Umsókn um lóð

Málsnúmer 202007005

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 339. fundur - 03.07.2020

Með innsendu erindi dags. 30. júní 2020 óskar Svavar Örn Sigurðsson eftir lóðinni við Ægisgötu 19A á Árskógssandi.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðna lóð.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

Umhverfisráð - 353. fundur - 28.05.2021

Með umsókn, dagsettri 5. maí 2021, óskar Stefán Ingólfsson fyrir hönd Svavars Sigurðssonar eftir byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi að Ægisgötu 19a á Árskógssandi. Meðfylgjandi eru aðaluppdrættir, afstöðumynd og skráningartafla fyrir húsið.
Umhverfisráð samþykkir erindið og felur sviðsstjóra að veita umbeðið byggingarleyfi með fyrirvara um að breytingar verði gerðar samkvæmt ábendingum slökkviliðsstjóra.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 337. fundur - 15.06.2021

Á 353. fundi umhverfisráðs þann 28. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Með umsókn, dagsettri 5. maí 2021, óskar Stefán Ingólfsson fyrir hönd Svavars Sigurðssonar eftir byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi að Ægisgötu 19a á Árskógssandi. Meðfylgjandi eru aðaluppdrættir, afstöðumynd og skráningartafla fyrir húsið. Umhverfisráð samþykkir erindið og felur sviðsstjóra að veita umbeðið byggingarleyfi með fyrirvara um að breytingar verði gerðar samkvæmt ábendingum slökkviliðsstjóra. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um byggingarleyfi með fyrirvara um að breytingar verði gerðar samkvæmt ábendingum slökkviliðsstjóra.