Göngustígur meðfram Dalvíkurlínu - E2209

Málsnúmer 202303150

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1157. fundur - 11.09.2025

Undr þessum lið kom inn á fundinn María Markúsdóttir, skipulagsfulltrúi, kl. 14:10


Á 1151. fundi byggðaráðs þann 3. júlí sl. var eftirfarandi bókað (mál 202501021):
"Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri EF deildar mætti til fundar kl. 14:15
Á 32.fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 16.maí sl., var bókað meðal annars um uppbyggingu hjólastígs í sveitarfélaginu þannig að að gert verði ráð fyrir bættum stígatengingum niður á Hauganes og Árskógssand núna í ár. Þá leggur ráðið áherslu á að hönnun stígsins verði kláruð sem fyrst.

Á 381.fundi sveitarstjórnar þann 19.júní sl. var eftirfarandi bókað:
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum og tekur undir með umhverfis og dreifbýlisráði að: Göngu- og hjólastígur meðfram Dalvíkurlínu verði með stígatengingum niður á Hauganes og Árskógssand núna í ár. Að fela deildarstjóra Eigna og framkvæmdadeildar að ræða við landeiganda um uppbyggingu á gamla Hauganesveginum ofan Áss. Einnig að samtal verði við íbúa um bestu leið varðandi tengingar Árskógssands og Hauganess við stíginn. Að hönnun stígsins verði kláruð sem fyrst og kynnt kjörnum fulltrúum og íbúum.
Deildarstjóri EF deildar er falið að ræða við hönnuð hjóla- og göngustígs og sveitarstjóri á fund með Vegagerðinni þann 16.júlí nk. þar sem farið verður m.a. farið yfir þetta mál.
Helga Íris vék af fundi kl. 14:45."

Með fundarboði byggðaráðs er minnisblað deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 3. júlí sl., sem var jafnframt lagt fyrir á fundi byggðaráðs sama dag, þar sem gert er grein fyrir stöðu á hönnun hjóla- og göngustígs eftir vinnuslóða Landsnet.
Einnig fylgdi með upplýsingar um gróft kostnaðarmat, dagsett þann 8. ágúst sl. unnið af Verkís, varðandi 4,7 km löngum stíg frá Syðri_Haga að afleggjara við Árskógssand.

María vék af fundi kl. 14:35
Sveitarstjóra falið að finna fundartíma, sem fyrst, með byggðaráði, deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar og skipulagsfulltrúa.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 1158. fundur - 25.09.2025

Undir þessum lið kom til fundar kl. 14:00 María Markúsdóttir, skipulagsfulltrúi.

Málið var tekið fyrir á 1157.fundi byggðaráðs þann 11.september sl., og var eftirfarandi bókað:
Sveitarstjóra falið að finna fundartíma, sem fyrst, með byggðaráði, deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar og skipulagsfulltrúa. Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að framkvæmd við göngu- og hjólastíg verði áfangaskipt og vísar verkefninu til gerð fjárhagsáætlunar 2026 og 2027-2029.

María vék af fundi kl. 14:32