Frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála; Tilkynning um kærur vegna breytingu á deiliskipulagi í Hóla- og Túnahverfi á Dalvík

Málsnúmer 202008005

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 951. fundur - 20.08.2020

Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kom inn á fundinn undir þessum lið kl. 14:25.

Tekið fyrir erindi frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála þar sem upplýst er um tvær stjórnsýslukærur þar sem kærð er ákvörðun og afgreiðsla sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar um breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfi á Dalvík. Vegna fram kominna krafna er farið fram á að úrskurðarnefndin fái í hendur gögn er málið varða og er stjórnvaldi gefið kostur á að tjá sig um kröfuna, 30 dagar frá dagsetningu þessarar tilkynningar, sbr. 5. mgr. 4. gr. laga nr. 130/2011 um Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.

Börkur Þór upplýsti að viðbrögð sveitarfélagsins við ofangreindum kærum eru í vinnslu hjá lögmanni Dalvíkurbyggðar.

Til umræðu ofangreint.

Lagt fram til kynningar.

Umhverfisráð - 340. fundur - 04.09.2020

Haukur Arnar kom aftur inn á fundinn 10:23
Lögð fram til kynningar gögn frá úrskurðarnefnd skipulag- og byggingarmála vegna kæru á breytingu deiliskipulags Hóla- og Túnahverfis.
Lagt fram til kynningar

Byggðaráð - 962. fundur - 22.10.2020

Á 951. fundi byggðaráðs þann 20. ágúst s.l. var kynnt erindi frá Úrskuðarnefnd umhverfis- og auðlindamála þar sem upplýst var um tvær stjórnsýslukærur þar sem kærð er ákvörðun og afgreiðsla sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar um breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfi á Dalvík.

Fyrir liggur niðurstaða nefndarinnar, samanber úrskurður frá fundi nefndarinnar þann 15. október s.l., og er niðurstaðan að kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar frá 18. febrúar 2020 um breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis er hafnað.
Lagt fram til kynningar.

Umhverfisráð - 343. fundur - 06.11.2020

Til kynningar úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í kæru nr. 71 og 73/2020 vegna deiliskipulags Hóla- og Túnahverfis á Dalvík.
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl: