Á 353. fundi umhverfisráðs þann 28. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Á síðasta fundi ráðsins var óskað eftir tillögum frá íbúum sveitarfélagsins að staðsetningu færanlegra hraðahindrana. Alls bárust tillögur frá þrettán einstaklingum. Umhverfisráð þakkar allar innsendar tillögur frá íbúum. Ráðið leggur til að keyptar verði fimm nýjar hraðahindranir og að þær verði staðsettar í Hólavegi, Svarfaðarbraut og Bjarkarbraut á Dalvík. Ein hraðahindrun verði staðsett í Aðalgötu á Hauganesi og ein í Aðalbraut á Árskógssandi. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.