Umsókn um endurnýjun lóðarleigusamnings - Sandskeið 22

Málsnúmer 202107038

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 360. fundur - 13.08.2021

Með umsókn dagsettri 14. júlí 2021, sækir Óskar Árnason um fyrir hönd Steypustöðvar Dalvíkur ehf. eftir endurnýjun á lóðarleigusamningi og breytingu á lóðarmörkum fyrir Sandskeið 22 á Dalvík. Meðfylgjandi er teikning af breytingum á lóðarmörkunum.
Umhverfisráð samþykkir breytingu á lóðamörkum fyrir Sandskeið 22 og felur skipulags- og tæknifulltrúa að endurnýja lóðarleigusamning fyrir lóðina samkvæmt tillögu. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Byggðaráð - 993. fundur - 19.08.2021

Á 360. fundi umhverfisráðs þann 13. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Með umsókn dagsettri 14. júlí 2021, sækir Óskar Árnason um fyrir hönd Steypustöðvar Dalvíkur ehf. eftir endurnýjun á lóðarleigusamningi og breytingu á lóðarmörkum fyrir Sandskeið 22 á Dalvík. Meðfylgjandi er teikning af breytingum á lóðarmörkunum. Umhverfisráð samþykkir breytingu á lóðamörkum fyrir Sandskeið 22 og felur skipulags- og tæknifulltrúa að endurnýja lóðarleigusamning fyrir lóðina samkvæmt tillögu. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um breytingu á lóðamörkum fyrir Sandskeið 22.