Umsókn um framkvæmdarleyfi vegna reiðvegar

Málsnúmer 202011006

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 343. fundur - 06.11.2020

Með innsendu erindi dags. 14. október óskar Sævaldur Jens Gunnarsson fyrir hönd hestamannafélagsins Hrings eftir framkvæmdarleyfi fyrir reiðveg samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð veitir umbeðið framkvæmdarleyfi með fyrirvara um að neðangreind skilyrði Vegagerðarinnar séu uppfyllt.

1.Reiðleið skal vera eins langt frá vegi og aðstæður leyfa, æskilega í sömu fjarlægð frá þjóðvegi og reiðleið norðan Þverár (5-7 m).
2.Ræsi í þverskurði sem reiðleið þverar skulu vera af sömu stærð eða stærri en ræsi undir þjóðveg til þess að raska ekki afvötnun umhverfis veg.
3.Tilkoma reiðvegar meðfram þjóðvegi skal ekki hindra afvötnun úr vegskurðum.
4.Móta skal vegfláa á milli vegar og nýrrar reiðleiðar með fláa 1:3 og skal yfirborð hans uppfylla kröfur sem fram settar eru í kafla 2.3 í veghönnunarreglum um öryggissvæði
5.Þverun reiðvegar yfir þjóðveg skal útfærð með þeim hætti að ríðandi séu sýnilegir í aðdraganda þverunar og því skal reiðleið ekki hækka aflíðandi í aðdraganda þverunar.
Auk þess skal þverun útfærð með þeim hætti að hún liggi þvert yfir veg og æskilega að gerður sé hlykkur á reiðleið í aðdraganda þverunar (sjá leiðbeiningar um reiðvegi á vef Vegagerðarinnar)
6.Framkvæmdaaðili skal tryggja að merkingar við vinnusvæðið séu í samræmi við gildandi reglur um vinnusvæðamerkingar.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.