggðar

Ég óska nánari skýringa við svarbréfi því sem mér barst við erindi mínu fyrir ósk um styrkveitingu úr ofangreindum sjóði. M.v.t. núgildandi menningarstefnu Dalvíkurbyggðar þá á ég erfitt með að sammælast niðurstöðu ráðsins. Ósammæli mínu til grundvallar legg ég orðrétt til eftirfarandi vísanir úr stefnuskrá Sveitarstjórnar Dalvíkur.

-
Efla menningarstarf í sveitarfélaginu, hlúa að því sem fyrir er og skapa forsendur fyrir nýsköpun á sviði menningarmála.
-
Efla vitund íbúa byggðarinnar sem og annara fyrir menningararfi okkar og menningarlegum sérkennum.
-
Stuðla að og efla menningartengda ferðamennsku.

Vel má vera að stór hluti verkefnisins í heild ætti betur sammerkt undir atvinnumála- og kynningarráði. En sá verkþáttur/efnistök sem ég tilgreindi í umsókn minni til styrks tel ég í hrópandi samræmi við ofangreinda þætti í yfirlýstri stefnulýsingu. Ég á bágt með að trúa að menningarlegt ólæsi nefndarmanna sé slíkt að þeir sjái ekki sömu samsvörun. Úr því sem komið er, skiptir mig ekki mestu hvort að ráðið endurskoði undirritaða bókun, heldur að ég fái málsvarandi rökstuðning. Að öðrum kosti verð ég að lýsa yfir vanþóknun við úthlutunina og meta undirbúning og vinnubrögð ráðs og sviðsstjóra ófaglega og illa ígrundaða.

Til að viðhalda heilbrigðri menningarstefnu innan sveitafélagsins teldi ég að það ætti að vera keppikefli menningarráðs og sviðsstjóra að endurskoða og uppfæra menningarstefnu á fyrstu misserum kjörtímabils í stað þess að dreypa dreggjar úr skálum fyrri ráða. Skv. bókun var síðasta menningarstefna endurskoðuð þann 4. mars 2014 (og staðfest af sveitarstjórn 19. apríl 2014.) Síðan þá hefur margt vatn runnið til sjávar og ýmislegt tíundað sem vert er endurskoðunnar.

Til gamans þá langar mig að biðja ykkur að velta fyrir ykkur orðinu „hönnun“ ...Hvað er það fyrsta sem grípur hugann? Eru það sjónvarpsskot úr „Landanum“ ...húsfreyjan austur á Héraði sem sagar út íslandsmyndir og setur klukkuverk í gegnum miðjan sprengisand? ...Eða vélvirkinn sem stendur við nýju lazer-skurðarvélina sína og hefur ekki undan að skera hrafna út úr harðplasti fyrir þurftafreka fagurkera. Hvernig skilgreinið þið orðið „hönnun“? Skilgreinið þið orðið til listgreina? Til iðnar? Eða e.t.v. sammerkt til handverks? Orðið „hönnun“ er ónýtt orð í sinni upprunalegu og réttu merkingu í íslenskri tungu. Orðið tilheyrir ekki lengur fagi eða fagstétt. Í dag eru allir „hönnuðir“ ef þeir búa eitthvað til, líkt og að kalla sig tannlækni fyrir að bursta reglulega í sér tennurnar. Hvað eru listir? Hvað er menning?

Ég er menntaður vöruhönnuður frá Listaháskóla Íslands, ég er ekki hörundssár gagnvart ófaglærðu fólki sem kallar sig „hönnuði“, ég kýs að meta fólk út frá frjóum hug og afleiddum verkum. En þegar höfuð menningar í byggðarlaginu er sótt úr þverfaglegum greinum, þá verð ég hugsi ...er þá etv. sérstakt tilefni til að staldra við, og vanda sig? ...Barba non facit philosophum

Kv.
Dagur Ó
Menningarráð þakkar Degi Óskarssyni fyrir innsent erindi. Menningarráð bendir á að við úthlutun úr menningarsjóði hefur Menningarráð til hliðsjónar úthlutunarreglur Menningarsjóðs sem eru óháðar stefnuskrá sveitastjórnar. Menningarráð vill ítreka að hér er um áhugavert verkefni að ræða en að það falli ekki undir úthlutundarreglur Menningar og viðurkenningarsjóðs.

Í ljósi þess sem fram kemur í innsendu erindi um stefnuskrá sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar leggur Menningarráð til að umsækjandi sæki beint um styrkveitingu til byggðarráðs.
Björk Hólm Þorsteinsdóttir kom á fundinn kl. 9:00

3.Drög að reglugerð um rekstur héraðsskjalasafns til umsagnar

Málsnúmer 201705058Vakta málsnúmer

Forstöðumaður bóka- og héraðsskjalasafns Dalvíkurbyggðar kynnti umsögn héraðsskjalasafna að drögum að nýrri reglugerð um rekstur héraðsskjalasafna frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu.
Menningarráð tekur undir umsögn og ábendingar forstöðumanns héraðsskjalasafns Svarfdæla vegna draga að nýrri reglugerð um rekstur héraðsskjalasafna sem skila á fyrir 16. júní 2017.
Björk Hólm Þorsteinsdóttir vék af fund kl. 9:30

4.Tillaga byggðaráðs um útnefningu fulltrúa í ritnefnd fyrir Sjávarútvegssögu Dalvíkurbyggðar.

Málsnúmer 201510077Vakta málsnúmer

Þessum dagskrárlið er frestað.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Nefndarmenn
  • Valdemar Þór Viðarsson formaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Varaformaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Hlynur Sigursveinsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Hlynur Sigursveinsson Sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs