Fjárhagsáætlun 2021; umhverfismál og ferðaþjónusta

Málsnúmer 202009074

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 954. fundur - 10.09.2020

Tekið fyrir munnlegt erindi frá Myriam Dalstein, dagsett þann 7. september 2020, vegna fjárhagsáætlunar 2021. Erindið snýr að bílastæðum í Svarfaðardal vegna ferðamanna að Skeiðsvatni, sorpmálum í sveitinni á veturna og að staða húsvarðar við Dalvíkurskóla verði endurvakin.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021 nema ábendingu um stöðu húsvarðar við Dalvíkurskóla sem er lagt fram til kynningar í byggðaráði.

Umhverfisráð - 341. fundur - 17.09.2020

Á 954. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað.

Tekið fyrir munnlegt erindi frá Myriam Dalstein, dagsett þann 7. september 2020, vegna fjárhagsáætlunar 2021. Erindið snýr að bílastæðum í Svarfaðardal vegna ferðamanna að Skeiðsvatni, sorpmálum í sveitinni á veturna og að staða húsvarðar við Dalvíkurskóla verði endurvakin.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021 nema ábendingu um stöðu húsvarðar við Dalvíkurskóla sem er lagt fram til kynningar í byggðaráði.
Umhverfisráð frestar afgreiðslu til næsta fundar ráðsins.

Umhverfisráð - 343. fundur - 06.11.2020

Á 954. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað.

Tekið fyrir munnlegt erindi frá Myriam Dalstein, dagsett þann 7. september 2020, vegna fjárhagsáætlunar 2021. Erindið snýr að bílastæðum í Svarfaðardal vegna ferðamanna að Skeiðsvatni, sorpmálum í sveitinni á veturna og að staða húsvarðar við Dalvíkurskóla verði endurvakin.
Umhverfisráði falið að ræða um bílastæði og sorphirðu.
1. Umhverfisráð vísar erindinu sem snýr að bílastæðum til endurskoðunar aðalskipulags sveitarfélagsins.
2. Umhverfisráð getur ekki tekið undir tillögur um breytt fyrirkomulag sorphirðu og telur ráðið fyrirkomulagið í góðum farvegi.