Umhverfisráð

353. fundur 28. maí 2021 kl. 08:15 - 10:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson Formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Lilja Bjarnadóttir aðalmaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Helga Íris Ingólfsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Helga Íris Ingólfsdóttir skipulags- og tæknifulltrúi
Dagskrá
Steinþór Björnsson deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar sat fundinn undir þessum lið.

1.Yfirferð á framkvæmdum sumarsins 2021.

Málsnúmer 202103193Vakta málsnúmer

Farið yfir helstu framkvæmdir sumarsins 2021 og stöðuna á þeim.

Steinþór Björnsson deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfisráð þakkar Steinþóri fyrir yfirferðina.

2.Staðsetning færanlegra hraðahindrana

Málsnúmer 202105096Vakta málsnúmer

Á síðasta fundi ráðsins var óskað eftir tillögum frá íbúum sveitarfélagsins að staðsetningu færanlegra hraðahindrana. Alls bárust tillögur frá þrettán einstaklingum.
Umhverfisráð þakkar allar innsendar tillögur frá íbúum. Ráðið leggur til að keyptar verði fimm nýjar hraðahindranir og að þær verði staðsettar í Hólavegi, Svarfaðarbraut og Bjarkarbraut á Dalvík. Ein hraðahindrun verði staðsett í Aðalgötu á Hauganesi og ein í Aðalbraut á Árskógssandi.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

3.Ægisgata 19a - byggingarframkvæmdir

Málsnúmer 202007005Vakta málsnúmer

Með umsókn, dagsettri 5. maí 2021, óskar Stefán Ingólfsson fyrir hönd Svavars Sigurðssonar eftir byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi að Ægisgötu 19a á Árskógssandi. Meðfylgjandi eru aðaluppdrættir, afstöðumynd og skráningartafla fyrir húsið.
Umhverfisráð samþykkir erindið og felur sviðsstjóra að veita umbeðið byggingarleyfi með fyrirvara um að breytingar verði gerðar samkvæmt ábendingum slökkviliðsstjóra.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

4.Umsókn um byggingarleyfi fyrir garðskála við Öldugötu 1, Árskógssandi

Málsnúmer 202105087Vakta málsnúmer

Með umsókn, dagsettri 17. maí 2021, óskar Jón Guðmundsson eftir byggingarleyfi fyrir garðskála að Öldugötu 1 á Árskógssandi. Meðfylgjandi eru grunnmynd og útlitsteikning af skálanum auk samþykkis næstu nágranna.
Umhverfisráð samþykkir erindið og felur sviðssstjóra að veita umbeðið byggingarleyfi með þeim fyrirvara að skráningartafla hússins verði uppfærð.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

5.Umsókn um lóð 9F gata B3 í landi Hamars

Málsnúmer 202105057Vakta málsnúmer

Með umsókn óskar Hólmfríður Margrét Sigurðardóttir eftir frístundalóð merktri 9F við götu B3 að Hamri.
Umhverfisráð samþykkir erindið og felur sviðsstjóra að úthluta umbeðinni lóð.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

6.Svarfaðarbraut 4 - geymslustæði, innkeyrsla úr Ásvegi og tilfærsla á ljósastaur.

Málsnúmer 202105093Vakta málsnúmer

Með erindi, dagsettu 18. maí 2021, óska þau Rúnar Helgi Óskarsson og Þórhalla Karlsdóttir eftir leyfi til þess að gera geymslustæði með innkeyrslu af Ásvegi á lóð sinni að Svarfaðbraut 4. Einnig óska þau eftir því að ljósastaur verði færður að lóðamörkum í vestri.
Umhverfisráð samþykkir að húseigendur að Svarfaðarbraut 4 fái að gera innkeyrslu úr Ásvegi. Færsla á ljósastaur er einnig samþykkt að því gefnu að umsækjendur beri kostnað af verkinu og að það sé unnið í samráði við næstu nágranna og Skipulags- og tæknifulltrúa.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

7.Fornleifarannsóknir í Svarfaðardal í sumar

Málsnúmer 202105113Vakta málsnúmer

Með erindi, dagsettu 7. maí 2021, óskar Elín Ósk Hreiðarsdóttir fornleifafræðingur eftir leyfi Dalvíkurbyggðar til þess að fá að taka tvo könnunarskurði í landi sveitarfélagsins í sumar. Annars vegar á Upsadal og hins vegar í landi Hólárkots.
Umhverfisráð samþykkir umbeðið leyfi samhljóða með fimm atkvæðum.

