Frá Dómsmálaráðuneytinu; Um greiðslu kostnaðar vegna kosninga

Málsnúmer 202108035

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 993. fundur - 19.08.2021

Tekið fyrir erindi frá Dómsmálaráðuneytinu, dagsett þann 11. ágúst sl., þar sem gert er grein fyrir ákvörðun, að höfðu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga, um greiðslur til sveitarfélaganna vegna kosninga til Alþingis þann 25. september 2021. Ríkissjóður greiðir nauðsynlegan kostnað við störf undirkjörstjórna og kjörstjórna, auk kostnaðar við húsnæði til kjörfunda, atkvæðakassa og önnur áhöld vegna kosninganna. Við ákvörðun fjárhæðanna hefur verið tekið tillit til þess að búast má við auknum kostnaði við framkvæmd kosninganna sökum ástands sem Covid-19 farsóttin hefur skapað.
Lagt fram til kynningar.