Ósk um leyfi til niðurrifs á geymslum og hlöðu á Skeggstöðum

Málsnúmer 202108022

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 360. fundur - 13.08.2021

Með umsókn dagsettri 10. ágúst 2021, óskar Steinunn Sigvaldadóttir fyrir hönd Sumarhúsafélagsins Borga eftir leyfi til þess að fá að rífa tvær geymslur og gamla hlöðu að Skeggstöðum í Svarfaðardal.
Umhverfisráð samþykkir erindið samhljóða með fimm atkvæðum.

Byggðaráð - 993. fundur - 19.08.2021

Á 360. fundi umhverfisráðs þann 13. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Með umsókn dagsettri 10. ágúst 2021, óskar Steinunn Sigvaldadóttir fyrir hönd Sumarhúsafélagsins Borga eftir leyfi til þess að fá að rífa tvær geymslur og gamla hlöðu að Skeggstöðum í Svarfaðardal. Umhverfisráð samþykkir erindið samhljóða með fimm atkvæðum."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og leyfi um rif á tveimur geymslum og gamalli hlöðu að Skeggstöðum í Svarfaðardal.