Fundargerðir HNE 2021

Málsnúmer 202101130

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 350. fundur - 05.03.2021

Lögð fram til kynningar fundargerð frá 217. fundi Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra frá 20. janúar 2021.
Lagt fram til kynningar.

Umhverfisráð - 360. fundur - 13.08.2021

Lögð fram til kynningar fundargerð 217. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra frá 20. janúar 2021.
Á fundinum var samþykkt tillaga að breytingu á samþykkt um umgengni og þrifnað utanhúss á starfssvæði heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra nr. 463/2002; þess efnis að geymslutími skv. 6. gr. verði styttur úr 45 dögum í 30 daga.
Umhverfisráð samþykkir þessa breytingu á Samþykkt um umgengni og þrifnað utanhúss nr. 463/2002. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Byggðaráð - 993. fundur - 19.08.2021

Á 360. fundi umhverfisráðs þann 13. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram til kynningar fundargerð 217. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra frá 20. janúar 2021. Á fundinum var samþykkt tillaga að breytingu á samþykkt um umgengni og þrifnað utanhúss á starfssvæði heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra nr. 463/2002; þess efnis að geymslutími skv. 6. gr. verði styttur úr 45 dögum í 30 daga. Umhverfisráð samþykkir þessa breytingu á Samþykkt um umgengni og þrifnað utanhúss nr. 463/2002. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og tillögu að breytingu á Samþykkt um umgengni og þrifnað utanhúss nr. 463/2002.

Umhverfisráð - 365. fundur - 05.11.2021

Lögð fram fundargerð 221. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra frá 6. október 2021.
Lagt fram til kynningar.

Umhverfisráð - 368. fundur - 10.02.2022

Með fundarboði fylgir fundargerð 222. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra sem var haldinn þann 24. nóvember 2022.
Lagt fram til kynningar.