Umsókn um byggingarleyfi vegna breytinga á Dalbæ

Málsnúmer 202107049

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 360. fundur - 13.08.2021

Fyrir hönd Dalbæjar sækir Ágúst Hafsteinsson um byggingarleyfi fyrir útlitbreytingu á dvalarheimilinu Dalbæ. Um er að ræða skipti á gluggum og útihurðum, nýja kjallaraglugga á suðurhlið vesturálmu auk þess sem útveggir eldri bygginga eru einangraðir.
Umhverfiráð samþykkir erindið samhljóða með fimm atkvæðum.

Byggðaráð - 993. fundur - 19.08.2021

Á 360. fundi umhverfisráðs þann 13. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Fyrir hönd Dalbæjar sækir Ágúst Hafsteinsson um byggingarleyfi fyrir útlitbreytingu á dvalarheimilinu Dalbæ. Um er að ræða skipti á gluggum og útihurðum, nýja kjallaraglugga á suðurhlið vesturálmu auk þess sem útveggir eldri bygginga eru einangraðir. Umhverfiráð samþykkir erindið samhljóða með fimm atkvæðum."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og fyrirliggjandi umsókn um byggingarleyfi vegna útlitsbreytinga á dvalarheimilinu Dalbæ.