Frá Skógræktinni; Kall til sveitarfélaga um að taka Bonn-áskoruninni

Málsnúmer 202105065

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 985. fundur - 20.05.2021

Tekinn fyrir rafpóstur dagsettur þann 10. maí 2021 frá Skógræktinni er varðar meðfylgjandi fréttatilkynningu um áherslur Íslands í tengslum við Bonn- áskorunina um útbreiðslu skóga. Skógræktin og Landsgræðslan leitar nú til sveitarfélaga að taka áskoruninni með þeim.

Bonn-áskorunin er alþjóðlegt átak um útbreiðslu eða endurheimt skóga á stórum samfelldum svæðum eða landslagsheildum og er skipulagt af alþjóðlegu náttúruverndarsamtökunum IUCN í samstarfi við fleiri aðila. Stjórnvöld hafa sett Íslandi það markmið innan Bonn-áskorunarinnar að auka verulega þekju birkiskóga og birkikjarrs en hún er nú 1,5% af flatarmáli landsins. Óskað er eftir afstöðu sveitarfélagsins til þátttöku i verkefninu, tillögum að svæðum umfram þau sem eru í umsjá og ríkisstofnana og hvort og með hvaða hætti slík skilgreining gæti orðið hluti af skipulagi sveitarfélagsins. Æskilegt er að afstaða sveitarfélagsins liggi fyrir í síðasta lagi 31. maí nk.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs.

Umhverfisráð - 353. fundur - 28.05.2021

Með tölvupósti frá 10. maí 2021 sendir Pétur Halldórsson fyrir hönd Skógræktarinnar og Landgræðslunnar áskorun á sveitarfélög að taka Bonn-áskoruninni um útbreiðslu skóga en stjórnvöld hafa sett Íslandi það markmið að auka verulega þekju birkiskóga og birkikjarrs.
Umhverfisráð tekur vel í erindið og felur Skipulags- og tæknifulltrúa að kanna hvað felst í þátttöku í verkefninu.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.