Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201807009

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 308. fundur - 16.08.2018

Með innsendu erindi dags. 13.ágúst 2018 óskar Guðmar Ragnar Stefánsson, fyrir hönd Brúarsmiða ehf, eftir byggingarleyfi á lóðinni Gunnarsbraut 8, Dalvík.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir og felur sviðsstjóra að veita umbeðið byggingarleyfi með fyrirvara um jákvæða umsögn slökkviliðsstjóra.
Samþykkt með fimm atkvæðum.

Umhverfisráð - 327. fundur - 27.09.2019

Með innsendu erindi dags. 16. september 2019 óskar Guðmar Ragnar Stefánsson fyrir hönd Brúarsmiða ehf eftir framlengingu á byggingarleyfi við Gunnarsbraut 8, Dalvík samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðna framlengingu á byggingarleyfi í allt að sex mánuði.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Umhverfisráð - 343. fundur - 06.11.2020

Með innsendu erindi dags. 13. október óskar Guðmar Ragnar Stefánsson fyrir hönd Brúarsmiða eftir framlengingu á byggingarleyfi við Gunnarsbraut 8, Dalvík.
Umhverfisráð samþykkir að veita umsækjanda framlengingu á byggingarleyfi um allt að sex mánuði.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Umhverfisráð - 353. fundur - 28.05.2021

Með tölvupósti, dagsettum 26. maí 2021, óskar Guðmar Ragnar Stefánsson fyrir hönd Brúarsmiða ehf. eftir frekari framlengingu á byggingarleyfi að Gunnarsbraut 8 á Dalvík.
Umhverfisráð telur að ekki sé grundvöllur fyrir frekari framlengingu byggingarleyfis að Gunnarsbraut 8 og felur Skipulags- og tæknifulltrúa að innkalla lóðina og auglýsa aftur til úthlutunar á heimasíðu Dalvíkurbyggðar.
Samþykkt með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 337. fundur - 15.06.2021

Á 353. fundi umhverfisráðs þann 28. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Með tölvupósti, dagsettum 26. maí 2021, óskar Guðmar Ragnar Stefánsson fyrir hönd Brúarsmiða ehf. eftir frekari framlengingu á byggingarleyfi að Gunnarsbraut 8 á Dalvík. Umhverfisráð telur að ekki sé grundvöllur fyrir frekari framlengingu byggingarleyfis að Gunnarsbraut 8 og felur Skipulags- og tæknifulltrúa að innkalla lóðina og auglýsa aftur til úthlutunar á heimasíðu Dalvíkurbyggðar. Samþykkt með fimm atkvæðum. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og innköllun á úthlutun lóðarinnar að Gunnarsbraut 8. Jafnframt að lóðin verði aftur auglýst til úthlutunar á heimasíðu Dalvíkurbyggðar.