Skautasvell og æfingasvæði fyrir vélsleða

Málsnúmer 202011014

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 343. fundur - 06.11.2020

Til umræðu og afgreiðslu innsent erindi frá Frey Antonssyni fyrir hönd Latibule ehf vegna skautasvells og æfingasvæðis samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
a.Umhverfisráð samþykkir umsóknina um skautasvell á Stórhólstjörn og veitir leyfi til eins árs með fyrirvara um samráð við skíðafélagið varðandi vatnsöflun.
b.Umhverfisráð leggur til að veitt verði leyfi til að útbúa og halda úti æfingasvæði fyrir vélsleða á túnum sunnan við sundlaug og knattspyrnuvöll.
Nákvæm afmörkun og útfærsla verði unnin í samráði við sviðsstjóra.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.