Málsnúmer 202508051Vakta málsnúmer
á 1155.fundi byggðaráðs þann 21.ágúst sl., var tekið fyrir erindi frá Önnu Kristínu Guðmundsdóttur, dagsett þann 18. ágúst sl. þar sem fram koma hugmyndir að ýmsum verkefnum er varðar leiksvæði, strandlengjuna, útsýnispall og útsýnissvæði, Lágina, umhverfi ærslabelga, búnað í Sundlaug Dalvíkur og skólalóð Dalvíkurskóla.
Byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi, eftir því sem við á, til vinnuhóps sveitarfélagsins um leikvelli og leiksvæði, íþrótta- og æskulýðsráðs, umhverfis- og dreifbýlisráðs, fræðsluráðs, skipulagsráðs og byggðaráðs, í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2026 og þriggja ára áætlun 2027-2029. Byggðaráð óskar eftir að fá fullmótaða og samræmda tillögu að afgreiðslu frá ráðunum. Byggðaráð minnir einnig á að móta þarf framtíðarsýn og tillögur að leikvöllum í sveitarfélaginu, bæði hvað varðar við stofnanir sveitarfélagisns og á opnum svæðum sem m.a. innihaldi fjölda, gerð, viðhalds- og endurnýjunaráætlun.
Það var samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum.