Umsókn um lóð 9F gata B3 í landi Hamars

Málsnúmer 202105057

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 353. fundur - 28.05.2021

Með umsókn óskar Hólmfríður Margrét Sigurðardóttir eftir frístundalóð merktri 9F við götu B3 að Hamri.
Umhverfisráð samþykkir erindið og felur sviðsstjóra að úthluta umbeðinni lóð.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 337. fundur - 15.06.2021

Á 353. fundi umhverfisráðs þann 28. maí 2021 var eftirfarandi bókað:
"Með umsókn óskar Hólmfríður Margrét Sigurðardóttir eftir frístundalóð merktri 9F við götu B3 að Hamri. Umhverfisráð samþykkir erindið og felur sviðsstjóra að úthluta umbeðinni lóð. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og úthlutun á lóðinni 9F við götu B3 að Hamri.