Frá Fjármála- og efnhagsráðuneytinu; Skíðabraut 12, Gamli skóli, kaup á eigninni

Málsnúmer 202103109

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 979. fundur - 25.03.2021

Tekin fyrir drög að afsali, dagsett þann 8. mars 2021, vegna Gamla skóla á milli Ríkiskaupa og Dalvíkurbyggðar. Þar er gert ráð fyrir afsali Ríkiskaupa á 72% eignarhluta sínum til Dalvíkurbyggðar án endurgjalds með kvöðum m.a. um:
að í húsinu verði rekin almannaþjónusta næstu 10 ár. Með almannaþjónustu er nánar til tekið átt við starfsemi vegna félagsþjónustu, menningar- eða fræðslustarfsemi eða aðra sambærilega þjónustu sem almenningur sækir í sveitarfélaginu.
Að Dalvíkurbyggð ráðist í endurbætur á eigninni innan árs frá útgáfu afsals sem verði lokið innan þriggja ára.
Ef Dalvíkurbyggð ákveður að hætta með starfsemi í eigninni innan 10 ára eignast ríkið 15% í söluverði eignarinnar.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 1026. fundur - 05.05.2022

Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum lið.

Varðandi þennan lið á dagskrá er vísað til 4. liðar hér að ofan.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 1057. fundur - 02.02.2023

Freyr Antonsson kom inn á fundinn á nýju kl. 13:19..
Varaformaður byggðaráðs tók við fundarstjórn að nýju.

Á 354. fundi sveitarstjórnar þann 17. janúar sl. samþykkti sveitarstjórn samhljóða þá tillögu byggðaráðs um sölu á Gamla skóla með ákveðnum kvöðum í samstarfi við ríkið sem meðeiganda.

Sveitarstjóri gerði grein fyrir samskiptum sínum við starfsmann Fjármála- og efnahagsráðuneytis. Fram kom ósk um hvort að sveitarfélagið gæti varpað ljósi á hvaða eða hvernig kvaðir Dalvíkurbyggð er með í huga.

Til umræðu ofangreint.
Lagt fram til kynningar og sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu.

Skipulagsráð - 7. fundur - 08.02.2023

Á 1054. fundi byggðaráðs þann 12. janúar sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1031. fundi byggðaráðs þann 6. júlí sl. voru málefni um framtíð Gamla skóla til umfjöllunar og samþykkt að halda íbúafund til að upplýsa um þá ákvörðun sveitarstjórnar að verkefninu um Friðlandsstofu og Gamla skóla verði ekki haldið áfram í núverandi mynd. Á íbúafundi þann 6. desember sl. var kynnti formaður byggðaráðs stöðu verkefnisins og hússins í kjölfar úttektar á ástandi þess og áætlana um framkvæmdakostnað. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn og ríkið sem meðeiganda að Gamli skóli verði seldur með ákveðnum kvöðum." Fyrir skipulagsráði liggur að taka ákvörðun um lóðamörk.
Skipulagsráð felur framkvæmdasviði að ganga frá lóðarleigusamningi og lóðarblaði fyrir Gamla skóla samkvæmt umræðum á fundinum.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Byggðaráð - 1101. fundur - 21.03.2024

Á 1057. fundi byggðaráðs þann 2. febrúar 2023 var eftirfarandi bókað:
"Freyr Antonsson kom inn á fundinn á nýju kl. 13:19..
Varaformaður byggðaráðs tók við fundarstjórn að nýju.

Á 354. fundi sveitarstjórnar þann 17. janúar sl. samþykkti sveitarstjórn samhljóða þá tillögu byggðaráðs um sölu á Gamla skóla með ákveðnum kvöðum í samstarfi við ríkið sem meðeiganda.

Sveitarstjóri gerði grein fyrir samskiptum sínum við starfsmann Fjármála- og efnahagsráðuneytis. Fram kom ósk um hvort að sveitarfélagið gæti varpað ljósi á hvaða eða hvernig kvaðir Dalvíkurbyggð er með í huga.

Til umræðu ofangreint.

Lagt fram til kynningar og sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu."

Á fundinum var farið yfir drög að söluyfirliti sem barst frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu 21. mars 2024.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við ofangreind drög.

Sveitarstjórn - 368. fundur - 16.04.2024

Á 1101. fundi byggðaráðs þann 21. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1057. fundi byggðaráðs þann 2. febrúar 2023 var eftirfarandi bókað: "Freyr Antonsson kom inn á fundinn á nýju kl. 13:19.. Varaformaður byggðaráðs tók við fundarstjórn að nýju. Á 354. fundi sveitarstjórnar þann 17. janúar sl. samþykkti sveitarstjórn samhljóða þá tillögu byggðaráðs um sölu á Gamla skóla með ákveðnum kvöðum í samstarfi við ríkið sem meðeiganda. Sveitarstjóri gerði grein fyrir samskiptum sínum við starfsmann Fjármála- og efnahagsráðuneytis. Fram kom ósk um hvort að sveitarfélagið gæti varpað ljósi á hvaða eða hvernig kvaðir Dalvíkurbyggð er með í huga. Til umræðu ofangreint. Lagt fram til kynningar og sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu." Á fundinum var farið yfir drög að söluyfirliti sem barst frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu 21. mars 2024.Niðurstaða:Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við ofangreind drög."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og gerir ekki athugasemdir við drög að söluyfirliti vegna Gamla skóla við Skíðabraut 12.