8.Umsókn um byggingarleyfi - Gunnarsbraut 8

Málsnúmer 201807009Vakta málsnúmer

Með tölvupósti, dagsettum 26. maí 2021, óskar Guðmar Ragnar Stefánsson fyrir hönd Brúarsmiða ehf. eftir frekari framlengingu á byggingarleyfi að Gunnarsbraut 8 á Dalvík.
Umhverfisráð telur að ekki sé grundvöllur fyrir frekari framlengingu byggingarleyfis að Gunnarsbraut 8 og felur Skipulags- og tæknifulltrúa að innkalla lóðina og auglýsa aftur til úthlutunar á heimasíðu Dalvíkurbyggðar.
Samþykkt með fimm atkvæðum.

9.Orkusjóður - styrkir til verkefna á sviði orkuskipta

Málsnúmer 202105131Vakta málsnúmer

Orkusjóður auglýsir eftir styrkumsóknum og þar á meðal til uppsetningar á hleðslustöðvum við gististaði og fjölsótta ferðamannastaði.
Umhverfisráð leggur til að sveitarfélagið sendi inn umsóknir til Orkusjóðs fyrir hleðslustöðvum á ferjuhöfninni á Árskógssandi og hafnarsvæðinu á Hauganesi.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

10.Tillaga að tímabundinni niðurfellingu eða afslætti á gatnagerðargjöldum í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201701040Vakta málsnúmer

Á 336. fundi sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar var samþykkt að tillögu byggðaráðs að breyta reglum Dalvíkurbyggðar um tímabundna niðurfellingu eða afslætti á gatnagerðargjöldum. Breytingin felst í því að skýringum er bætt við 2. og 3. gr. reglnanna þar sem fram kemur að niðurfelling gatnagerðargjalda taki ekki til lóða sem auglýstar eru á gildistíma reglnanna ef þær eru ekki við þegar tilbúnar götur m.v. gildistöku reglnanna. Ef sveitarfélagið þarf að leggja í kostnað við gerð nýrra gatna, nýrra svæða og/eða nýs skipulags þá gilda þessar reglur ekki um þær lóðir.
Lagt fram til kynningar.

11.Tilkynning um kæru til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála

Málsnúmer 202105086Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar kæra sem barst Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála og varðar útgáfu byggingarleyfa fyrir Hringtún 17 og 19 á Dalvík.
Lagt fram til kynningar.

12.Drög að Landsáætlun í skógrækt 2021-2031

Málsnúmer 202105049Vakta málsnúmer

Með tölvupósti, dagsettum 7. maí 2021, óskar Hrefna Jóhannesdóttir fyrir hönd Skógræktarinnar eftir umsögnum um drög að landsáætlun í skógrækt 2021-2031 og drög að umhverfismati hennar.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við framlögð drög að landsáætlun í skógrækt.

13.Kall til sveitarfélaga um að taka Bonn-áskoruninni

Málsnúmer 202105065Vakta málsnúmer

Með tölvupósti frá 10. maí 2021 sendir Pétur Halldórsson fyrir hönd Skógræktarinnar og Landgræðslunnar áskorun á sveitarfélög að taka Bonn-áskoruninni um útbreiðslu skóga en stjórnvöld hafa sett Íslandi það markmið að auka verulega þekju birkiskóga og birkikjarrs.
Umhverfisráð tekur vel í erindið og felur Skipulags- og tæknifulltrúa að kanna hvað felst í þátttöku í verkefninu.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

14.Landgræðsluáætlun 2021-2031

Málsnúmer 202105034Vakta málsnúmer

Með tölvupósti, dagsettum 6. maí 2021, óskar Landgræðslan eftir umsögnum hagaðila um Landgræðsluáætlun 2021-2031 og umhverfismat áætlunarinnar.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við Landgræðsluáætlun 2021-2031.

15.Afgreiðslufundir byggingafulltrúa Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202105029Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 2. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa Dalvíkurbyggðar frá 19. maí 2021.
Lagt fram til kynningar.

16.Svæðisskipulagsnefnd 2021

Málsnúmer 202105116Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 7. fundar Svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar sem haldinn var 15. apríl 2021.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson Formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Lilja Bjarnadóttir aðalmaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Helga Íris Ingólfsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Helga Íris Ingólfsdóttir skipulags- og tæknifulltrúi