Menningarráð

54. fundur 28. október 2015 kl. 08:15 - 09:50 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Valdemar Þór Viðarsson Formaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
  • Haukur Snorrason Varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason embættismaður
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá
Heiða Hilmarsdóttir boðaði forfoll.

1.Tónlistarhátíðin Bergmál

Málsnúmer 201509075Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Hafdísi Vigfúsdóttur og Kristjáni Karli Bragasyni fyrir hönd tónlistarhátíðarinnar Bergmál. Þar kom fram að hátíðin verði ekki haldin í ár og óskað eftir því að fá að halda tveggja ára samning, en bíða í ár með að samningurinn taki gildi og styrki þannig fyrst Bergmál 2016 sem haldið verður dagana 1.-4. ágúst 2016 og að óbreyttu á sama tíma árið eftir eða dagana 7.-10. ágúst 2017.

Menningaráð samþykkir að Bergmál fái umsaminn styrk árið 2016, verði hátíði haldin en vísar að öðru leyti til umsóknar í styrktarsjóð Menningarráðs fyrir árið 2017 vegna hátíðarinnar það ár.

2.Styrkbeiðni vegna jólaballs

Málsnúmer 201509029Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi lagði fram drög að samningum við Kvennfélagið Hvöt, Kvennfélagið Tilraun og Lionsklúbbinn Sunnu vegna jólatrésskemmtana í Dalvíkurbyggð næstu fjögur árin.
Menningarráð samþykkir drögin.

3.Frá Dalvíkurkirkju; Fjárhagsáætlun 2016; Beiðni um styrk vegna fasteignagjalda

Málsnúmer 201509069Vakta málsnúmer

Kolbrún Pálsdóttir fyrir hönd sóknarnefndar Upsasóknar óskar eftir sambærilegum styrk vegna fasteignagjalda fyrir árið 2016 og undanfarin ár.

Menningarráð samþykkir styrkinn en minnir á að félög og einstaklingar sæki um fyrir auglýstan umsóknarfrest ár hvert.

4.Listamaður Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201510096Vakta málsnúmer

Menningarráð ræddi þann möguleika að veita viðurkenningu til listamanns eða hóps árlega sem myndi þá kallast bæjarlistamaður Dalvíkurbyggðar.
Menningarráð felur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að gera drög að reglum um tilnefningu bæjarlistamanns Dalvíkurbyggðar og leggja fyrir næsta fund ráðsins.

5.Framtíðarnýting á Ungó og Sigtúni

Málsnúmer 201212038Vakta málsnúmer

Rædd skýrsla vinnuhóps um framtíðarnýtingu á Ungó og Sigtúni.
Menningarráð frestar frekari ákvörðurnartöku þar til skýrsla um úttekt á eignum Dalvíkurbyggðar verður tilbúin.

Menningarráð óskar eftir því við forstöðumann Byggðasafnsins að skoða með hvaða hætti væri best að varðveita sýningarvélar sem staðsettar eru í Ungó.

6.Sjávarútvegssaga Dalvíkurbyggðar.

Málsnúmer 201510077Vakta málsnúmer

Byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum á 775. fundi sínum að leggja til við menningaráð að koma þessu verkefni af stað árið 2016 með fyrstu áherslu á öflun munnlegra heimilda sem og gera heildstæða áætlun um verkefnið.

Byggðaráð samþykkti einnig að leggja til við menningaráð að ofangreindu verkefni verði fundið svigrúm innan fjárhagsramma málaflokks 05 á árinu 2016.

Menningarráð telur ekki vera svigrúm innan fjárhagsramma ársins 2016 til að bæta þessu verkefni við þau verkefni sem nú þegar hafa verið ákveðin, nema að mjög litlu leyti. Ráðið telur einnig mikilvægt að skipuð verði ritnefnd og strax verði gengið frá því hver eigi að rita verkið þannig að heimildaöflun geti hafist. Ráðið telur verkefnið áhugavert en ítrekar að það þurfi að fylgja því aukið fjármagn.

Fundi slitið - kl. 09:50.

Nefndarmenn
  • Valdemar Þór Viðarsson Formaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
  • Haukur Snorrason Varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason embættismaður
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi