Umsókn um byggingarleyfi fyrir garðskála við Öldugötu 1, Árskógssandi

Málsnúmer 202105087

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 353. fundur - 28.05.2021

Með umsókn, dagsettri 17. maí 2021, óskar Jón Guðmundsson eftir byggingarleyfi fyrir garðskála að Öldugötu 1 á Árskógssandi. Meðfylgjandi eru grunnmynd og útlitsteikning af skálanum auk samþykkis næstu nágranna.
Umhverfisráð samþykkir erindið og felur sviðssstjóra að veita umbeðið byggingarleyfi með þeim fyrirvara að skráningartafla hússins verði uppfærð.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 337. fundur - 15.06.2021

Á 353. fundi umhverfisráðs þann 28. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Með umsókn, dagsettri 17. maí 2021, óskar Jón Guðmundsson eftir byggingarleyfi fyrir garðskála að Öldugötu 1 á Árskógssandi. Meðfylgjandi eru grunnmynd og útlitsteikning af skálanum auk samþykkis næstu nágranna. Umhverfisráð samþykkir erindið og felur sviðsstjóra að veita umbeðið byggingarleyfi með þeim fyrirvara að skráningartafla hússins verði uppfærð. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og umbeðið byggingarleyfi með þeim fyrirvara að skráningartafla hússins verði uppfærð.