Fornleifarannsóknir í Svarfaðardal í sumar

Málsnúmer 202105113

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 353. fundur - 28.05.2021

Með erindi, dagsettu 7. maí 2021, óskar Elín Ósk Hreiðarsdóttir fornleifafræðingur eftir leyfi Dalvíkurbyggðar til þess að fá að taka tvo könnunarskurði í landi sveitarfélagsins í sumar. Annars vegar á Upsadal og hins vegar í landi Hólárkots.
Umhverfisráð samþykkir umbeðið leyfi samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 337. fundur - 15.06.2021

Á 353. fundi umhverfisráðs þann 28. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Með erindi, dagsettu 7. maí 2021, óskar Elín Ósk Hreiðarsdóttir fornleifafræðingur eftir leyfi Dalvíkurbyggðar til þess að fá að taka tvo könnunarskurði í landi sveitarfélagsins í sumar. Annars vegar á Upsadal og hins vegar í landi Hólárkots. Umhverfisráð samþykkir umbeðið leyfi samhljóða með fimm atkvæðum. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og umbeðið leyfi til rannsókna í Upsadal og í landi Hólárkots í sumar.