Ósk um breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis

Málsnúmer 202105151

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 354. fundur - 04.06.2021

Tekið fyrir erindi frá Arkibygg í umboði lóðarhafa að Skógarhólum 11 á Dalvík, dagsett 27. maí 2021, ósk um breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis.

Í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir aðkomu að raðhúsunum frá norðri.

Sótt er um breytingu þannig að aðkoma að raðhúsunum verði frá suðri. Samhliða þessu er sótt um að færa byggingarreit um 4 metra til norðurs. Breytingartillagan gerir ráð fyrir að gengið sé inn í húsin frá suðri og 2 bílastæði séu fyrir framan hvert hús að sunnan.
Umhverfisráð samþykkir erindið samhljóða með fimm atkvæðum og leggur til að þessi óverulega breyting á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynningin nái til Skógarhóla 9, 15, 17 og 23a-d.

Sveitarstjórn - 337. fundur - 15.06.2021

Á 354. fundi umhverfisráðs þann 4. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Arkibygg í umboði lóðarhafa að Skógarhólum 11 á Dalvík, dagsett 27. maí 2021, ósk um breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis. Í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir aðkomu að raðhúsunum frá norðri. Sótt er um breytingu þannig að aðkoma að raðhúsunum verði frá suðri. Samhliða þessu er sótt um að færa byggingarreit um 4 metra til norðurs. Breytingartillagan gerir ráð fyrir að gengið sé inn í húsin frá suðri og 2 bílastæði séu fyrir framan hvert hús að sunnan. Umhverfisráð samþykkir erindið samhljóða með fimm atkvæðum og leggur til að þessi óverulega breyting á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynningin nái til Skógarhóla 9, 15, 17 og 23a-d. "
Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs á erindi um breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis þannig að aðkoma að raðhúsunum verði frá suðri. Einnig að byggingarreitur verði færður um 4 metra til norðurs. Breytingartillagan gerir ráð fyrir að gengið sé inn í húsin frá suðri og 2 bílastæði séu fyrir framan hvert hús að sunnan. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs um að þessi óverulega breyting á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynningin nái til Skógarhóla 9, 15, 17 og 23a-d.

Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða með 7 atkvæðum að lóðarhafi skuli standa straum að öllum kostnaði tengdum öllum breytingum á skipulaginu.

Umhverfisráð - 360. fundur - 13.08.2021

Á 354. fundi umhverfisráðs þann 4. júní 2021 var tekin fyrir ósk Arkibygg fyrir hönd lóðarhafa Skógarhóla 11 um breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis. Breytingin fólst í breyttri aðkomu að lóð og hliðrunar á byggingarreit raðhúss að Skógarhólum 11 a, b og c.
Breytingin var metin óveruleg og var vísað til grenndarkynningar í samræmi við 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynningin náði til Skógarhóla 9, 15, 17 og 23a-d. Kynningargögn voru send út send út 21. júní 2021 og var athugasemdafrestur gefinn til 21.júlí 2021. Engin athugasemd barst.
Umhverfisráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum framlagða breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis, vegna Skógarhóla 11 a, b og c, og leggur til að hún verði afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Byggðaráð - 993. fundur - 19.08.2021

360. fundi umhverfsiráðs þann 13. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 354. fundi umhverfisráðs þann 4. júní 2021 var tekin fyrir ósk Arkibygg fyrir hönd lóðarhafa Skógarhóla 11 um breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis. Breytingin fólst í breyttri aðkomu að lóð og hliðrunar á byggingarreit raðhúss að Skógarhólum 11 a, b og c. Breytingin var metin óveruleg og var vísað til grenndarkynningar í samræmi við 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynningin náði til Skógarhóla 9, 15, 17 og 23a-d. Kynningargögn voru send út send út 21. júní 2021 og var athugasemdafrestur gefinn til 21.júlí 2021. Engin athugasemd barst. Umhverfisráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum framlagða breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis, vegna Skógarhóla 11 a, b og c, og leggur til að hún verði afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og framlagða breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis vegna Skógarhóla 11a, 11b og 11c og tillögu um afgreiðslu á breytingunni samkvæmt 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.