Frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu; Ákvörðun ráðherra um að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og nýtt heimildarákvæði sveitarstjórnarlaga

Málsnúmer 202108005

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 993. fundur - 19.08.2021

Tekinn fyrir rafpóstur frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsettur þann 30. júlí sl. þar sem kynnt er auglýsing um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélaga. Heimildin tók gildi þann 1. ágúst sl. og gildir til 1. október 2021.

Einnig er vakin athygli á að Alþingi samþykkti ennfremur þann 13. júní sl. breytingu á sveitarstjórnarlögum sem heimilar sveitarstjórnarmönnum að taka þátt með rafrænum hætti á fundum sveitarstjórnar og nefnda og ráða á vegum sveitarfélagsins en um slíka heimild skal kveðið í samþykkt um stjórn sveitarfélagsins. Ráðuneytið hvetur þau sveitarfélög sem hyggjast nýta sér þetta nýja heimildarákvæði að ljúka þeirri vinnu fyrir 1. október nk.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Dalvíkurbyggð nýti sér áfram ofangreinda heimild til 1. október nk. til að tryggja starfshæfi sitt og auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélagsins á tímum Covid.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að setja inn í drög að endurskoðun um Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar tillögu að heimild til að taka þátt með rafrænum hætti á fundum sveitarstjórnar, nefnda og ráða á vegum sveitarfélagsins í samræmi ofangreinda breytingu á sveitarstjórnarlögum.