Öryggismál við Sjávargötu og Norðurgarð.

Málsnúmer 202010016

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 99. fundur - 07.10.2020

Til umræðu hefur verið öryggi vegfarenda eftir að starfsemi Samherja hf. hófst í nýbyggingunni við Sjávarbraut 2. Um er að ræða göngu- og reiðhjólaleið starfsfólks og einnig akstursleið þeirra starfsmanna sem koma akandi til vinnu. Einnig hefur verið umræða um þá aðstöðu sem flutningsaðilar eru með og aðkomu þeirra að húsnæði og lóðum sínum. Til umræðu hefur verið að breyta lóðarmörkum og setja upp lokunarhlið þannig að á annatíma komist einungis þeir inná hafnasvæðið sem eiga þangað erindi.
Áfram verður unnið að takmörkunum á umferð um hafnarsvæðið m.t.t. öryggismála í samvinnu við hagsmunaaðila. Ekki var samhljómur í umræðum um fyrirliggjandi tillögu að lokun svæðisins.

Umhverfisráð - 343. fundur - 06.11.2020

Til umræðu öryggismál á hafnarsvæði og lokun á Karlsrauðatorgi neðan Hafnarbrautar
Umhverfisráð getur ekki fallist á lokun Karlsrauðatorgs neðan Hafnarbrautar. Ráðið leggur til að fengnir verði sviðsstjóri og formaður veitu- og hafnarráðs til að ræða nánari útfærslu á öryggismálum á næsta fundi ráðsins.

Umhverfisráð - 345. fundur - 04.12.2020

Á 343. fundi umhverfisráðs þann 6. nóvember 2020 var ákveðið að fá sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs á fund umhverfisráðs.
Undir þessum lið kom Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, kl. 10:03

Þorsteinn vék af fundi kl. 10:20
Þar sem vinnutilhögun við landanir hefur breyst telur ráðið ekki þörf á breytingum á umferða og öryggismálum við Dalvíkurhöfn að svo stöddu.

Umhverfisráð - 362. fundur - 17.09.2021

Tekið fyrir erindi frá Jóhanni Sævarssyni, öryggisstjóra Samherja, þar sem óskað er eftir úrbótum á öryggi á göngu- og hjólaleið fyrir starfsfólk fyrirtækisins við Sjávargötu.
Umhverfisráð hefur áður tekið erindið fyrir og mat það þá í samvinnu við veitu- og hafnaráð að ekki þyrfti að aðhafast að sinni vegna breytinga á tilhögun löndunar.
Í ljósi ábendinga frá öryggisstjóra Samherja felur umhverfisráð skipulags- og tæknifulltrúa að leggja könnun fyrir starfsfólk fyrirtækja við Sjávarbraut og Ránarbraut um ferðavenjur til og frá vinnu. Í kjölfarið verður unnið úr þeim gögnum og lagðar fram tillögur að úrbótum.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.